Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1995, Side 19

Læknablaðið - 15.08.1995, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 597 FJftldl tilTÍkl (*) 16-20 21-45 > 45 ára Alls ára ára Aldunliípu- Mynd 2. Orsakir heilahimnubólgu af völdum baktería meðal unglinga (3*16 ára) og fullorðinna á íslandi 1975-1994. Sjúk- lingar flokkaðir eftir aldri. (4%) af gerð A. Nokkrir stofnar N. meningi- tidis urðu ekki hjúpgreindir og voru það stofn- ar sem ræktuðust á fyrstu árum rannsóknar- tímabilsins. S. pneumoniae olli 20% (n=27) tilfella, L. monocytogenes 6% (n=8) og Haemophilus influenzae 4% (n=6). Fjögur tilvik voru af völdum Mycobacterium tuberculosis. Enn- fremur reyndust tvær sýkingar vera af völdum hemólýtískra streptókokka af flokki B. Escherichia coli, Klebsiella pneumoniae, Stap- hylococcus aureus og víridans streptókokkar ollu hver um sig einni sýkingu. f 11% tilfella tókst ekki að rækta sýkingarvald úr mænu- vökva eða blóðsýnum. Spítalasýkingarnar tvær voru af völdum E. coli og K. pneumoniae. Á mynd 2 kemur fram að í aldurshópnum 16-20 ára voru 93% (n=38) sýkinganna af völdum N. meningitidis. í elsta aldurshópnum lækkaði þetta hlutfall marktækt niður í 25% (p<0,001). Hins vegar voru einungis 2% sýk- inga í yngsta hópnum vegna S. pneumoniae og fjölgaði þeim með hækkandi aldri í 37% (p<0,001). L. monocytogenes olli 14% sýkinga í elsta aldurshópnum. Aldursdreifing H. influ- enzae tilvikanna var 25-68 ára, L. monocytog- enes tilvikanna 48-86 ára og M. tuberculosis tilvikanna 26-66 ára. Klínísk einkenni: Hið klassíska þríeyki ein- kenna (hiti, hnakkastífni og breytt meðvit- und), fannst hjá 64 einstaklingum (52%). Hinsvegar voru allir nema einn (99%) með eitt eða fleiri þessara einkenna. Níutíu og sjö prós- ent sjúklinga höfðu hita (>38°C) við komu, þar af 54% hærri en 40°C. Eina klíníska ein- kenni þriggja sjúklinga var hiti. Alls höfðu 12% sjúklinga hita lengur en 10 daga en flestir þeirra voru með ýmsa fylgikvilla sjúkdómsins eða aðra sjúkdóma svo sem lungnabólgu, rauða úlfa (lupus erythematosus), liðbólgur og merg- æxli. Einn sjúklingur var með útbreitt smáæða- blóðrek (microembolism) sem olli drepi í fæti með fjölda aðgerða í kjölfarið. Hnakkastífni var staðfest í 99 tilfellum (80%) og reyndist ekki vera marktækur munur hjá yngri og eldri aldurshópum. Húðblæðingar (petechiae, purpura og ecchymoses) voru skráðar hjá 62 sjúklingum (50%), þar af var 51 með N. meningitidis sýk- ingu, tveir með S. pneumoniae og í níu tilfell- um tókst ekki að rækta sýkingarvald. Af sjúk- lingum með N. meningitidis sýkingu var húð- blæðingum lýst hjá 80% (mynd 3), samanborið við 7% (n=2) sjúklinga með S. pneumoniae (voru þeir báðir með fíngerðar blæðingar (pet- echiae)). Ástand meðvitundar: Sextíu og fjögur prósent Tafla II Orsakavaldar heilahimnubólgu meðal unglinga og fullorðinna 1975-1994. Sýkill 1975-1980 1981-1986 1987-1994 Alls N=33 (%) oo co II z (%) N=65 (%) N=136 (%) N. meningitidis 15 (45) 17 (45) 42 (65) 74 (54) S. pneumoniae 7 (21) 10 (26) 10 (15) 27 (20) H. influenzae 1 ( 3) 3 ( 8) 2 ( 3) 6 ( 4) L. monocytogenes 2 ( 6) 1 ( 3) 5 ( 8) 8 ( 6) 13-hem. strep. B 0 ( 0) 1 ( 3) 1 ( 2) 2 ( 1) E. coli 1 ( 3) 0 ( 0) 0 ( 0) 1 ( D K. pneumoniae 0 ( 0) 0 ( 0) 1 ( 2) 1 ( D M. tuberculosis 2 ( 6) 1 ( 3) 1 ( 2) 4 ( 3) S. aureus 1 ( 3) 0 ( 0) 0 ( 0) 1 ( D Víridans streptókokkar 0 ( 0) 1 ( 3) 0 ( 0) 1 ( D Ræktast ekki 4 (12) 4 (11) 3 ( 5) 11 ( 8)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.