Læknablaðið - 15.11.1997, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
727
næmi (p<0,001). Einstaklingar með bráðaof-
næmi (með jákvætt húðpróf fyrir einum eða
fleiri ofnæmisvökum) og ofnæmissjúkdóma á
borð við ofnæmiskvef, exem, ofsakláða og of-
næmi fyrir mat töldu sig oftar hafa lyfjaofnæmi
en aðrir (p<0,05). Meðalgildi (geometric
mean value) E-ónæmisglóbúlíns (IgE) mældist
17,5 kU/L hjá þeim sem töldu sig hafa lyfjaof-
næmi en 12,6 kU/L hjá þeim sem ekki töldu sig
hafa lyfjaofnæmi (p=0,08).
Langalgengustu einkennin tengd lyfjaof-
næmi voru frá húð (ofsakláði, ofsabjúgur), en
þar næst komu einkenni frá öndunarfærum.
Hita nefndu 8%.
Með símaviðtali náðist til 64 einstaklinga og
þá fækkaði þeim um 13 sem í fyrstu töldu sig
hafa lyfjaofnæmi. Þannig stóð eftir 51 eða
80%.
Sýklalyf var sá flokkur lyfja sem oftast var
talinn valda ofnæmiseinkennum en þar næst
kornu svæfingarlyf, gigtarlyf og ópíumefni
(opiates).
Umræða: í könnuninni kom fram fylgni milli
bráðaofnæmis, ofnæmissjúkdóma og lyfjaof-
næmis. Meira en helmingi algengara var að
konur teldu sig hafa lyfjaofnæmi en karlar. I
þeirri einu sambærilegu rannsókn sem við
fundum var tíðni ofnæmiseinkenna af lyfjum
svipuð og hér á landi.
Inngangur
Algengt er að fólk telji sig hafa ofnæmi fyrir
lyfjum. Kvartanir um lyfjaofnæmi eru af ýms-
um toga, allt frá því að vera smávægileg óþæg-
indi til lífshættulegra einkenna. Markmið
rannsóknarinnar var: 1) að kanna hversu al-
gengt það er að íbúar í þéttbýli á aldrinum
20-44 ára telji sig hafa lyfjaofnæmi, 2) að
kanna hvaða einkenni og lyf tengdust meintu
lyfjaofnæmi, 3) að kanna tengsl lyfjaofnæmis
við ofnæmi og ofnæmissjúkdóma og 4) meta
áhættuþætti.
Með lyfjaofnæmi er átt við að lyf virkji
ónæmiskerfið líkt og hver annar mótefnavaki
og valdi ofnæmissvörun samkvæmt flokkun
Gells og Coombs (1). Með lyfjaofnæmi er því
ekki átt við almennar aukaverkanir af lyfja-
gjöf. Hins vegar er aðeins minnihluti þess sem
kallað er ofnæmi fyrir lyfjum raunverulegt of-
næmi. Oftar eru einkennin það sem kalla mætti
lyfjaóþol (drug intolerance) (2). Það ferli sem
liggur að baki óþols er oft óljóst eða óþekkt.
Því er erfitt að greina á milli þess og raunveru-
legs ofnæmis, þar sem þessi ferli geta birst
klínískt með sama hætti. Þessu til skýringar
mætti taka lyfjaofnæmi vegna bráðaofnæmis.
Bráðaofnæmi hefur áhrif á allan líkamann og
kemur í kjölfar E-ónæmisglóbúlín (IgE) miðl-
aðs ónæmissvars sem veldur losun virkra efna
úr mastfrumum (1). Við lyfjaóþol verður einn-
ig losun virkra efna úr mastfrumum. Henni er
þó ekki komið af stað með ofnæmissvari held-
ur með öðrum hætti, til dæmis beinum áhrifum
lyfja á frumurnar (3).
Þegar talað er um bráðaofnæmi (atopy) í
þessari grein er átt við þann arfgenga eigin-
leika að mynda E-ónæmisglóbúlín mótefni sem
leiðir til ofnæmiseinkenna við það að snerta
ofnæmisvaldinn. Hægt er að komast að því
hvort einstaklingur sé með ofnæmi með því að
gera á honum húðpróf með mismunandi of-
næmisvökum. Húðin svarar með bólgu og roða
(weal and flare reaction) ef prófið er jákvætt.
Upplýsingar um ofnæmissjúkdóma (atopic dis-
eases) fást einfaldlega með spumingum um þá
sjúkdóma: það er barnaexem, ofnæmiskvef og
astma.
Ekki er hægt að sjá fyrir hverjir muni fá
lyfjaofnæmi eða lyfjaóþol. Talið er að einstak-
lingum með bráðaofnæmi eða ofnæmissjúk-
dóma sé hættara við lyfjaofnæmi en öðrum
(4,5). í því sambandi hefur sérstaklega verið
bent á aukna tíðni ofnæmis fyrir svæfingarlyfj-
um (6,7).
Efniviður og aðferðir
Fyrir sjö árum hófst fjölþjóðleg faraldsfræði-
leg rannsókn sem hlaut nafnið Lungu og heilsa
(8). Hér á landi svöruðu 1800 konur og 1800
karlar á aldrinum 20-44 ára, sem valin voru af
handahófi, spurningalista varðandi lungna-
sjúkdóma og ofnæmi (9). Einnig var 800 þátt-
takendum sem valdir voru af handahófi úr
3600 manna hópnum, boðið til sérstakrar rann-
sóknar sem framkvæmd var á Vífilsstaðaspít-
ala árið 1991.
Til þátttöku í þeim hluta rannsóknarinnar
komu 570 einstaklingar (77% eða eru þeir
71%) er svöruðu umfangsmiklum spurninga-
lista og á þeim voru gerð húðpróf, RAST próf,
mæling á heildar E-ónæmisglóbúlíni, fráblást-
ursmælingar (spirometri) og mæling á auð-
reitni í berkjum með metakólínprófi (tafla I)
(10). Þeir sem höfðu eina jákvæða svörun eða
fleiri á húðprófi töldust hafa ofnæmi (10) og
þeir sem lækkuðu >20% í FEVl (forced expir-