Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 35
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 611 Væntanlega má fá svar við þessum spurningum þegar niðurstöður frá hinum ýmsu rannsóknar- stöðum Evrópukönnunarinnar verða kannað- ar sameiginlega. í okkar könnun voru hlutfallslega fleiri reyk- ingamenn meðal þeirra sem ekki höfðu of- næmi. Hvernig ber að túlka þetta? Varla á þann veg að reykingar veiti vernd gegn of- næmi. Ofnæmiseinkenni byrjar oftast hjá börn- um og unglingum og í íslenskri könnun höfðu 65% fengið fyrstu einkenni við 15 ára aldur (18). í sömu könnun var tóbaksreykur það ár- eiti sem oftast olli óþægindum. Það er því sennilegt að ofnæmiseinkenni snemma á æv- inni eigi þátt í að forða sjúklingnum frá tóbaks- notkun. I okkar könnun voru reykingar foreldra á æskuárum þátttakenda ekki áhættuþáttur. Áður hafa birst misvísandi niðurstöður um þetta efni. Ein könnun sýndi að reykingar for- eldra voru áhættuþáttur hjá drengjum (19), önnur að reykingar mæðranna voru áhættu- þáttur (20) og í þeirri þriðju fannst ekkert sam- band milli reykinga foreldra og ofnæmis hjá börnunum (21). Niðurstöður úr Evrópukönnuninni frá öðr- um löndum hafa ennþá ekki birst í tímaritum svo okkur sé kunnugt. Hins vegar hafa nokkrar niðurstöður verið birtar á þingum. Bráða- birgðaniðurstöður úr RAST prófum frá 32 stöðum voru eftirfarandi: Mesta tíðni jákvæðra prófa víðvíkjandi vallarfoxgrasi var 35%, minnsta tíðni 8% en meðaltíðni 19%. Mesta tíðni vegna katta var 15%, minnsta tíðni 3% en meðal tíðni 9%. Mesta tíðni vegna rykmaura var 25%, minnsta tíðni 7% en meðaltíðni 21% (22). Þannig sést að tíðni jákvæðra RAST prófa fyrir vallarfoxgrasi og rykmaurum hér- lendis var með því lægsta sem gerist, en vegna katta álíka há og annars staðar. í Svíþjóð var Evrópukönnunin framkvæmd á þremur stöðum. Tíðni ofnæmis var þar um helmingi hærri en hér á landi, nema vegna birkis um fimm sinnum hærri (23). Einnig má nefna niðurstöður frá Antwerp- en, þar sem rykmauraofnæmi var 27% í mið- borginni en 17% í úthverfi (24), og frá Ástralíu þar sem tíðni ofnæmis mældist 50% (25). Ef miðað er við þessar fáu niðurstöður, sem þegar hafa birst úr Evrópukönnuninni, er tíðni ofnæmis lág á íslandi. Áð einhverju leyti má skýra það með einhæfu gróðurfari og litlu frjó- magni í andrúmsloftinu og að rykmauraof- næmi er fátítt á íslandi miðað við önnur lönd, ef mið er tekið af niðurstöðum RAST prófa í Evrópukönnuninni. Skýringar á því eru ekki handbærar, en lágt rakastig í húsum er álitið draga úr viðkomu mauranna og gæti verið or- sökin (26). Ekkert mat verður laj>t á það hvort tíðni ofnæmis fari vaxandi á Islandi, enda ekki til sambærilegar eldri kannanir. Rannsóknin mun fyrst og fremst sýna stöðu okkar gagnvart öðr- um þjóðum, þegar fleiri niðurstöður verða birtar úr Evrópukönnuninni. Auk þess leggur hún grunn að samanburðarrannsóknum á of- næmi og sjúkdómum þeim tengdum í framtíð- inni. Þakkir Höfundar færa eftirtöldum aðilum bestu þakkir fyrir fjárstuðning við rannsóknina: Heilbrigðisráðuneytinu, Vísindaráði og SÍBS. HEIMILDIR 1. Gíslason D. Astmi-bráðaofnæmi: Vaxandi heilbrigðis- vandamál? Læknablaðið 1991; 77: 349-56 . 2. Wiithrich B. In Switzerland pollinosis has really in- creased in the last decade. ACI News 1991; 3/2: 41-4. 3. Miyamoto T, Takafuji S, Suzuki S, Tadokoro K, Mura- naka M. Allergy and changing environment — industrial /urbanpollution. Progress in Allergy Clinical Immunol- ogy. Toronto: Hogrefe & Huber Publisher, 1989: 265- 70. 4. Flemning DM, Crombie DL. Prevalence of asthma and hay fever in England and Wales. Br Med J 1987; 294: 279-83. 5. Ninan TK, Russel G. Respiratory symptoms and atopy in Aberdeen Schoolchildren: Evidence from two surveys 25 years apart. Br Med J 1992; 304: 873-5. 6. Áberg N. Asthma and aUergic rhinitis in Swedish con- scripts. Clin Experim Allergy 1989; 19: 59-63. 7. Burney PGJ, Luczynska C, Chinn S, Jarvis D. The European Community Respiratory Health Survey. Eur Respir J 1994: 7; 954-60. 8. Gíslason Th, Gíslason D, Blöndal Th, Helgason H, Rafnsson V. Öndunarfæraeinkenni íslendinga á aldri- num 20-44 ára. Læknablaðið 1993; 79: 343-7. 9. Belin L, Dreborg S, Einarsson R, Halvorsen R, Hol- gersson M, Lund B, et al. Phazet — a new type of skin prick test: Caiibration and stability. Allergy 1985; 40/ Suppl 4: 60-3. 10. Leimgruber A, Mosimann B, Claeys M, Seppey M, Jaccard Y, Aubert V, et al. Clinical evaluation of a new in-vitro assay for specific IgE, the Immuno CAP System. Clin Experim Allergy 1991; 21: 127-31. 11. Freidhoff LR. Epidemiology of atopic allergy. In: Ge- netic and Environmental Factors in Clinical AUergy. Minneapolis: University of Minnesota Press, 1990. 12. Cookson W, Young R, Sandford A, Moffat M, Shiraka- wa T, Sharp P, et al. Maternal influence of atopic IgE responses on chromosome llq. Lancet 1992; 340: 381-4. 13. Collof MJ, Ayres J, Carswell F, Howarth P, Merett T, Mitchell E, et al. The control of allergens of dust mites and domestic pets: a position paper. Clin Exp AUergy 1992; 22/Suppl. 2: 1-28.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.