Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 629 Lyfjamál 40 Frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti og landlækni I Lyfjamálum 39 í síðasta Læknablaði var fjallað um nýja reglugerð um (20.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla, af- greiðslu þeirra og merkingu, sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn og nýja reglugerð um greiðslur almanna- trygginga á lyfjakostnaði, nr. 327/ 1995, sem tekur gildi 1. ágúst 1995. Aðalatriði í þeirri fyrri er, að svokallað R/S merkingakerfi á lyfseðlum er afnumið og í staðinn kemur ákvæði um „að vilji útgef- andi ekki heimila breytingu í ann- að samsvarandi samheitalyf skal hann skrifa R með hring utan um fyrir aftan heiti lyfsins. Skrifi út- gefandi ekki R með hring utan um fyrir aftan heiti lyfsins er lyfja- frœðingi heimilt að breyta ávísun lœknis íannað sérlyf (samheitalyf) í sama lyfjaformi, styrkleika og sambœrilegu magni, óski sjúk- lingur þess. Lyfjafrœðingi er skylt að upplýsa sjúkling um val milli samsvarandi samheitalyfjapakkn- inga sé ávísað á slík lyf og verð- munur er meiri en 5% frá verði ódýrustu samheitalyfjapakkning- ar í viðmiðunarverðskrá, sem gef- in er út af Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Útgefandi lyfseðils getur heimilað lyfjafrœð- ingi símleiðis að breyta R-merk- ingu. í þeim dlfellum skal stimpla lyfseðilinn með stimplinum: „Lyf- seðlinum breytt í samráði við lœkni. ““ I síðari reglugerðinni er aðal- breytingin frá fyrri reglugerð sú, að nú miðast endurgreiðsla al- mannatrygginga á lyfjum að há- marki við viðmiðunarverð, þar sem það á við, en annars við gild- andi smásöluverð. I þeim tilfell- um sem smásöluverð þess lyfs, sem ávísað er, er hærra en við- miðunarverð lyfs í sama lækn- ingaflokki (það er samheitalyf), greiðir sjúkratryggður þann auka- kostnað sem til fellur. Trygginga- stofnun ríkisins greiðir það sem vantar á fullt smásöluverð eða viðmiðunarverð. Önnur nýmæli í greiðslureglu- gerðinni eru eftirfarandi: 1. í 1. gr. staflið d. Sveppalyf (ATC-fl. J02), bætast við þau lyf, þar sem ávísað hámarksmagn miðast við mest 30 daga notkun og í sömu grein er fellt niður ákvæði í fyrri reglugerð um að Tryggingastofnun ríkisins sé heimilt að tilgreina á undanþágu- skírteini ódýrasta lyf viðkomandi lyfjaflokks, enda er það háð vali sjúklings hvað varðar samheita- iyf. 2. I 2. gr. eru felld niður vasó- pressín og skyld lyf (ATC-fl. H01BA), úr hópi lyfja, sem áður voru greidd að fullu af Trygginga- stofnun ríkisins. 3. f 3. gr. hefur ATC-flokkun kalsíumblokkara verið breytt úr C02DE f C08 í samræmi við breyt- ingar á ATC kerfinu hjá WHO. 4. í 5. gr. staflið b. hefur verið bætt við það sem fyrir var og ekki er greitt af Tryggingastofnun rík- isins: Umbúðir (ATC-fl. D09) og lyf til útvortis notkunar við bólum (ATC-fl. D10A). 5. í 6. gr. eru 5. og 6. liður nýir og koma ístað 8. gr. ífyrri reglugerð. Þarna er fjallað um afgreiðslu sjúkrahúsapóteka á lyfjum sem hafa afgreiðslumerkingu “S“ í lyfjaskrám og um óskráð sérlyf, sem flutt eru inn samkvæmt und- anþágu og eingöngu eru notuð á sjúkrahúsum. 6. Athygli er sérstaklega vakin á 2. mgr.,7. gr. þar sem segir: „Tryggingastofnun ríkisins tekur ákvörðun um greiðsluþátttöku í undanþágulyfjum á grundvelli umsóknar, þar sem fram komi verð lyfsins, ástœða fyrir ósk lœknis um notkun lyfsins og hvers vegna ekki er í viðkomandi tilfelli unnt að nota skráð lyf eða lyf framleitt sem forskriftarlyf lœknis í apóteki". Umsóknareyðublöð fyrir undanþágu fást hjá Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Á því eru reitir til útfyll- ingar, þar sem ofangreind atriði skulu koma fram. Því miður hefur verið mikill misbrestur á því að þessi atriði séu tilgreind á um- sóknum. Fyrirspurnir hafa borist um hvað skuli gera ef sjúkratryggður vill fá afgreitt ódýrasta samheita- lyf og það er ófáanlegt. Ráðu- neytið telur að Tryggingastofnun ríkisins sé heimilt að beita þeirri vinnureglu að taka þátt í umfram- kostnaði sjúklinga í slíkum tilvik- um, enda sé staðfest hjá viðkom- andi heildsölu að umrætt ódýrasta lyf hafi ekki verið fáanlegt á þeim tíma sem reynt var að fá lyfið af- greitt í apóteki. Sé ávísað lyfi sem er á viðmiðunarverðlista og apó- tekinu tekst ekki að útvega ódýr- asta samsvarandi samheitalyf frá viðkomandi lyfjaheildsölu er apótekinu heimilt að beita þeim almennu reglum, sem gilda um greiðsluþátttöku lyfja sem eru ekki á viðmiðunarverðlista, sam- anber reglugerð um greiðslur al- mannatrygginga í lyfjakostnaði nr. 327/1995. Tryggingastofnun ríkisins mun í þeim tilvikum end- urgreiða apótekinu útlagðan kostnað vegna afgreiðslu dýrara samheitalyfs, enda fylgi lyfseðlin- um, sem apótekið sendir stofnun- inni, staðfesting frá lyfjaheildsölu um að viðkomandi ódýrasta sam- heitalyf hafi ekki verið fáanlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.