Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
603
sem ekki fengu stera enda hafa þeir líklega
verið mun veikari við komu. Gjöf dexameta-
sóns hjá börnum með bakteríuheilahimnu-
bólgu (langflest með sjúkdóm af völdum H.
influenzaé) hefur leitt til minni tíðni fylgikvilla,
sérstaklega heyrnarskerðingar (28,29). Ýmsir
hafa því mælt með gjöf stera í heilahimnubólgu
fullorðinna á sömu forsendum, og einnig þeim
að við gjöf sýklalyfja og hratt bakteríudráp
losni bakteríuhlutar (til dæmis frumuveggir
pneumókokka og lípópólýsakkaríð H. influ-
enzae) sem geti valdið mjög aukinni bólgusvör-
un. Er einkum mælt með sterameðferð ef sýkl-
ar sjást við Gramslitun mænuvökva eða ef
sjúklingurinn hefur háan innanbastsþrýsting
(30).
Hins vegar hefur gjöf barkstera til handa
fullorðnum í sýkingarlosti ekki breytt horfum
og jafnvel aukið tfðni ofansýkinga (31,32).
Ennfremur er ólíklegt og með öllu óvíst að
starf nýrnahetta sé skert í blóðstorkusótt af
völdum meningókokka eða annarra sýkla jafn-
vel þó blæði í þær (Waterhouse-Friedrichsen
syndrome). Dauði af völdum meningókokka-
sýkingar er enda mun fremur tengdur yfir-
þyrmandi alhliða sýkingu og losti (sepsis syn-
drome, systemic inflammatory response syn-
drome) en heilahimnubólgu sérstaklega.
Ýmsir sjúklingar sem deyja úr bráðri blóðsýk-
ingu af völdum meningókokka hafa til dæmis
ekki náð því að fá heilahimnubólgu, svo hratt
gengur sjúkdómurinn fyrir sig. A þeim for-
sendum mæla því allþung rök gegn því að nota
barkstera hjá fullorðnum sem grunaðir eru um
heilahimnubólgu af völdum baktería, þó unnt
hafi verið að sýna fram á gagn þeirra hjá börn-
um með heilahimnubólgu af völdum H. influ-
enzae.
Dánartala reyndist vera tæplega 20% og
breyttist ekki marktækt á tímabilinu. Dánar-
tala af völdum meningókokka var um 16% og
hliðstæð þeirri sem fram hefur komið í öðrum
sambærilegum athugunum (1,11). Dánartala
vegna pneumókokkasýkinga var um 26%,
áþekkt því sem lýst hefur verið í öðrum könn-
unum (11,33). Munur á meningókokkum og
pneumókokkum að þessu leyti var þó ekki
staðtölulega marktækur. Horfur voru verri hjá
sjúklingum eldri en 60 ára og/eða með bælt
ónæmiskerfi eins og komið hefur fram í öðrum
rannsóknum (10,11,14), enda er dánartíðni
hærri af völdum þeirra sýkla sem eru algeng-
astir í þessum hópum.
Samantekt
Heilahimnubólga er allalgengur sjúkdómur
hérlendis. Meðalnýgengi hjá unglingum og
fullorðnum reyndist 3,8/100.000 á ári, en þó
með verulegum sveiflum. Helstu sýklar sem
ollu heilahimnubólgu hér á landi á árunum
1975-1994 voru N. meningitidis og S. pneu-
moniae með samtals um 75% tilfella og hafði
hlutfall þeirra lítið breyst á tímabilinu. Þriðja
helsta orsök sjúkdómsins var L. monocytogen-
es. Tveir sjúklingar sýktust innan veggja spít-
ala, annar í kjölfar höfuðaðgerðar. Rúmlega
þriðjungur sjúklinga var með grunnsjúkdóm
sem mögulega átti aðild að sýkingunni. Dánar-
tíðni var tæplega 20% á tímabilinu og breyttist
lítið. Nú orðið er upphafsmeðferð við heila-
himnubólgu oftast cefalósporín af þriðju kyn-
slóð en var í byrjun tímabilsins penicillín.
Þakkir
Eftirtaldir fá bestu þakkir fyrir veitta aðstoð:
Þeir læknar sem önnuðust sjúklingana, yfir-
læknar, læknaritarar og starfsfólk skjalasafna
þeirra sjúkrahúsa sem tóku þátt í rannsókninni
og starfsfólk tölvuvers Landspítala.
HEIMILDIR
1. Tunkel AR, Scheld WM. Acute meningitis. In: Mandell
GL, Douglas RG, Dolin R, eds. Principals and Practice
of Infectious Diseases. 4th ed. New York: Churchill
Livingstone, 1995: 831-65.
2. Jónsdóttir KE, Arnórsson VH, Laxdal Þ, Jónsson B.
Bakteriell meningit i Island 1960-1989. Nordisk Medicin
1990; 105: 257-9.
3. Swartz MN, Dodge PR. Bacterial meningitis-review of
selected aspects. N Engl J Med 1965; 272: 725, 779, 842,
954,1003.
4. Fraser DW, Geil CC, Feldman RA. Bacterial meningitis
in Bernalillo County, New Mexico: a comparison with
three other American populations. Am J Epidemiol
1974; 100: 29-36.
5. Fraser DW, Henke CE, Feldman RA. Changing pat-
terns of bacterial meningitis in Olmsted County, Minne-
sota, 1935-1970. J Infect Dis 1973; 128: 300-6.
6. Lárusson G, Jónsdóttir KE. Meningitis purulenta.
Læknablaðið 1963; 47: 16-28
7. Arnórsson VA. Meningitis bacterialis í börnum — 15 ára
uppgjör. Læknablaðið 1974; 58: 197-217.
8. Karandanis D. Shulman JA. Recent study of infectious
meningits in adults: review of laboratory fíndings in
bacterial, tuberculous and aseptic meningitis. S Med J
1976; 69: 449-547.
9. Harris LF. Bacterial meningitis in adults: a community
perspective. Alabama Med 1988; 58: 20-6.
10. Magnussen CR. Meningitis in adults. Ten years retro-
spective analysis at a community hospital. NY State J
Med 1980; 80: 901-6.
11. Durand ML, Calderwood SB, Weber DJ, Miller SI,
Southwick FS, Caviness VS, et al. Acute bacterial men-
ingitis in adults, a review of 493 episodes. N Engl J Med
1993; 328: 21-8.