Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 599 80% kleyfkyrnd hvítkorn við deilitalningu. Hjá berklasjúklingunum mældist hlutfall kleyf- kyrnda hvítkorna hæst 50%. Sýklar sáust á Gramslitun mænuvökva í 56% þeirra tilvika sem til voru upplýsingar um (tafla III), en ræktuðust oftar eða í 80% tilvika. Hins vegar voru einungis 58% blóðræktana jákvæð- ar (p<0,001). í 11% tilvika tókst hvorki að rækta sýkil úr mænuvökva eða blóði. Ekki voru með vissu upplýsingar um að þeir sem höfðu neikvæðar ræktanir hefðu fengið sýkla- lyf fyrir sýnatöku. Hlutfall jákvæðra ræktana breyttist ekki á milli tímabilanna þriggja. Blódrannsóknir: Sökkgildi voru mæld hjá 105 sjúklingum, og voru gildin á bilinu 0-142 mm/ klst., með nokkuð jafnri dreifingu þar á milli. Alls voru 19 sjúklingar með sökk yfir 100 mm/ klst. og höfðu flestir þeirra annan sjúkdóm ásamt heilahimnubólgu. Langflestir sjúklinga, eða 93%, höfðu auk- inn fjölda hvítra blóðkorna, það er yfir 10,0-109/1. Fimm sjúklingar voru með hvítkorn <5,0-109/l, þar af einn með gildi undir 2,0.109/1 (1,7-109/1). Af þessum fimm létust fjórir (80%). Tölvusneiðmyndun: Á árunum 1981-1994 var tölvusneiðmynd tekin í 36 tilfellum (35%) og reyndist hún óeðlileg hjá 12 sjúklingum. Heila- bjúgur sást hjá sex þeirra. Auk þess var að sjá óskilgreind lágþéttnisvæði og hjá einum greindust breytingar samrýmanlegar smáblóð- reki (microembolism) og blæðingum, en sá sjúklingur var með rauða úlfa, fékk blóð- storkusótt (DIC, disseminated intravascular coagulation) og lést. Meðferð: Skráð var upphafslyfjameðferð og meginlyfjameðferð allra sjúklinga (tafla IV). Á fyrsta tímabilinu fengu 22 sjúklingar alls (76% af þeim sem fengu lyf) lyfjameðferð í upphafi annað hvort með penicillíni eða ampicillíni. Þessi \yí voru stundum gefin með klóramfeni- kóli. A árunum 1981-1986 fengu 23 sjúklingar (72%) þessi lyf, oftast með klóramfenikóli. Á síðasta tímabili könnunarinnar á árunum 1987- 1994 minnkaði notkun þessara lyfja og fékk 31 sjúklingur (50%) penicillín eða ampicillín, eitt sér eða með öðru lyfi. Sé hins vegar þeim sleppt sem fengu penicillín með cefalósporíni af þriðju kynslóð í upphafsmeðferð er hlutfall þeirra sem fengu penicillín eða ampicillín ein- ungis 24% (n=15, p<0,01). Hins vegar fékk ríflega helmingur (60%, n=37) sjúklinga á ár- unum 1987-1994 cefalósporín af þriðju kynslóð í upphafslyfjameðferð. Flestir sjúklingarnir (64%, n=79) fengu penicillín eitt sér eða með öðru lyfi sem megin- lyfjameðferð eftir að upplýsingar um sjúk- dómsorsök lágu fyrir. Af þeim sem voru með N. meningitidis sýkingu fengu 71% slíka með- ferð, og 79% þeirra sem voru með S. pneu- moniae sýkingu. Lítil sem engin breyting varð á notkun penicillíns gegn þessum bakteríum á milli tímabilanna þriggja, en þó lækkaði hlut- fall N. meningitidis sjúklinga sem meðhöndlað- ir voru með penicillíni lítillega en ómarktækt. Oftast var sýkingin meðhöndluð í sjö til 10 daga. Fimm L. monocytogenes sýkingar voru meðhöndlaðar með ampicillíni og gentamicíni en einn sjúklingur fékk cefótaxím, annar penicillín og þriðji ampicillín. K. pneumoniae var meðhöndluð með ceftríaxóni, E. coli með Tafla IV. Sýklalyfjaval í upphafi við heilahimnubólgu hjá unglingum og fullorðnum. 1975-1980 1981-1986 1987-1994 n (%) n (%) n (%) Eitt lyf 21 (72) 12 (38) 32 (52) Lyf í samsetningum 8 (28) 20 (62) 30 (48) Penicillín 11 (38) 5 (16) 8 (13) Ampicillín 6 (21) 3 ( 9) 4 ( 6) Þriðju kynslóðar cefalósporín 0 ( 0) 1 ( 3) 21 (34) Þriöju kynslóðar cefalósporín og penicilín 0 ( 0) 1 ( 3) 16 (26) Penicillín & klóramfenikól 3 (10) 12 (38) 1 ( 2) Ampicillín & klóramfenikól 2 ( 7) 3 ( 9) 2 ( 3) Klóramfenikól 1 ( 3) 2 ( 6) 0 ( 0) Önnur lyf* 6 (21) 5 (16) 10 (16) Alls 29 32 62 * Þar á meðal berklalyf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.