Læknablaðið - 15.08.1995, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
591
hafði lógað. Ekki var vitað hvað olli ígerðinni.
Eitt tilfellanna var talið vera spítalasýking. Par
var um að ræða nýbura sem líklega sýktist af
öðrum nýbura sem lá á sömu stofu. Sjúkling-
arnir fengu flestir ampicillín með eða án genta-
micíns. í sex tilfellum var penicillín notað með
gentamicíni eða klóramfenikóli og einu sinni
með ceftríaxóni. Meðferðarlengd var þrír til 60
dagar (meðaltími 16 dagar). Einn nýburanna
dó stuttu eftir flutning utan af landi á Landspít-
alann og annar eftir fimm daga meðferð. Aldr-
aður sjúklingur með heilahimnubólgu og þrír
sjúklingar með alvarlega ónæmisbælingu lét-
ust, einn án þess að fá meðferð. Sjö konur
sýktust á meðgöngu og voru meðhöndlaðar
með ampicillíni. Fjórar þeirra fæddu andvana
börn sem reyndust hafa mikil merki listeríósis
við krufningu. I einu tilviki var um tvíbura-
meðgöngu að ræða og lést annar tvíburinn fyrir
fæðingu en hinn hafði sýkingareinkenni við
fæðingu. Hinar þrjár fæddu heilbrigð fullburða
börn. Tvær konur veiktust í lok meðgöngu og
fæddu sýkt börn sem lifðu. Fylgikvillar með-
ferðar reyndust litlir. Eitt barn fékk eiturverk-
un af klóramfenikóli með fækkun á hvítum
blóðkornum. Hjá öðru barni gekk illa að upp-
ræta sýkingarmynd í mænuvökva og ræktuðust
klasakokkar úr mænuvökva eftir útskrift og
þurfti barnið að leggjast aftur inn til meðferð-
Tafla. Samband aldurs og sjúkdómsmynda eða orsaka sýk-
ingar, fjöldi látinna í sviga.
0-9 ára N=10 10-39 ára N=10 >40 ára N=16
Sýking á meðgöngu 9
Þar af fósturlát (4)
Nýburasýkingar 9 (2)
Með ónæmisbælingu 1 12(4)
Án áhættuþáttar 1 4
ar. Gekk sú meðferð vel. Nýburasýkingarnar
greindust flestar fyrri helming tímabilsins, en
aðeins tvær nýburasýkingar greindust eftir
1984. Ekki var greinanleg breyting á tíðni eftir
árstíðum. f töflu má sjá samband aldurs og
sjúkdómsmynda eða orsaka sýkingar.
Bakteríustofnarnir voru aðeins af þremur
stofngerðum, 4b, 172a og l/2b (sjá mynd).
Stofnar frá árinu 1978, sem sendir voru til
CDC, reyndust allir vera af stofngerð 4b (stað-
fest við endurtekna stofngreiningu í Sviss) og
sama gilti um alla stofna sem einangruðust
fram til ársins 1983. Það ár var einn þriggja
stofna af stofngerð l/2a. Árið 1984 einangruð-
ust þrír 4b stofnar, en eftir það voru flestir
stofnarnir l/2a eða l/2b nema einn stofn hvert
ár 1988,1992 og 1993. Allir þeir 13 stofnar sem
voru af gerð l/2a eða l/2b ræktuðust frá full-
orðnu fólki en allir nýburar og þungaðar konur
Mynd. Myndin sýnir dreifingu þeirra þriggja stofngerða, sem greindust á rannsóknartímabilinu. Á Y-ási sést fjöldi stofna á tilteknu
ári. Upplýsingar um stofngerðir stofna sem rœktuðust 1994 liggja enn ekki fyrir.