Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 595 100.000 íbúa á ári eða að meðaltali 3,8/100.000 íbúa á tímabilinu. Langalgengasta orsök sjúk- dómsins var Neisseria meningitidis (54%) í öll- um aldurshópum, en þar næst Streptococcus pneumoniae (20%), Listeria monocytogenes (6%) og Haemophilus influenzae (4%). Hlutur N. meningitidis minnkaði þó marktækt eftir því sem fólk eltist, það er úr 93% sýkinga í aldurs- hópnum 16-20 ára, í 25% í sjúklingum eldri en 45 ára (p<0,001) en hlutfall S. pneumoniae jókst úr2% f 37% (p<0,001). L. monocytogen- es olli 14% tilvika hjá fólki 45 ára og eldra. Dánartíðni var að meðaltali 19,1% og breyttist ekki marktækt á tímabilinu. Einhvern tengdan sjúkdóm höfðu 39% sjúklinganna þegar þeir sýktust. A fyrstu sex árum tímabilsins fengu 76% sjúklinganna penicillín eða ampicillín í upphafsmeðferð, eitt sér eða með klóramfeni- kóli, en einungis 24% á seinustu átta árum. í staðinn fengu nær tveir þriðju hlutar þeirra cefalósporín af þriðju kynslóð sem upphafs- meðferð. Ályktanir: Meningókokkar voru algengustu orsakavaldar heilahimnubólgu af völdum baktería í unglingum og fullorðnum hér á landi á umræddu tímabili, en þar á eftir fylgdu S. pneumoniae og L. monocytogenes. Dánartíðni hefur nánast ekkert breyst og er enn há (—20%). Upphafslyfjameðferð nú er oftast cefalósporín af þriðju kynslóð en var áður pen- icillín eða ampicillín. Inngangur Þótt sýklalyf hafi verið í notkun í 60 ár er heilahimnubólga af völdum baktería enn alvar- legur sjúkdómur með allhárri dánartíðni (1). Hér á landi hefur verið fylgst með orsökum og tíðni sjúkdómsins síðastliðin 30 ár (2). Flestar athuganir á heilahimnubólgu af völdum bakt- ería hafa verið gerðar á börnum og fullorðnum saman eða börnum eingöngu (1-5). Hér á landi hafa birst nokkrar athuganir á sjúkdómnum undanfarna áratugi, meðal annars á sjúkling- um á Borgarspítala fyrir rúmum 30 árum (6), á börnum á Landspítala fyrir um 20 árum (7) og fyrir fimm árum birtist yfirlitsgrein um sjúk- dóminn í börnum og fullorðnum á öllu landinu á 30 ára tímabili (2). Mun minna hefur verið fjallað sérstaklega um orsakir og hegðun sjúk- dómsins í fullorðnum og flestar slíkar athugan- ir verið fremur smáar í sniðum eða hafa ekki fjallað um heilahimnubólgu af völdum bakter- ía sérstaklega (8-10). Nýjasta og yfirgripsmesta athugunin í þessa veru var gerð á stóru sjúkra- húsi í bandarískri stórborg og veitir því tak- markaðar upplýsingar um sjúkdóminn í öðrum samfélögum (11). Við könnuðum þess vegna afturvirkt hegðun og meðferð heilahimnu- bólgu af völdum baktería hjá sjúklingum 16 ára og eldri sem greindust hérlendis á árunum 1975-1994. Efni og aðferðir Leitað var upplýsinga um sjúklinga 16 ára og eldri sem greinst höfðu með heilahimnubólgu af völdum baktería hérlendis á árunum 1975- 1994. Stuðst var við skrár sýklafræðideildar Landspítalans um jákvæðar ræktanir mænu- vökva- eða blóðsýna sjúklinga sem grunaðir voru um heilahimnubólgu af völdum baktería og niðurstöður ræktana úr þessum sýnum. Upplýsinga var ennfremur aflað úr sjúklinga- skrám sjúkrahúsa um þá sjúklinga er fengu greininguna heilahimnubólga af völdum bakt- ería eða blóðsýking af völdum meningókokka og þær bornar saman við upplýsingar frá sýkla- fræðideild. Loks var leitað í krufningarskýrsl- um Rannsóknarstofu Háskóla íslands í meina- fræði. Leitað var upplýsinga í sjúklingaskrám á Landspítala, Borgarspítala, Landakotsspítala, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, og sjúkra- húsunum á Akranesi, Egilsstöðum, Húsavík, Neskaupstað, Sauðárkróki og í Vestmannaeyj- um. Til athugunar voru einungis teknar skrár sjúklinga með jákvæðar ræktanir frá mænu- vökva eða blóði, og/eða sjúklinga sem höfðu klínísk merki um heilahimnubólgu eða men- ingókokkablóðsýkingu (hiti, hnakkastífni, ljósfælni, útbrot, og svo framvegis), þó svo að ræktanir reyndust vera neikvæðar. Greining heilahimnubólgu var þó í öllum tilvikum gerð með skoðun mænuvökva. Eftirtalin atriði voru skráð úr sjúkraskrám: Sýkingarvaldur, tengdir sjúkdómar, hiti, fjöldi daga með hita, hnakkastífni, krampar, meðvit- undarástand, augnbotnaskoðun, lamanir, opn- unarþrýstingur mænuvökva, mænuvökvarann- sóknir, hæsta sökkgildi, hæsta gildi hvítra blóð- koma, blóðræktunarniðurstöður, niðurstöður tölvusneiðmynda af höfði, meðferð (það er upphafs- og meginsýklalyfjameðferð), stera- gjöf og fylgikvillar. Heilahimnubólga var talin endurtekin ef einstaklingur sem áður hafði fengið sjúkdóminn fékk hann aftur af völdum annarrar bakteríu, eða ef viðkomandi sýktist af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.