Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 603 sem ekki fengu stera enda hafa þeir líklega verið mun veikari við komu. Gjöf dexameta- sóns hjá börnum með bakteríuheilahimnu- bólgu (langflest með sjúkdóm af völdum H. influenzaé) hefur leitt til minni tíðni fylgikvilla, sérstaklega heyrnarskerðingar (28,29). Ýmsir hafa því mælt með gjöf stera í heilahimnubólgu fullorðinna á sömu forsendum, og einnig þeim að við gjöf sýklalyfja og hratt bakteríudráp losni bakteríuhlutar (til dæmis frumuveggir pneumókokka og lípópólýsakkaríð H. influ- enzae) sem geti valdið mjög aukinni bólgusvör- un. Er einkum mælt með sterameðferð ef sýkl- ar sjást við Gramslitun mænuvökva eða ef sjúklingurinn hefur háan innanbastsþrýsting (30). Hins vegar hefur gjöf barkstera til handa fullorðnum í sýkingarlosti ekki breytt horfum og jafnvel aukið tfðni ofansýkinga (31,32). Ennfremur er ólíklegt og með öllu óvíst að starf nýrnahetta sé skert í blóðstorkusótt af völdum meningókokka eða annarra sýkla jafn- vel þó blæði í þær (Waterhouse-Friedrichsen syndrome). Dauði af völdum meningókokka- sýkingar er enda mun fremur tengdur yfir- þyrmandi alhliða sýkingu og losti (sepsis syn- drome, systemic inflammatory response syn- drome) en heilahimnubólgu sérstaklega. Ýmsir sjúklingar sem deyja úr bráðri blóðsýk- ingu af völdum meningókokka hafa til dæmis ekki náð því að fá heilahimnubólgu, svo hratt gengur sjúkdómurinn fyrir sig. A þeim for- sendum mæla því allþung rök gegn því að nota barkstera hjá fullorðnum sem grunaðir eru um heilahimnubólgu af völdum baktería, þó unnt hafi verið að sýna fram á gagn þeirra hjá börn- um með heilahimnubólgu af völdum H. influ- enzae. Dánartala reyndist vera tæplega 20% og breyttist ekki marktækt á tímabilinu. Dánar- tala af völdum meningókokka var um 16% og hliðstæð þeirri sem fram hefur komið í öðrum sambærilegum athugunum (1,11). Dánartala vegna pneumókokkasýkinga var um 26%, áþekkt því sem lýst hefur verið í öðrum könn- unum (11,33). Munur á meningókokkum og pneumókokkum að þessu leyti var þó ekki staðtölulega marktækur. Horfur voru verri hjá sjúklingum eldri en 60 ára og/eða með bælt ónæmiskerfi eins og komið hefur fram í öðrum rannsóknum (10,11,14), enda er dánartíðni hærri af völdum þeirra sýkla sem eru algeng- astir í þessum hópum. Samantekt Heilahimnubólga er allalgengur sjúkdómur hérlendis. Meðalnýgengi hjá unglingum og fullorðnum reyndist 3,8/100.000 á ári, en þó með verulegum sveiflum. Helstu sýklar sem ollu heilahimnubólgu hér á landi á árunum 1975-1994 voru N. meningitidis og S. pneu- moniae með samtals um 75% tilfella og hafði hlutfall þeirra lítið breyst á tímabilinu. Þriðja helsta orsök sjúkdómsins var L. monocytogen- es. Tveir sjúklingar sýktust innan veggja spít- ala, annar í kjölfar höfuðaðgerðar. Rúmlega þriðjungur sjúklinga var með grunnsjúkdóm sem mögulega átti aðild að sýkingunni. Dánar- tíðni var tæplega 20% á tímabilinu og breyttist lítið. Nú orðið er upphafsmeðferð við heila- himnubólgu oftast cefalósporín af þriðju kyn- slóð en var í byrjun tímabilsins penicillín. Þakkir Eftirtaldir fá bestu þakkir fyrir veitta aðstoð: Þeir læknar sem önnuðust sjúklingana, yfir- læknar, læknaritarar og starfsfólk skjalasafna þeirra sjúkrahúsa sem tóku þátt í rannsókninni og starfsfólk tölvuvers Landspítala. HEIMILDIR 1. Tunkel AR, Scheld WM. Acute meningitis. In: Mandell GL, Douglas RG, Dolin R, eds. Principals and Practice of Infectious Diseases. 4th ed. New York: Churchill Livingstone, 1995: 831-65. 2. Jónsdóttir KE, Arnórsson VH, Laxdal Þ, Jónsson B. Bakteriell meningit i Island 1960-1989. Nordisk Medicin 1990; 105: 257-9. 3. Swartz MN, Dodge PR. Bacterial meningitis-review of selected aspects. N Engl J Med 1965; 272: 725, 779, 842, 954,1003. 4. Fraser DW, Geil CC, Feldman RA. Bacterial meningitis in Bernalillo County, New Mexico: a comparison with three other American populations. Am J Epidemiol 1974; 100: 29-36. 5. Fraser DW, Henke CE, Feldman RA. Changing pat- terns of bacterial meningitis in Olmsted County, Minne- sota, 1935-1970. J Infect Dis 1973; 128: 300-6. 6. Lárusson G, Jónsdóttir KE. Meningitis purulenta. Læknablaðið 1963; 47: 16-28 7. Arnórsson VA. Meningitis bacterialis í börnum — 15 ára uppgjör. Læknablaðið 1974; 58: 197-217. 8. Karandanis D. Shulman JA. Recent study of infectious meningits in adults: review of laboratory fíndings in bacterial, tuberculous and aseptic meningitis. S Med J 1976; 69: 449-547. 9. Harris LF. Bacterial meningitis in adults: a community perspective. Alabama Med 1988; 58: 20-6. 10. Magnussen CR. Meningitis in adults. Ten years retro- spective analysis at a community hospital. NY State J Med 1980; 80: 901-6. 11. Durand ML, Calderwood SB, Weber DJ, Miller SI, Southwick FS, Caviness VS, et al. Acute bacterial men- ingitis in adults, a review of 493 episodes. N Engl J Med 1993; 328: 21-8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.