Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 58
630
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Pétur Pétursson
Greinargerð heimilislæknis
um félagsstarf lækna
Á liðnum vetri hafa skiptar
skoðanir íslenzkra lækna á
ágæti tilvísanaskyldu komið
nokkru róti á hugi manna og
vakið áleitnar spurningar meðal
heimilislækna um félagslega
stöðu sína innan Læknafélags
Islands. Hér er um gamalt
ágreiningsefni að ræða, sem síð-
asta aldarfjórðunginn hefur
eitrað samskipti heimilislækna
og sérgreinalækna og gert allt
félagsstarf læknasamtakanna
þvingað, því menn hafa vikizt
undan að taka á málinu og leysa
það innan stéttarinnar. Svo
mun áfram verða, meðan menn
forðast að ræða hugmyndafræði
og rembast við að afneita við-
kvæmum staðreyndum eins og
oflækningum, faglegri vangetu,
gróðafíkn, ábyrgðarleysi gagn-
vart almannasjóðum og lýð-
skrumi, en dæmi þessa má finna
hjá einstökum læknum í flestum
greinum heilbrigðisþjónustunn-
ar. Því var kominn tími til að
rjúfa þá bannhelgi, sem í reynd
hefur ríkt meðal lækna á um-
ræðum um þessi mál. Ég kann
bezt við, að sú umræða og þau
skoðanaskipti fari fram á síðum
Læknablaðsins, á meðan það er
ennþá sameiginlegt málgagn
allra lækna.
Ágreiningur innan lækna-
stéttarinnar um reglugerð Sig-
hvats fyrrverandi heilbrigðis-
ráðherra um tilvísanir er þó í
sjálfu sér aðeins smáatriði í aug-
um okkar heimilislækna miðað
við annað miklu stærra og alvar-
legra mál, sem eru samskipti
lækna í millum og sameiginlegt
félagsstarf lækna á íslandi í
framtíðinni. Þar sem eitt leiðir
af öðru, þykir mér þó rétt að
skoða þessi mál í nokkru sam-
hengi. Það er mjög aðkallandi
fyrir heimilislækna að gera sér
grein fyrir aðstöðu sinni innan
heildarsamtaka, þar sem eitt
svæðafélag getur ráðið öllum
ákvörðunum aðalfundar og vali
forystu og trúnaðarmanna sam-
takanna. Einkum og sér í lagi
vegna þess að innan þessa sama
svæðafélags eru heimilislæknar
áhrifalausir og nú þegar hefur
rjómi íslenzka heimilislækna-
hópsins hrökklast úr þessu fé-
lagi vegna margra áratuga van-
sældar og kýs frekar félagslegan
vergang en áframhaldandi
ósigra og niðurlægingu innan
Læknafélags Reykjavíkur.
En hverjar eru nú ástæður
þess, að fornvinir og kollegar
geta ekki starfað saman í lækna-
félagi eða læknasamtökum? Að
mínu viti eru ástæðurnar í gróf-
um dráttum þrenns konar:
I fyrsta lagi teljum við heimil-
islæknar það vera algjöra for-
sendu vandaðra heimilislækn-
inga, að allir landsmenn hafi
eigin lækni, sem hafi heildarsýn
yfir aðstæður og vandamál
skjólstæðinga sinna. Þegar því
verður við komið, séu fyrstu
samskipti fólks við heilbrigðis-
þjónustuna við heimilislækn-
inn, sem sé allt í senn verkstjóri
heilbrigðiskerfisins við úrlausn
vandamála skjólstæðinga sinna,
leiðsögumaður og fulltrúi sam-
lagsmanna sinna gagnvart heil-
brigðis- og tryggingakerfinu og
síðast en ekki sízt umboðsmað-
ur almannasjóða gagnvart al-
menningi, sem stuðli að því, að
fjármagn til heilbrigðismála
nýtist sem bezt og jöfnuður ríki.
Hin samfélagsrekna heilbrigðis-
þjónusta leggur sérhverjum
lækni þær skyldur á herðar, að
hann beiti réttsýni sinni og dóm-
greind og hyggi að þjóðarhag
við alla ákvarðanatöku sína.
Telji hann sig einungis skuld-
bundinn skjólstæðingi sínum, er
í heilbrigðiskerfi okkar veruleg
hætta á, að fjármagn nýtist illa
og misjafnt, þannig að sumir
verði afskiptir og fjárskortur
hamli framþróun. Samkvæmt
þessu er það skylda heimilis-
læknisins að efla og bæta kunn-
áttu sína, dómgreind og færni,
þannig að hann geti veitt sem
bezta þjónustu á sem ódýrastan
hátt og með því hamlað gegn
oflækningum, óþarfa lyfjagjöf-
um og ómarkvissum og endur-
teknum rannsóknum og sparað
fólki þannig tíma, útgjöld og
óþægindi. Heimilislæknirinn
leitar síðan aðstoðar sérgreina-
lækna og annarra heilbrigðis-
stétta, eftir því sem við á hverju
sinni, enda geri hann sér grein
fyrir takmörkunum sínum.
Valfrelsi stendur nær öllum
landsmönnum til boða, því víð-
ast hvar geta þeir skipt um
heimilislækni, hvenær sem er.
Kjósi þeir að leita sérgreina-
læknis án frumkvæðis heimilis-
læknisins, skulu þeir að sjálf-
sögðu hafa til þess fullan rétt, til
dæmis ef þeir vilja endilega leita
annars álits (second opinion),