Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1996, Qupperneq 64

Læknablaðið - 15.10.1996, Qupperneq 64
732 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Lyfjamál 53 Frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og landlækni Öflug markaðssetning háþrýstingslyfja Margir hafa lýst áhyggjum vegna vaxandi notkunar nýrra háþrýstilyfja hin síðari ár. Nýleg rannsókn á notkun háþrýstings- lyfja í Bandaríkjunum á árunum 1982 til 1993 sýndi að notkun kalsíumblokkarajókstúr0,3% í 27% og ACE blokkara úr 0,8 í 24%. Á sama tíma minnkaði notkun þvagræsilyfja úr 56% í 27% og betablokicara úr 23% í 11% (1,2). Höfundarnir álykta svo að þótt oft séu sérstakar ábendingar fyrir því að nota nýrri lyfin í völdum sjúklingum þá sé ekkert sem réttlæti notkun þeirra í meirihluta sjúklinga með háþrýsting. Þróunin á Is- landi er svipuð og sama má segja um hin Norðurlöndin (3). Hugsanlegar skýringar á þessari miklu markaðshlutdeild eru margar og meðal annars: • Sérstakar ábendingar fyrir ACE- eða kalsíumblokkara hafa skýrst með nýjum rann- sóknum. í þessum tilvikum eru þau kærkomin viðbót við það sem fyrir er. Hér má nefna hjartabilun, kransæðasjúkdóm, sykursýki, þvagsýrugigt, brenglun á blóðfitu og fleira. • Sumir sjúklingar þola betur ACE- eða kalsíumblokkara en betablokkara og þvagræsilyf. • Óhemju öflug markaðs- setning þessara lyfja að minnsta kosti síðustu 15 árin. Aukna notkun nýrri og dýrari lyfja hafa sumir réttlætt með því að þau séu með færri aukaverk- anir og þurfi minna eftirlit (blóðrannsóknir og heimsóknir til lækna). Þetta er rétt í sumum tilvikum en fyrst þarf að vera búið að sanna að þau geri sama gagn og eldri lyfin. Hér er pott- ur brotinn því þessa megin for- sendu almennrar notkunar vantar fyrir kalsíumblokkara og ACE-blokkara en er vel stað- fest fyrir þvagræsilyfin og beta- blokkara (4-7). Til viðbótar við þessa óvissu um gagnsemi kemur grunur um að kalsíumblokkarar og þá einkum skammvirku díhýdró- pýridín samböndin geti verið skaðleg. Petta kom fram í mars 1995 þegar kynntar voru rann- sóknarniðurstöður þess efnis að kalsíumblokkarar gætu aukið líkur á kransæðastíflu hjá háþrýstingssjúklingum (8). Heimildir: 1. Psaty BM, Koepsell TD, Yanez ND, et al. Temporal patterns of antihyperten- sive medication use among older adults, 1989-1992: an effect of major clinicai trials on clinical practice? JA- MA.1995;273:1436-8. 2. Manolio TA, Cutler JA, Furberg CD, Psaty BM, Whelton PK, Applegate WB. Trends in pharmacologic man- agement of hypertension in the United States. Arch Int Med 1995;155:829-37. 3. Wallenius S, Peura S, Klaukka T, En- lund H. Scand J Prim Health Care 1996;14:54-61 4. MatersonBJ, RedaDJ, CushmanWC, et al. Single-drug therapy for hyper- tension in men: a comparison of six antihypertensive agents with placebo. N Engl J Med 1993;328:914-21. Leiö- réttar niðurstööur NEJM 1994;330: 1689. 5. SHEP Cooperative Research Group. Prevention of stroke by antihyperten- sive drug treatment in older persons. JAMA 1991;265:3255-64. 6. Medical Research Council Working Party. Medical Research Council trial of treatment of hypertension in older adults: principal results. BMJ 1992;304:405-12. 7. Dahlsf B,Lindholm LH, Hansson L, et al. Morbidity and mortality in the Swedish Trial in Old Patients with Hy- pertension (STOP-Hypertension) Lan- cet 1991;338:136-41. 8. Psaty BM, Heckbert SR, Koepsell TD, et al. The risk of myocardial infarction associated with antihypertensive drug therapies. JAMA 1995;274:620-5. C Hjarta-og æðasjúkdómalyf á íslandi 1989-1995 DDD/1000ib./dag C01 Hjartasjúkdómalyl -■-C02 BlúOþrýstingslækkandi lyf -*-C03 Þvagræsilyf -«-C04 Æöavíkkandi lyf C07 Beta-blokkarar C08 Kalsíumblokkarar -*-C09Lyfmetí verkuná renlnangíotensln-kerfiö 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.