Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 49

Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 623 Þorgils skarði, eins og hann birtist í hugskoti Sigurðar V. Sigurjóns- sonar Iæknis. er svo lýst í sögunni. „Porgils var vœnn yfirlits, herðimikill og gervilegur, hvítur á hár og hör- und, eygður manna best, mið- mjór og herðibreiður, þunnt hár ogfór vel. Hann var hraustur og harðgerr, syndur vel og hinn mesti harðfari í hvívetna, fá- mæltur og fastheitinn. Hvort sem hann hét góðu eða illu, þá var hann ör í að efna. í efri vör var skarð það, er hann var alinn með, því var hann kallaður Þorgils skarði“. Síðar segir um skaplyndi Þorgilsar, að hann var heldur illur viðurskiptis og vandlynd- ur. Sálfræðingum mundi ekki verða skotaskuld úr því að skýra þessa skapbresti útfrá andlits- lýtum hans, þó geðprýði hafi ekki verið höfuðeiginleiki með frændum hans Sturlungum. Árið 1244 ræðst Þorgils til ut- anferðar, að hætti höfðingja- sona þeirra tíma og svo undar- lega vill til að sá maður, sem ræður fyrir skipinu heitir Eirík- ur skarði og var norrænn (norskur) maður. Sagan segir okkur ekki hvort hann hafði líka skarð, þó það sé ekki ólík- legt. Þaðan af síður segir hún okkur hvort skarðið hafi verið meðfætt eða áunnið, viðgert eða óviðgert. Eiríkur skarði býður Þorgilsi vetursetu með sér, þegar til Noregs kemur, en hann er stórbokki og vill aðeins vera með bestu mönnum. Eirík- ur kemur honum þá fyrir hjá manni sem Brynjólfur hét og var talinn ríkastur maður í Sogni. Hjá honum naut Þorgils talsverðrar virðingar fyrir sakir frænda sinna, en mildaðist lítið í skapi, svipaði (barði) svein þann er honum var fenginn til þjónustu, og þótti vondur við vín, en mikill gleðskapur var hjá Brynjólfi bónda og drykkjur stórar. Þorgils var á 18. ári, og lítt sprottin grön, þegar hann byrjar Noregsvist sína. Það mundi í dag varða við lög að veita honum áfenga drykki, en þá höfðu menn ekki fundið upp unglingavandamálin. Að veturvistinni lokinni kem- ur Brynjólfur Þorgilsi á fram- færi við Hákon konung gamla, en áður en hann kemur á kon- ungs fund hafði konungur séð hann og spurt um hann með þessum orðum. „Myndi þessi maður vera með þér ígœr, er við fundumst, mikill maður og drengilegur, fríður og bragð- mikill og á lýti mikil í andliti og svo ungur, að eigi mun grön sprottin?" Um þessar mundir var Hákon að sölsa ísland undir norsku krúnuna og notaði til þess allar aðferðir sem höfðingj- ar allra alda hafa notað, svo sem blíðmæli, mútur og hótanir, en uppáhalds aðferð hans var að lokka til sín höfðingja og höfð- ingjasyni og lofa þeim gulli og völdum, ef þeir gengju erinda hans, en afarkostum ella, og ís- lenskir voru þá eins og nú gin- keyptir fyrir blíðmælum þjóð- höfðingja hvort sem þau koma frá Bergen eða Brussel. Svo fer að Þorgils gerist hirð- maður Hákonar. Árið 1246 kemur frændi hans Þórður kak- ali til Noregs á fund Hákonar og sagan heldur áfram. „ Og einn dag, er þeir drukku í konungsherbergi mœlti konung- ur til Þórðar: „Hvílœturþú ekki gera að lýti lians frœnda þíns?“ Hann svarar: „Þar þurfum við herra að njóta þinna ráða, en ég vil eigifé til spara efþér œtlið að megi að gera. “ Konungur mælti: „Það ætla ég að megi að gera, “ og nefndi til lækni þann er Vilhjálmur hét. Var þá leitað að lækninum og urðu þeir kaupsáttir. Gerði hann með konungs ráði að. Sat konungur sjálfur hjá. Þóttust menn sjá að þetta var mikil þrekraun en Þorgils þoldi það vel. Gréri sárið svo að Þorgils var maður lýtalaus og var nú maður fegri yfirlits en áður.“ Sagnfræðingur sem les þenn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.