Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1995, Side 47

Læknablaðið - 15.08.1995, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 621 Aðalfundur Læknafélags íslands Aðalfundur Læknafélags íslands 1995 verður haldinn 29. og 30. september næstkomandi í húsnæði læknasamtakanna að Hlíðasmára 8 og hefst hann kl. 13:30 fyrri daginn. Samkvæmt 7. grein laga félagsins er öllum félögum Læknafé- lags íslands frjálst að sitja aðalfund með málfrelsi og tillögurétti. Að öðru leyti vísast til III. kafla laga Læknafélags íslands um aðalfund. (Sjá Læknablaðið 1. tbl. 1995) Stjórn Læknafélags íslands í þessum hópi má þannig sjá fulltrúa ungra og eldri lækna, marga formenn sérgreinafélaga og fulltrúa heimilis- og heilsu- gæslulækna. Að auki verða for- menn mikilvægra nefnda full- trúar á fundinum, svo sem samninganefnda og fræðslu- nefnda auk aðila úr stjórn LR, núverandi og fyrrverandi. A aðalfundi LI sem haldinn var á Húsavík í ágúst 1994 voru bornar fram af fulltrúum LR nokkrar mjög mikilvægar álykt- unartillögur sem samþykktar voru á fundinum. Var meðal annars samþykkt ályktun um að gert yrði ráð fyrir sjálfstæðri starfsemi sérfræðinga og hún skilgreind í Heilbrigðisáætlun fslands. Pá var samþykkt álykt- un um nauðsyn þess að fjölga bæri kennurum við læknadeild HÍ. Samþykkt var áskorun til yfirvalda um að gæta þess, að fjármagnið í sjúkrahúsþjónustu landsmanna yrði sem best nýtt og mótmælt viðvarandi fjár- svelti stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Þá var samþykkt ályktun er fjallaði um bótarétt sjúklinga og tryggingar lækna, sem brýnt er að læknasamtökin móti stefnu um. Fimmta álykt- unin frá LR laut að mikilvægi betra eftirlits og skipulags smit- varna í landinu. Það getur tekið læknasam- tökin nokkur ár að vinna sum- um þessum málum brautar- gengi innan kerfisins. Það er ekki markmið í sjálfu sér að kaf- færa stjórn LÍ með ályktunum en jafnframt er ljóst að læknar verða að nota heildarsamtök sín til að vinna að brýnustu hags- munamálum sínum. Aðalfund- arfulltrúar verða boðaðir á und- irbúningsfund í ágústmánuði enda þurfa ályktunartillögur að hafa borist stjórn LÍ fjórum vik- um fyrir aðalfund. Gestur Þorgeirsson

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.