Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 587 úrræði. Innlögnum, öðrum en bráðainnlögn- um, er þó stundum unnt að fresta og hefur það verið gert þegar ýmsum öðrum sjúkradeildum en geðdeildum er lokað, þótt það sé öllum til baga. Innlögn á geðdeild er nær aldrei hægt að fresta. Starfsfólk geðdeildanna hefur lagt á sig mikið erfiði á undanförnum árum til að halda þeim opnum yfir sumarmánuðina. Skortur á faglærðu starfsfólki varð til þess að þjónustan minnkaði. Betra var þó að veifa röngu tré en engu. Stöðugur niðurskurður á fjárveitingum hef- ur orðið til þess að nú er ekki unnt að ráða það faglærða fólk, sem þó er völ á og ekki er unnt að halda deildum opnum með sama hætti og áður, en grípa verður til lokana eins og lýst hefur verið. Langvarandi aðhaldsaðgerðir á geðdeild Landspítalans hafa leitt til þess, að áætluð meðallaun á hverja starfsmannaheimild eru um 14% lægri en á Ríkisspítölunum í heild. Hlutfall faglærðra og ófaglærðra starfsmanna samkvæmt heimildum er svipað á geðdeildinni og Landspítalanum í heild. Hlutfall milli fjölda starfsfólks og legudaga er heldur óhagstæðara en á öðrum deildum. Pannig eru heldur fleiri dvalardagar á hvern faglærðan starfsmann á geðdeildinni. Það gefur auga leið að á geðdeild sem veitir sólarhringsþjónustu, auk dag- og göngudeildaþjónustu, ætti launakostnaður á hvern starfsmann að vera svipaður og á öðrum deildum. Fyrirsjáanlegt er að lokanir á geð- deildum verði víðtækari, ef ekki verður bætt úr þessu fjársvelti. Sjúklingar og aðstandendur kvarta oft með réttu undan því að fá ekki nægan tíma til að tala við faglærða starfsmenn. Þó að ný lyf hafi gert ómetanlegt gagn til að lækna og bæta líðan sjúklinganna má ekki gleymast, að aðallækn- ingatæki geðdeildanna í hátæknilæknisfræði nútímans er vel menntað starfsfólk, sem hefur nægan tíma til að rannsaka og veita hverjum einstökum sjúklingi góða meðferð. Fjársvelti geðdeildar Landspítalans er ekki fallið til að greiða fyrir þessu og draga úr réttmætri gagn- rýni sjúklinga og aðstandenda þeirra. Alvarlegum geðsjúkdómum, sem leiða til innlagna á sjúkrahús, er yfirleitt þannig háttað að meðferð þolir enga bið. Viti sjúklingar og aðstandendur að erfitt er að fá innlögn og ástand á sjúkradeildum og skortur á starfsfólki leiði til ófullnægjandi þjónustu, leita sjúkling- arnir ekki meðferðar fyrr en allt er komið í óefni eða hafa jafnvel skaðað sig svo að þeir hafi þurft að leita til slysadeildar eða annarra deilda spítalanna. Meðal þeirra sem landlækn- ir telur að fái ófullnægjandi geðlæknisþjónustu á sjúkrahúsum er einmitt fólk sem hefur gert sjálfsvígstilraunir. Auk þeirra, sem þegar hafa verið nefndir eru fjölmargir aðrir sjúklinga- hópar sem lokun geðdeildanna bitnar á, svo sem geðsjúk börn og ungmenni. Það er ekki aðeins að sjúkradeildum sé lokað, heldur bitn- ar lokunin og fækkun starfsmanna einnig á göngudeildum, dagdeildum og þjónustu við sjúklinga á öðrum spítaladeildum. Niðurskurðurinn og lokanir sjúkradeilda verða landsmönnum dýr í bráð og lengd, ekki aðeins vegna þjáninga sjúklinganna og að- standenda þeirra, heldur einnig vegna þess að hætta er á að bata seinki, fleiri verði fatlaðir til langs tíma, fleiri þurfi að dvelja lengur á sjúkrahúsi og fleiri þurfi örorkulífeyri og fé- lagslega aðstoð. Tómas Helgason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.