Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1996, Page 40

Læknablaðið - 15.10.1996, Page 40
716 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82: 716-7 Nýr doktor í læknisfræði Þann 25. maí síðastliðinn varði Jóhannes Kári Kristinsson doktorsritgerð við Háskóla íslands. Ritgerðin nefnist DiabeticRetinopathy. Screening and prevention of blindness. Agrip úr ritgerðinni fer hér á eftir. Augnsjúkdómar vegna sykursýki eru ein al- gengasta orsök blindu á Vesturlöndum og jafn- framt meðal alvarlegustu fylgikvilla sykursýki. Sjóndepra í sykursýki er langoftast vegna sjón- himnusjúkdóms. Þær sjónhimnuskemmdir sem einkum valda sjónskerðingu eru nýæðamynd- un og bjúgur í sjónhimnu, sem einkum mynd- ast á makúlusvæði (makúlubjúgur). Leysimeð- ferð við nýæðamyndun og makúlubjúg minnk- ar verulega líkur á blindu í sykursjúkum, sé henni beitt á réttum tíma á þróunarskeiði augnsjúkdómsins. Til að slíkt sé mögulegt, þarf að skoða augu sykursjúkra reglulega. Arið 1980 hófst reglubundin augnskimun sykursjúkra á Landakotsspítala, en fram að því fór hún fram á göngudeild sykursjúkra á Landspítala. Fjöldi sykursjúkra í reglubundnu augneftirliti hefur aukist jafnt og þétt, en 70- 80% týpu 1 sykursjúkra á landinu voru í reglu- legu eftirliti árið 1990, en yfir 90% fjórum árum síðar. Um fimmtungur týpu 2 sykursjúkra í landinu var í reglubundnu augneftirliti á augn- deild Landakotsspítala árið 1990. Sykursjúkir fara að jafnaði árlega í skoðun og augnbotna- myndir eru teknar í hvert sinn. Leysimeðferð er beitt við nýæðamyndun og makúlubjúg sam- kvæmt alþjóðlega viðurkenndum reglum. Árið 1990 gerðum við þverskurðarrannsókn til að ákvarða algengi sykursýkisskemmda í sjónhimnu og sjónskerðingar hjá týpu 1 og týpu 2 sykursjúkum sem voru í reglulegri augnskim- un á þessum tíma. Á þessum tíma voru 205 insúlínnotendur, sem greindust með sjúkdóminn fyrir þrítugt, í reglubundnu augneftirliti á augndeild Landa- kotsspítala. Af þeim voru 106 (52%) með sjón- himnuskemmdir, 26 (13%) með nýæðamynd- un og 19 (9%) með makúlubjúg. Sjón 196 syk- ursjúkra (96%) var 6/12 eða betri á betra auga, 6 (3%) voru með sjón 6/18-6/36 á betra auga og 2 (1%) voru með sjón 6/60 eða verri á betra auga, eða lögblindir. Við ályktum að algengi sykursýkisskemmda í sjónhimnu og sjónskerð- ingar hjá týpu 1 sýkursjúkum á íslandi er lágt miðað við önnur lönd. Af 245 týpu 2 sykursjúkum einstaklingum í reglubundu eftirliti voru 100 (41%) með syk- ursýkisskemmdir í sjónhimnu, þar af 17 (7%) með nýæðamyndun og 24 (10%) með makúlu- bjúg. Sjón 6/12 og betri á betra auga mældist hjá 224 (91%) sykursjúkra, 17 (7%) voru með sjón 6/18-6/36 á betra auga og fjórir (1,6%) voru lögblindir. Við ályktum að algengi sjón- skerðingar í íslenskum týpu 2 sykursjúkum sem eru í reglulegu augneftirliti sé lágt miðað við þýðisbyggðar rannsóknir frá öðrum löndum. Árið 1992 könnuðum við leiðir til að gera augnskimun sykursjúkra hagkvæmari með því að skilgreina undirhópa sem væru í lítilli hættu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.