Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1996, Page 39

Læknablaðið - 15.10.1996, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 715 Þegar tilfelli illkynja háhita hafa komið upp hafa höfundar kannað viðkomandi og eins marga fjölskyldumeðlimi og mögulegt er, með tilliti til sjúkdómsins. Reynist þeir jákvæðir eru þeir merktir MH positive með Medic Alert armbandi eða hálskeðju. Aðrir fjölskyldumeð- limir sem ekki vilja láta taka úr sér vöðvasýni eða eru of ungir hafa verið merktir MH in family. Vöðvásýni eru ekki tekin úr einstak- lingum yngri en 12 ára vegna stærðar sýnisins, nema í undantekningartilfellum þar sem sjúk- lingur hefur þurft að fara í aðgerð af öðrum orsökum. Aðferðin felst í því að tekið er vöðvasýni (biopsy) um það bil 2 X 0,5 X 0,5 cm úr lær- vöðva (vastus lateralis) og það meðhöndlað samkvæmt fyrirmælum European Malignant Hyperthermia Group (5). í dag eru höfundar að vinna með fimm mismunandi fjölskyldur, þar af eina frá Færeyjum og er sú fjölskylda rannsökuð í samstarfi við danska kollega. Vöðvasýnin eru rannsökuð þegar í stað (innan hálfrar klukkustundar) á Rannsóknastofu Há- skóla íslands í lífeðlisfræði. Athugaðir hafa verið 72 einstaklingar frá sex til 60 ára þar af 22 heilbrigðir til samanburðar og 50 einstaklingar sem grunaðir voru um ill- kynja háhita. Reyndust 30 úr hópi grunaðra jákvæðir. Samkvæmt þeirri þekkingu sem menn búa yfir í dag á illkynja háhita er eina leiðin til að komast að því hvort viðkomandi er jákvæður eða ekki að taka vöðvasýni og vinna það á framangreindan hátt. Til að auðvelda greining- una og gera hana öruggari hefur mikil vinna verið lögð í að finna á hvaða litningi viðkom- andi erfðagalli er þannig að blóðsýni nægði til að greina þessa einstaklinga. Talið er að ill- kynja háhiti erfist ríkjandi (autosomal domin- ant). Það eru því 50% líkur á að börn jákvæðra einstaklinga erfi sjúkdóminn. En fyrstu niður- stöður benda til þess að um nokkra galla sé að ræða á mismunandi litningum og það veldur því, að áfram verða menn, að minnsta kosti enn um sinn, að treysta á vöðvasýnin. Nú er í gangi rannsókn til að reyna að finna hver erfðagallinn er og hvernig hann hefur erfst með því að taka blóðsýni sem send eru til erfðafræðilegrar greiningar (DNA rannsókn- ir). Þannig er unnt að komast að því hvaða stökkbreytingar eru ríkjandi hér á landi, það er hvort um er að ræða eina eða fleiri. Samstarfs- aðilar í því verki eru Kirk Hogan prófessor við háskólann í Madison, Wisconsin í Bandaríkj- unum og dr. Tore Fagerlund við erfðarfræði- rannsóknarstofu blóðbankans við Ullevál sjúkrahúsið í Osló, en hann hefur kannað ættir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Ákveðið hefur verið að senda út skrá yfir alla þá einstaklinga hérlendis sem reynst hafa jákvæðir við rannsókn á vöðvasýnum. Skrá yfir þessa 30 einstaklinga ætti því að vera aðgengi- leg á öllum sjúkrahúsum sem framkvæma að- gerðir og svæfingar. Skráin er trúnaðarmál og hefur verið fengið samþykki allra viðkomandi einstaklinga. Tilgangurinn með birtingu skrár- innar er að minnka líkurnar á að þessir ein- staklingar verði svæfðir með þeim efnum sem geta valdið illkynja háhita. Hafa ber þó sterklega í huga að listinn er langt frá því að vera tæmandi. Enn eru fjöl- margir einstaklingar í þessum fimm ættum sem ekki hefur tekist að rannsaka, auk þess sem ættirnar geta verið fleiri. Stöðugt er unnið að ítarlegri rannsóknum á vöðvasýnum frá grun- uðum einstaklingum eftir því sem geta og fjár- munir leyfa. Þakkir Styrkur til rannsóknanna var veittur frá Vís- indasjóði Landspítalans. HEIMILDIR 1. Denborough MA, Lovell RRH. Anaesthetic deaths in a family (letter). Lancet 1960; 2: 45. 2. Sigurdsson SB, Olafsson T, Sigurdsson S. The effect of Halothane on the contractile response of human muscle biopsy to Caffeine. In: Mauritz W, ed. Beitrage zur Anaesthesiologie und Intensivmedizin 1989; 27: 231-3. 3. Ólafsson P, Jóhannsson H, Sigurðsson SB. Rannsóknir á illkynja háhita (MH) hjá íslenskum fjölskyldum (ágrip). Læknablaðið 1992; 78/Fylgirit 22: 49. 4. Olafsson T, Sigurdsson SB. MH screening and anaesthes- ia in Iceland. Minerva Anasthesiologica (Italia) 1994; 60: 221-2. 5. Örding H. Diagnosis of susceptibility to Malignant Hyperthermia in man. Br J Anaesth 1988; 60: 287-302.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.