Læknablaðið - 15.08.1995, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
609
hjá 8,5%, kettir hjá 7,6%, hundar hjá 6,3%,
rykmaurar hjá 6,1%, heymaurar hjá 3,2% og
birki hjá 3% (tafla II). Aðrir ofnæmisvakar
voru jákvæðir hjá 1% eða færri. I heildina
höfðu 110 einstaklingar (20,5%) eitthvert of-
næmi; 60 einstaklingar (11,2%) höfðu jákvæð
húðpróf vegna eins eða fleiri dýra og 57
(10,6%) höfðu ofnæmi fyrir vallarfoxgrasi og/
eða birki. Fylgni var sterk milli dýraofnæmis
annars vegar og frjónæmis hins vegar
(p=0,0001).
Enginn marktækur munur var á stærð hista-
mínsvara eftir aldri. Þær voru stærstar í aldurs-
hópnum 40-44 ára (6,2 mm) en minnstar í
aldurshópnum 30-34 ára (5,8 mm). Ekki var
heldur marktækur munur á histamínsvörum
þeirra sem höfðu reykt og hinna sem aldrei
höfðu reykt.
Aldurs- og kyndreifing ofnœmis: Ofnæmi var
jafn algengt hjá báðum kynjum; 20,1% hjá
körlum og 20,9% hjá konum (p=0,82) (tafla
III). Meðal karla var ofnæmi algengast í ald-
urshópnum 25-29 ára, en meðal kvenna í ald-
urshópnum 20-24 ára. Þegar bæði kynin voru
skoðuð saman var tíðni ofnæmis hæst í aldurs-
hópnum 20-24 ára og fór síðan lækkandi með
aldrinum, en sá munur var þó ekki marktækur.
Samanburður á húðprófum og RAST: I töflu
IV eru bornar saman niðurstöður úr húðpróf-
um og RAST prófum vegna vallarfoxgrass,
katta, rykmaura, birkis og myglu. RAST gildi
<0,35 ku/1 svarar til RAST hóps 0, gildi milli
0,35-0,69 ku/1 svara til RAST hóps 1 og gildi
3=0,7 ku/1 svara til RAST hóps 2 eða meira.
Þegar jákvæð RAST próf eru miðuð við
&0,35 ku/1, þá voru 62 (11,9%) jákvæðir fyrir
vallarfoxgrasi, 39 (7,5%) fyrir köttum, 48
Table V. Sensitivity and specificity of RAST tests to five
allergens in relation to prick tests. Prick tests of 2=3 mtn and
RAST tests of 2=0.35 ku/l are considered positive.
Allergen Sensitivity % Specificity %
Timothy 89 95
Cat 68 98
D. pteronyssinus 70 95
Birch 56 96
Cladosporium 17 94
(9,2%) fyrir rykmaurum, 31 (5,9%) fyrir birki
og 34 (6,5%) fyrir myglu.
í töflu V hefur næmi og sértæki RAST prófa
verið reiknað miðað við jákvætt húðpróf.
Bráðaofnœmi — áhœttuþœttir: Tafla VI sýnir
samband ofnæmis og nokkurra hugsanlegra
áhættuþátta. Spurt var um astma og ofnæmi
hjá foreldrum; tíðni öndunarfærasýkinga í
æsku, aðstæður á fyrstu árum ævinnar svo sem
vist á barnaheimili og hvort þátttakandinn
deildi herbergi með öðrum. Þá var spurt um
reykingar þátttakenda og foreldra þeirra og
dýrahald á heimilinu á þeim tíma sem rann-
sóknin fór fram. Hlutfallslega fleiri með of-
næmi en án ofnæmis áttu móður með ofnæmi,
og var sá munur marktækur. Hins vegar höfðu
marktækt fleiri án ofnæmis en með ofnæmi
reykt. Ekki fannst marktækt samband milli of-
næmis og annarra atriða sem könnuð voru.
í töflu VII var athugað samband ofnæmis við
dýrahald á heimilum þátttakenda í æsku.
Marktækt samband fannst ekki. í töflunni eru
líka upplýsingar um tómstunda- og gæludýra-
hald á Islandi. í dálki tvö sést að 40% þátttak-
enda höfðu ketti, 35% fugla, 26% hunda, en
önnur dýr voru sjaldgæfari.
Samband milli pelsdýra á æskuheimilum og
Table VI. Some possible riskfaclors for atopy.
Possible riskfactors: Atopy negative N: YesAotal (%) Atopy positive N: Yes/total (%) P-value
Mother ever with asthma 29/403 (7.2) 4/105 (3.8) 0.41
Mother ever with allergy 88/355 (24.8) 38/96 (39.6) <0.01
Father ever with asthma 28/388 (7.2) 7/99 (7.1) 0.96
Father ever with allergy 73/351 (20.8) 16/87 (18.4) 0.67
Bronchitis/pneumonia before 5 y of age 53/410 (12.9) 8/101 (7.9) 0.07
Sharing bedroom before 5 y of age 220/421 (52.3) 54/110 (49.1) 0.38
Playschool/nursery before 5 y of age 108/408 (26.5) 37/108 (34.3) 0.27
Cat in the household 52/427 (12.2) 16/110 (14.6) 0.51
Dog in the household 20/427 (4.7) 10/110 (9.1) 0.07
Birds in the household 36/427 (8.4) 12/110 (10.9) 0.42
Smoking now or before 278/427 (65.1) 58/110 (52.7) <0.02
Mother smoking 178/427 (41.7) 49/110 (44.5) 0.59
Father smoking 254/427 (59.5) 66/110 (60.0) 0.92