Læknablaðið - 15.10.1996, Side 22
702
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
botnlangabólgu en einnig er hugsanlegt að
sjúkdómurinn hafi verið til staðar áður. Ekki
hefur verið lýst að sjúkdómurinn geti komið í
kjölfar fæðingar.
Þrjár kenningar hafa verið settar fram um
tilurð sjúkdómsins.
I. Aflfrœðikenningin: Lofttegundir frásogast
yfirleitt greiðlega úr vefjum í bláæðar. Talið er
að loft frá rofnum lungnablöðrum, garnasam-
skeytum, portvarðarsári og fleiri slímhúðar-
göllum, geti rutt sér leið inn í garnavegg, til
dæmis við uppköst og hósta. Það frásogast
mun hægar í æðar og safnast því upp (5).
II. Bakteríukenningin: íferð loftmyndandi
baktería í garnavegg, sem getur valdið slím-
húðarbreytingum. Sjúkdómurinn er þó sjaldan
tengdur sýkingum (3).
III. Lífefnafrœðikenningin: Ofmagn lofts
myndast vegna niðurbrots baktería á kolvetn-
um og það frásogast og festist í garnavegg (2,
3).
Sjúkdómurinn greinist yfirleitt fyrir tilviljun
á röntgenmynd en helstu einkenni eru, líkt og í
okkar tilfelli, verkir um neðanverðan kvið,
mikill niðurgangur og vindgangur en einnig oft
hægðatregða, endaþarmsblæðing og stundum
væg fituskita. Einnig er grunur um að sjúk-
dómurinn geti valdið vanfrásogi. Hætta er á
garnastíflu, vegna stórra blaðra eða samvaxta
(1, 3).
Almenn skoðun gefur litlar upplýsingar en
stundum finnast eymslalausar fyrirferðir í kvið
við kviðar- eða endaþarmsþreifingu. Röntgen-
yfirlit af kvið sýnir loftfylltar blöðrur, sem
skaga inn í holið og skuggaefnisinnhelling styð-
ur greininguna. Greiningu má einnig fá með
tölvusneiðmynd og ristilspeglun. Þá er hægt að
stinga gat á blöðrurnar og kemur þá „pop“-
hljóð, sem einkennir þetta ástand (5).
Mismunagreining getur verið erfið, þar sem
sjúkdómurinn er sjaldgæfur. Einkenni sjúk-
dómsins geta til dæmis líkst bólgusjúkdómum í
ristli, krabbameini, sepum í slímhúð og þani á
ristilpokum (3,5).
Fæstir þurfa aðra meðferð en við sínum
frumsjúkdómi. Ristilloftblöðrur sem frumsjúk-
dómur eru góðkynja, geta lagast sjálfkrafa og
verið stöðugar árum saman. íhaldssöm með-
ferð felst í lyfjagjöf gegn niðurgangi, breyttu
fæðuvali og jafnvel sýklalyfjum (4,5).
Virkari meðferð felst í súrefnisgjöf. Talið er
að háir skammtar af súrefni minnki hlutþrýst-
ing lofttegunda í bláæðablóði og valdi þannig
flæðishalla lofttegunda úr blöðrum (1,3).
Æskilegt er að súrefnisþrýstingur í blóði sé
250-340mmHg og því fær sjúklingur 70% súr-
efni í maska, 10-12 1/mín allan sólarhringinn
(5). Þá ættu blöðrur að hverfa á fimm til sjö
dögum en meðferð getur verið nauðsynleg í
tvær vikur. Hræðsla við súrefniseitrun virðist
óþörf (3). í tilfelli okkar fékk sjúklingurinn
súrefni í tvær vikur og er hugsanlegt að súrefn-
ismagnið hafi ekki verið nægilegt fyrstu dag-
ana. Þegar það var aukið urðu framfarir mun
hraðari.
Ef sjúklingur svarar ekki meðferð, einkenni
eru mjög alvarleg og baklægur sjúkdómur er til
staðar, getur skurðaðgerð verið nauðsynleg. í
sumum tilfellum þarf jafnvel að taka hluta rist-
ils en þá er viss hætta á að sjúkdómurinn verði
enn víðtækari (1,4).
Þótt orsök og náttúrulegur gangur sjúk-
dómsins séu óþekkt, eru horfur góðar. Viss
hætta er á endurtekningu en blöðrurnar hverfa
oft sjálfkrafa og einnig hverfa þær fljótt við
kröftuga súrefnismeðferð.
Þakkir:
Höfundar vilja þakka Reyni Tómasi Geirs-
syni prófessor veitta aðstoð.
HEIMILDIR
1. Earnest D. Pneumatosis cystoides intestinalis. In: Sleis-
enger M, Fordtran J, eds. Gastrointestinal diseases,
pathophysiology, diagnosis and management. 2nd ed.
Philadelphia: WB Saunders, 1978: 1846-52.
2. Yousuf A. Pneumatosis intestinalis. Surgery, internation-
al edition 1993; Vol. 21: ii.
3. Earnest D, Hixson L. Pneumatosis cystoides intestinalis.
In: Sleisenger M, Fordtran J, eds. Gastrointestinal dis-
eases, pathophysiology, diagnosis and management. 5th
ed. Philadelphia: WB Saunders, 1993: 1542-5.
4. Wyatt A. Pneumatosis coli. In: Bouchier I, Allan R,
Hodgson H, Keighley M, eds. Textbook of gastroenterol-
ogy. lst ed. London: Bailliére Tindall, 1984: 876-84.
5. Woodward A, Lai L, Burgess B, Beynon J, Carr ND. A
case of pneumatosis coli managed by restorative proctec-
tomy and ileal pouch-anal anastomosis. Int J Colorect Dis
1995; 10: 181-2.