Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1995, Page 22

Læknablaðið - 15.08.1995, Page 22
600 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 ampicillíni og klóramfenikóli, hemólýtískir og víridans streptókokkar með penicillíni, og S. aureus með meticillíni. Þrjátíu og tveir sjúklingar (26%) fengu stera nteð sýklalyfjameðferðinni, oftast í upphafi. Langoftast var um hydrókortisón eða dexa- metasón að ræða. Af þeim létust níu (29%), og er það marktækt hærra hlutfall en hjá þeim sem ekki fengu stera (5%, p<0,005). Þess var getið í 18 sjúkraskýrslum að ættingj- ar hefðu fengið sýklalyfjameðferð í varnar- skyni (prophylaxis). Þegar fram kom hvaða lyf hafði verið notað, var það oftast rifampín. Fylgikvillar: Skráðir voru allir helstu fylgi- kvillar hjá sjúklingum, tímabundnir og lang- varandi. Ekki reyndist mögulegt að kanna af- drif sjúklinganna eftir útskrift nema úr göngu- deildarnótum suntra þeirra, og þá einungis í fáar vikur. Algengasti fylgikvillinn var blóð- storkusótt, en alls voru skráð 14 tilfelli, þar af voru 10 (71%) með N. meningitidis sýkingu. Liðabólgur voru einnig algengar, sex tilfelli þeirra í kjölfar N. meningitidis sýkingar og eitt eftir S. pneumoniae. Heyrnarskerðing varð í kjölfar þriggja S. pneumoniae sýkinga og tveggja N. meningitidis sýkinga, og sitt hvort tilfellið greindist af gollurshússbólgu (pericar- ditis) og hjartavöðvabólgu (myocarditis), einn- ig af völdum N. meningitidis. Nýrnabilun varð hjá þremur sjúklingum, öllum sýktum af N. meningitidis. Trufluð seytrun ADH (syndrome of inappropriate ADH) greindist hjá fjórum, þar af tveimur með meningókokka og tveimur með pneumókokka. Þrír sjúklingar fengu ein- hverskonar lömun. Einn hlaut lömun í andliti í tengslum við N. meningitidis sýkingu. Annar lamaðist frá hálsi og ræktuðust frá honurn he- mólýtískir streptókokkar af flokki B. Sá sjúk- lingur útskrifaðist fjórum mánuðum eftir sýk- ingu, eftir rnikla endurhæfingu og hafði þá náð nokkrum bata. Sá þriðji fékk augnvöðvalömun báðum megin vegna skaða á n. abducens sem afleiðingu heilahimnubólgu af völdum berkla. Dánartala: Heildardánartala af völdum heilahimnubólgu var 19,1% (n=26) og kemur hún fram á töflu V. Á fyrstu sex árum athugun- arinnar létust sex (18%, n=33), á næstu sex árum létust 10 (26%, n=38) og á síðustu átta árunum 10 (15%, n=65), en munurinn var ekki marktækur. Dánartíðni af völdum meningó- kokka reyndist 16,2% (n=12). Klínískar upp- lýsingar lágu fyrir um níu, og voru allir nema einn með verulega skerta meðvitund við Tafla V. Dánartíðni afvöldum heilahimnubólgu meðal ung- linga og fullorðinna, flokkuð eftir bakteríum. Sýkill Tilvik Látnir (%) N. meningitidis 74 12 ( 16,2) S. pneumoniae 27 7 ( 25,9) L. monocytogenes 8 3 ( 37,5) H. influenzae 6 1 ( 16,6) E. coli 1 1 (100) M. tuberculosis 4 1 ( 25) Ræktaðist ekki 11 1 ( 9) Alls 134 26 (19,4) komu, en enginn hafði alvarlegan sjúkdóm fyrir veikindin. Dánartala af völduni pneumókokka var hærri (25,9%), en munur á dánartölu af völd- um annars vegar meningókokka og hins vegar pneumókokka þó ekki marktækur. Af þeim sjö sjúklingum sem létust af völdum pneumó- kokka höfðu fimm truflun á ónæmiskerfi, en ekki lágu nægjanlegar klínískar upplýsingar fyrir um hina. Tveir af þremur sem létust af völdum L. monocytogenes heilahimnubólgu höfðu bælt ónæmiskerfi. Dánartala sjúklinga með bælt ónæmiskerfi var há, 50% (sex af 12 sjúklingum létust) og mun hærri en hinna (p<0,01). Dánartala sjúk- linga eldri en 60 ára var 40% (14 af 35 sjúkling- um létust) og marktækt hærri en þeirra yngri sem var 12% (12 af 101, p<0,01). Umræða Eins og við var að búast reyndist N. meningi- tidis langalgengasta orsök heilahimnubólgu af völdum baktería hjá unglingum og fullorðnum hérlendis og olli 54% sýkinganna. Langflestir stofnanna voru af hjúpgerð B og C (88%) eins og áður hefur verið lýst (2). S. pneumoniae olli 20% sýkinganna. Hlutfallslegt nýgengi N. meningitidis var hæst (>90%) í yngsta aldurs- hópnum, en var um 25% hjá sjúklingum eldri en 45 ára, fyrst og fremst vegna hlutfallslegrar aukningar á nýgengi S. pneumoniae. Athygli vekur að í aldurshópnum 21-45 ára er N. men- ingtidis enn algengastur sýkla. Þetta stangast á við nýlega sambærilega rannsókn Durands og félaga við Massachusetts General Hospital í Boston í Bandaríkjunum (11). I könnun þeirra var tíðni þessara baktería mun lægri og ollu N. meningitidis, S. pneumoniae og H. influenzae einungis um 40% tilfella hjá 16 ára og eldri. Þar kom einnig fram að endurteknar sýkingar og spítalaheilahimnubólgur voru tiltölulega al-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.