Læknablaðið - 15.08.1995, Page 62
634
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Lausar stöður lækna við
heilsugæslustöðvarnar í Mjódd
og Efra Breiðholti
Lausar eru til umsóknar, ný staða læknis við Heilsugæslustöðina í Mjódd og ný
staða læknis við Heilsugæslustöðina í Efra Breiðholti. Stöðurnar veitast frá 1.
október næstkomandi.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf
sendist Stjórnsýslu Heilsugæslunnar í Reykjavík á þar til gerðum eyðublöðum,
sem þar fást, eigi síðar en 4. ágúst næstkomandi.
Krafist er sérmenntunar í heimilislækningum.
Nánari upplýsingar veita yfirlæknar heilsugæslustöðvanna, Samúel J. Samú-
elsson, yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar í Mjódd, í síma 567 0440 og Þórður
Ólafsson, yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar í Efra Breiðholti í síma 567 0200.
1. júlí 1995
Heilsugæslan í Reykjavík
Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi
Sérfræðingur í heimilislækningum
Laus er ný staða sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæslustöðina á
Seltjarnarnesi frá 1. október næstkomandi.
Umsóknir skulu stílaðar á stjórn heilsugæslustöðvarinnar á þar til gerðum
eyðublöðum sem fást í heilbrigðisráðuneytinu.
Umsóknarfrestur er til 8. ágúst næstkomandi.
Upplýsingar veitir yfirlæknir, Guðfinnur P. Sigurfinnsson í síma 561 20 70.
Stjórnin