Læknablaðið - 15.08.1995, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
611
Væntanlega má fá svar við þessum spurningum
þegar niðurstöður frá hinum ýmsu rannsóknar-
stöðum Evrópukönnunarinnar verða kannað-
ar sameiginlega.
í okkar könnun voru hlutfallslega fleiri reyk-
ingamenn meðal þeirra sem ekki höfðu of-
næmi. Hvernig ber að túlka þetta? Varla á
þann veg að reykingar veiti vernd gegn of-
næmi. Ofnæmiseinkenni byrjar oftast hjá börn-
um og unglingum og í íslenskri könnun höfðu
65% fengið fyrstu einkenni við 15 ára aldur
(18). í sömu könnun var tóbaksreykur það ár-
eiti sem oftast olli óþægindum. Það er því
sennilegt að ofnæmiseinkenni snemma á æv-
inni eigi þátt í að forða sjúklingnum frá tóbaks-
notkun.
I okkar könnun voru reykingar foreldra á
æskuárum þátttakenda ekki áhættuþáttur.
Áður hafa birst misvísandi niðurstöður um
þetta efni. Ein könnun sýndi að reykingar for-
eldra voru áhættuþáttur hjá drengjum (19),
önnur að reykingar mæðranna voru áhættu-
þáttur (20) og í þeirri þriðju fannst ekkert sam-
band milli reykinga foreldra og ofnæmis hjá
börnunum (21).
Niðurstöður úr Evrópukönnuninni frá öðr-
um löndum hafa ennþá ekki birst í tímaritum
svo okkur sé kunnugt. Hins vegar hafa nokkrar
niðurstöður verið birtar á þingum. Bráða-
birgðaniðurstöður úr RAST prófum frá 32
stöðum voru eftirfarandi: Mesta tíðni jákvæðra
prófa víðvíkjandi vallarfoxgrasi var 35%,
minnsta tíðni 8% en meðaltíðni 19%. Mesta
tíðni vegna katta var 15%, minnsta tíðni 3% en
meðal tíðni 9%. Mesta tíðni vegna rykmaura
var 25%, minnsta tíðni 7% en meðaltíðni 21%
(22). Þannig sést að tíðni jákvæðra RAST
prófa fyrir vallarfoxgrasi og rykmaurum hér-
lendis var með því lægsta sem gerist, en vegna
katta álíka há og annars staðar.
í Svíþjóð var Evrópukönnunin framkvæmd
á þremur stöðum. Tíðni ofnæmis var þar um
helmingi hærri en hér á landi, nema vegna
birkis um fimm sinnum hærri (23).
Einnig má nefna niðurstöður frá Antwerp-
en, þar sem rykmauraofnæmi var 27% í mið-
borginni en 17% í úthverfi (24), og frá Ástralíu
þar sem tíðni ofnæmis mældist 50% (25).
Ef miðað er við þessar fáu niðurstöður, sem
þegar hafa birst úr Evrópukönnuninni, er tíðni
ofnæmis lág á íslandi. Áð einhverju leyti má
skýra það með einhæfu gróðurfari og litlu frjó-
magni í andrúmsloftinu og að rykmauraof-
næmi er fátítt á íslandi miðað við önnur lönd,
ef mið er tekið af niðurstöðum RAST prófa í
Evrópukönnuninni. Skýringar á því eru ekki
handbærar, en lágt rakastig í húsum er álitið
draga úr viðkomu mauranna og gæti verið or-
sökin (26).
Ekkert mat verður laj>t á það hvort tíðni
ofnæmis fari vaxandi á Islandi, enda ekki til
sambærilegar eldri kannanir. Rannsóknin mun
fyrst og fremst sýna stöðu okkar gagnvart öðr-
um þjóðum, þegar fleiri niðurstöður verða
birtar úr Evrópukönnuninni. Auk þess leggur
hún grunn að samanburðarrannsóknum á of-
næmi og sjúkdómum þeim tengdum í framtíð-
inni.
Þakkir
Höfundar færa eftirtöldum aðilum bestu
þakkir fyrir fjárstuðning við rannsóknina:
Heilbrigðisráðuneytinu, Vísindaráði og SÍBS.
HEIMILDIR
1. Gíslason D. Astmi-bráðaofnæmi: Vaxandi heilbrigðis-
vandamál? Læknablaðið 1991; 77: 349-56 .
2. Wiithrich B. In Switzerland pollinosis has really in-
creased in the last decade. ACI News 1991; 3/2: 41-4.
3. Miyamoto T, Takafuji S, Suzuki S, Tadokoro K, Mura-
naka M. Allergy and changing environment — industrial
/urbanpollution. Progress in Allergy Clinical Immunol-
ogy. Toronto: Hogrefe & Huber Publisher, 1989: 265-
70.
4. Flemning DM, Crombie DL. Prevalence of asthma and
hay fever in England and Wales. Br Med J 1987; 294:
279-83.
5. Ninan TK, Russel G. Respiratory symptoms and atopy
in Aberdeen Schoolchildren: Evidence from two surveys
25 years apart. Br Med J 1992; 304: 873-5.
6. Áberg N. Asthma and aUergic rhinitis in Swedish con-
scripts. Clin Experim Allergy 1989; 19: 59-63.
7. Burney PGJ, Luczynska C, Chinn S, Jarvis D. The
European Community Respiratory Health Survey. Eur
Respir J 1994: 7; 954-60.
8. Gíslason Th, Gíslason D, Blöndal Th, Helgason H,
Rafnsson V. Öndunarfæraeinkenni íslendinga á aldri-
num 20-44 ára. Læknablaðið 1993; 79: 343-7.
9. Belin L, Dreborg S, Einarsson R, Halvorsen R, Hol-
gersson M, Lund B, et al. Phazet — a new type of skin
prick test: Caiibration and stability. Allergy 1985; 40/
Suppl 4: 60-3.
10. Leimgruber A, Mosimann B, Claeys M, Seppey M,
Jaccard Y, Aubert V, et al. Clinical evaluation of a new
in-vitro assay for specific IgE, the Immuno CAP System.
Clin Experim Allergy 1991; 21: 127-31.
11. Freidhoff LR. Epidemiology of atopic allergy. In: Ge-
netic and Environmental Factors in Clinical AUergy.
Minneapolis: University of Minnesota Press, 1990.
12. Cookson W, Young R, Sandford A, Moffat M, Shiraka-
wa T, Sharp P, et al. Maternal influence of atopic IgE
responses on chromosome llq. Lancet 1992; 340: 381-4.
13. Collof MJ, Ayres J, Carswell F, Howarth P, Merett T,
Mitchell E, et al. The control of allergens of dust mites
and domestic pets: a position paper. Clin Exp AUergy
1992; 22/Suppl. 2: 1-28.