Læknablaðið - 15.08.1995, Page 10
590
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
rannsóknin náði til. Á árunum 1985-1993 voru
aðeins þrír stofnar af 15 af stofngerð 4b en hinir
ýmist l/2a eða l/2b. Á fyrri hluta tímabilsins
eða fram til ársins 1985 var aðeins einn af 13
stofnum af stofngerð 172a en allir hinir 4b.
Ástæður þessara breytinga eru óþekktar. Tíðni
sjúkdómsins á íslandi var há á því tímabili sem
rannsóknin náði til. Brýnt er að kanna faralds-
fræði sjúkdómsins og útbreiðslu sýkilsins nánar
hér á landi.
Inngangur
Sjúkdómur sem orsakast af Listeria mon-
ocytogenes og nú gengur undir nafninu Lister-
íósis hefur líklega verið þekktur í dýrum frá því
fyrir lok síðustu aldar (1). Bakteríunni var fyrst
vel lýst árið 1926 og gefið nafnið Bacterium
monocytogenes (2). Líklegt er þó talið að hún
hafi ræktast í Svíþjóð fyrir fyrri heimsstyrjöld
(3) en stofnarnir voru ekki varðveittir og grein-
ingin því ekki óyggjandi. Sjúkdómstilfellum í
mönnum var fyrst lýst í Danmörku 1929 (4).
Elsti stofninn sem til er, ræktaðist frá sjúklingi
með heilahimnubólgu árið 1921 og er geymdur
á Pasteur stofnuninni (1). Sjúkdómurinn var
talinn sjaldgæfur í mönnum framan af öldinni.
Á síðustu áratugum hefur greiningum fjölgað
mikið. Ekki er ljóst hve miklu bættar greining-
araðferðir valda eða í hve miklum mæli um er
að ræða raunverulega aukningu.
Sjúkdómurinn var vel þekktur í dýrum á Is-
landi frá því í byrjun aldarinnar (5-11) og gekk
undir nafninu votheysveiki eða Hvanneyrar-
veiki. Fyrsta faraldri í sauðfé var lýst í Borgar-
firði 1910 (5). Á íslandi var fyrst sýnt fram á
tengsl sýkinga í húsdýrum við verkun á votheyi
(11) . Að öllum líkindum var fyrstu sýkingu í
mönnum, sem greindist á Islandi, lýst árið 1961
(12) . Stofninn tapaðist þó við umsáningar svo
greiningin varð aldrei staðfest. Ekki greindust
fleiri tilfelli í mönnum fyrr en árið 1978 en þá
ræktaðist bakterían frá fimm einstaklingum
(13) . Síðan hafa mörg tilfelli greinst hér á landi.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir afdrifum
sjúklinga með staðfesta listeríusýkingu á árun-
um 1978-1993 á íslandi.
Efniviður og aðferðir
Bakteríustofnar: Allir L. monocytogenes
stofnar sem einangraðir voru á sýklafræðideild
Landspítalans eða voru sendir þangað til teg-
undagreiningar, á árunum 1978-1994, voru
frystir og geymdir við -70°C. Haldin var skrá
yfir nöfn sjúklinga og uppruna sýna sem sýkill-
inn ræktaðist frá. Upplýsingar um undirlægar
orsakir, meðferð og afdrif sjúklinga voru
fengnar úr krufningarskýrslum, sjúkraskrám
og læknabréfum. Skráð voru kyn, aldur, sjúk-
dómsgreining og afdrif. í einstaka tilfellum,
sem þóttu athyglisverð, voru nánari upplýsing-
ar skráðar.
Greining: Greining var gerð með hefð-
bundnum hætti (14). Gram jákvæðir og kata-
lasa jákvæðir stafir sem mynduðu 6-hemolýsu
á blóðagar voru taldir L. monocytogenes ef
þeir höfðu dæmigerðan hreyfanleika við smá-
sjárskoðun og jákvætt hreyfanleikapróf við
22°C en ekki við 37°C og gerjuðu escúlín.
Greining var staðfest með API strimli (API
system, BioMérieux, París, Frakklandi) eða í
Vitek greiningartæki (BioMerieux Vitek, St.
Louis, Bandaríkjunum). Næmispróf voru gerð
samkvæmt aðferð Kirby og Bauer með síðari
endurbótum.
Stofnar sem ræktuðust frá innsendum sýnum
á sýklafræðideild Landspítalans frá árinu 1978
og fengu greininguna L. monocytogenes voru
sendir til Center for Disease Control (CDC) í
Atlanta í Bandaríkjunum til staðfestingar á
greiningu og ákvörðunar á stofngerð (sero-
type). Allir stofnar utan einn, sem einangrast
höfðu frá mönnum á íslandi á árunum 1978-
1993, voru sendir á Listeríurannsóknarstofu í
Sviss til ákvörðunar á stofngerð. Upplýsingar
um stofngerðir stofna sem ræktuðust 1994
liggja enn ekki fyrir.
Niðurstöður
Á þeim 17 árum sem rannsóknin náði til, var
L. monocytogenes einangruð frá 36 einstak-
lingum á íslandi. Miðgildi fólksfjölda var á
þessu tímabili um 242 þúsund. Ef nýfætt barn
og móðir eru talin sem eitt tilfelli svo sem venja
er, voru tilfellin 34 og telst nýgengi vera 8,3 á
hverja milljón íbúa á ári. Karlar voru 11 en
konur 25. Um var að ræða níu nýburasýkingar
(þar af sex fyrirburar), níu sýkingar á með-
göngu og 13 sýkingar í ónæmisbældum sjúk-
lingum. Fimm sjúklinganna höfðu áður verið
hraustir. í einu tilviki var um að ræða karl-
mann á besta aldri, sem ekki var talinn hafa
annan sjúkdóm. Hann var bifreiðastjóri en
stundaði auk þess smávægilegan fjárbúskap.
Nokkrum vikum áður en hann fékk heila-
himnubólgu hafði hann hlotið sár á hendi sem
ígerð hljóp í. Hann hafði skorið sig á hnífi sem
hann hafði notað til að gera að kind sem hann