Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 607 næmis fyrir frjói hans fyrr en upp úr 1960 (3). Árið 1974 höfðu 3,8% Japana ofnæmi fyrir sedrusviði en 9,8% 10 árum síðar. í Englandi og Wales jókst tíðni frjónæmis (annual period prevalence) úr 5,1% 1955-56 í 19,7% 1981-82 (4). í Skotlandi var tíðni frjónæmis könnuð hjá átta til 13 ára börnum með 25 ára millibili, árin 1964 og 1989, og hafði hún hækkað á tímabilinu úr 3,2% í 11,9% (5). í Svíþjóð höfðu 4,4% nýliða í hernum of- næmiskvef 1971 en 8,4% 1981 (6). Þessar kann- anir benda ótvírætt til þess að tíðni ofnæmis hafi aukist. Þær niðurstöður sem hér eru kynntar, eru hluti af niðurstöðum úr rannsókn sem kennd er við Evrópusambandið og kallast The Europ- ean Community Respiratory Health Survey, eða Evrópukönnunin um lungu og heilsu. Rannsóknin var skipulögð með það fyrir aug- um að kanna tíðni astma, astmalíkra einkenna og auðreitni á sem flestum stöðum á jörðinni. Jafnframt að kanna hugsanlega áhættuþætti astma, þar með talið ofnæmi og orsakir þess. Um 50 rannsóknarstaðir í yfir 20 þjóðlöndum og fimm heimsálfum taka þátt í könnuninni, og hún er allsstaðar framkvæmd með nákvæmlega sömu aðferð (7). Könnuninni var skipt í tvo áfanga, og hafa niðurstöður úr fyrri hluta hennar hér á landi þegar verið birtar (8). Hér verður sagt frá þeim hluta seinni áfanga sem fjallar um ofnæmi. Efniviður og aðferðir Rannsóknarhópur: Til þátttöku í fyrri áfanga voru valin af handahófi 1800 konur og 1800 karlar á aldrinum 20-44 ára, búsett á svæðinu frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar. Aldursmörk- in voru ákveðin með það í huga að bráðaof- næmi er oftast komið fram á þessum aldri, en langvinnir teppusjúkdómar koma yfirleitt fram síðar á ævinni. Þátttökuhlutfallið var 84% (8). í seinni áfanga var 800 þátttakendum úr fyrri áfanga boðið til sérstakrar, víðtækrar rann- sóknar, sem framkvæmd var á Vífilsstaðaspít- ala árið 1991. Þessi hópur var valinn af handa- hófi meðal allra (3.600) sem voru í upphaflega úrtakinu. Tafla I sýnir úrtak og heimtur. Alls voru þátttakendur 570 (77%), sem er nokkuð lakara en í fyrri hlutanum, enda voru í úrtakinu einnig þeir sem höfnuðu þátttöku í fyrri hlut- anum eða fundust ekki. Nokkrir svöruðu sím- leiðis en færðust undan þátttöku í húðprófum og öðrum rannsóknum. Table I. Response rate of 800 randomly selected men and women. Responded 570 Refused 105 Moved away 56 Died 1 Untracked 68 Total number 800 Spurningalistar: Sömu spurningar voru lagð- ar fyrir þátttakendur á öllum rannsóknarstöð- unum. Auk þess voru séríslenskar spurningar sem áður höfðu verið notaðar til að kanna reykingar, einkenni af heyryki og tíðni mí- grens, húðsjúkdóma lyfjaofnæmis, svefntrufl- ana og fleira. Ofnœmisrannsóknir: Með pikkprófum voru prófaðir 12 ofnæmisvakar. Níu þeirra voru sameiginlegir hjá öllum rannsóknarstöðunum: Vallarfoxgras, kettir, rykmaurar, birki, mygla (Cladosporium, Alternaria) og erlendar gróð- urtegundir (oliva, parietaria, common rag- weed). Þrír ofnæmisvakar voru eftir frjálsu vali; hér á landi hundar, hestar og heymaurar. Auk húðprófa með ofnæmisvökum var prófað með neikvæðri og jákvæðri viðmiðun. Við húðprófin voru notaðar sérstakar lensur (Phazets) frá Pharmacia í Uppsölum (9). Þær voru með áföstum ofnæmisvökum á oddunum. Við prófun vegna heymaura var þó notuð glýs- erínlausn frá Allergologisk laboratorium í Danmörku. Dropi af lausninni var settur á húðina og pikkað gegnum hann. Lensur fyrir neikvæða viðmiðun voru með hreina odda, en lensur fyrir jákvæða viðmiðun voru með hista- mín á oddunum. Allar lensur sem notaðar voru við húðprófin, voru eins að gerð og lögun. Tveir reyndir hjúkrunarfræðingar fram- kvæmdu húðprófin. Þeir höfðu fengið þjálfun í að samræma vinnubrögð sín vinnubrögðum á öðrum rannsóknarstöðum í Evrópukönnun- inni. Auk þess komu tveir eftirlitsaðilar frá stjórnendum könnunarinnar í London til að fylgjast með framkvæmd hennar hérlendis. Lesið var af prófunum eftir 15 mínútur. Línur voru dregnar með sérstökum penna kringum hveija húðsvörun (wheal reaction) og hún færð yfir á sérstakt eyðublað með glæru límbandi. Lengsti ás svörunar (a) og hornrétt lína á hann (b) voru mæld í mm en stærð neikvæðrar við- miðunar dregin frá. Þannig var endanleg stærð húðsvörunar fundin. I niðurstöðum úr Evrópukönnuninni hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.