Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Síða 52

Læknablaðið - 15.08.1995, Síða 52
626 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Nýr gjaldskrársamningur heilsugæslulækna Þann 15. júní síðastliðinn var undirritaður nýr samn- ingur um gjaldskrá lieilsu- gæslulækna. Hann var bor- inn undir heilsugæslulækna í bréflegri atkvæðagreiðslu og samþykktur með 76 atkvæð- um gegn 14. Helstu breytingar eru hækkun á einingarverði úr 34,02 kr. í 35,00 kr. Viðtal hækkar um eina einingu og vitjanir um þrjár einingar. Pá kemur hækkun á ferða- og biðtíma. Auk þessa koma aðrar smávægilegar breyt- ingar og afsláttarmörk eru hert. Röntgentaxti helst óbreyttur og er hinn sami og fyrir aðra. Innheimta fyrir vottorð helst óbreytt og er samkvæmt reglugerð.. Alls er hækkunin um 9,9% og fæst öll strax. Samingurinn er bundinn út næsta ár. Björn Guðmundsson, formaður samninganefndar Röntgengeislinn 100 ára I ár er þess víða minnst að 100 ár eru liðin frá því Wilhelm Konrad Röntgen uppgötvaði geilsann sem við hann er kennd- ur. Á hausti komanda mun Læknablaðið minnast þessa í samvinnu við Félag íslenskra röntgenlækna og helga upp- götvun Röntgens fræðilegan hluta eins tölublaðs. Hér til hliðar er mynd af minningarskildi þeim um dr. Gunnlaug Claessen, sem af- hjúpaður var 6. mars 1994 á Hverfisgötu 12 í Reykjavík. Þar hóf dr. Gunnlaugur Claessen starf sitt sem upphafsmaður klínískrar röntgengreiningar og geilsalækninga á íslandi fyrir hartnær 80 ár. -bþ- Ljósm.: Lbl.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.