Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1997, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.11.1997, Qupperneq 24
736 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 un á tHcy sé áhættuþáttur æðakölkunar. Árið 1992 birtist yfirlit yfir þær fremur smáu rann- sóknir sem gerðar höfðu verið fram að þeim tíma (3). í 14 tilvikum báru menn saman tHcy sjúklinga með blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta, heila eða útlimum (samtals 1403) við tHcy heil- brigðra einstaklinga (samtals 1292) (44-57). Allar rannsóknirnar sýndu marktækt hærri tHcy í sjúklingahópnum en í viðmiðunarhópn- um. Hlutfallið á milli hópanna varðandi tHcy var að meðaltali 1,35 (1,17—1,70). Á síðustu árum hafa niðurstöður stærri rann- sókna verið birtar. Fyrsta framskyggna rann- sóknin sem birtist var angi af the Physicians’ Health Study (58). Þátttakendur voru 14.916 karlkyns læknar á aldrinum 40-84 ára, án sögu um kransæðastíflu eða heilablóðfall. Við upp- haf rannsóknarinnar var blóðsýni dregið og blóðvökvi geymdur til seinni tíma mælingar á tHcy. Á þeim fimm árum sem læknunum var fylgt eftir fékk 271 kransæðastíflu. tHcy þeirra var borið saman við tHcy jafnstórs viðmiðun- arhóps, sem var valinn úr sama rannsóknar- þýði með tilliti til aldurs, reykinga og tíma- lengdarfrá handahófsúrtaki. Þó tHcy sjúklinga (11,1±4,0 pmól/L) reyndist aðeins 5,7% hærra en tHcy viðmiðunarhóps (10,5±2,8 pmól/L) var munurinn marktækur (p=0,03). tHcy yfir nítugustu og fimmtu hundraðsmörkum var sjálfstæður áhættuþáttur æðakölkunar. Unnið var úr efniviði könnunarinnar á svip- aðan hátt varðandi heilablóðfall (59). Borin var saman tHcy þeirra 109 einstaklinga sem fengu heilablóðfall og 427 manna viðmiðunar- hóps. tHcy sjúklingahópsins reyndist 11,1±4,0 pmól/L en viðmiðunarhópsins 10,6±3,4 iimól/L. Munurinn var ekki marktækur en hins vegar var hækkun áhættuhlutfalls (1,2) innan öryggismarka þegar einstaklingar í hæsta fimmtungi tHcy gilda voru bornir saman við þá í lægsta fimmtungnum. Önnur framskyggn rannsókn sýndi tHcy sem mjög ákveðinn og óháðan áhættuþátt heilablóðfalls (60). í þeirri rannsókn var 5661 karlmanni fylgt eftir í rúman áratug og reyndist upphafleg tHcy 107 einstak- linga sem fengu heilablóðfall vera marktækt hærri en 118 manna viðmiðunarhóps (13,7 pmól/L og 11,9 pmól/L, p=0,004). Áhættuhlut- fall fór vaxandi með hækkandi tHcy, það er 1,3, 1,9 og 2,8 í öðrum, þriðja og fjórða fjórð- ungi tHcy dreifingar. Ekki hafa allir fundið samband á milli hómó- systeinþéttni og æðasjúkdóma. Þetta á við um nokkrar afturskyggnar rannsóknir sem ekki studdust við mælingu á tHcy heldur fríu hómó- systeini (61-63) en einnig á þetta við stóra framskyggna rannsókn sem byggðist á tHcy mælingum (64). Finnskir vísindamenn athug- uðu nýgengi kransæðastíflu og heilablóðfalls hjá 7424 einstaklingum (64). Við samanburð á 265 sjúklingum og jafnstórum viðmiðunarhópi reyndist ekki marktækur munur á tHcy (9,99 pmól/L á móti 9,82 umól/L hjá körlum, en 9,58 pmól/L á móti 9,24 pmól/L hjá konum). I þess- ari sömu rannsókn spáði þéttni lípóprótíns(a) ekki heldur fyrir um fylgikvilla æðakölkunar en lípóprótín(a) er viðurkenndur óháður áhættuþáttur æðasjúkdóma (65,66). Árið 1995 birtist nýtt yfirlit (67) sem náði til 16 rannsókna sem mældu tHcy (45-52,54,57, 58,64,68-71), meðal annars the Physicians’ Health Study (58) og áðurnefndrar finnskrar rannsóknar (64). Niðurstaðan var sú að hækk- uð tHcy væri sjálfstæður áhættuþáttur æða- kölkunar án þröskuldargildis. Hlutfallsleg áhætta á kransæðasjúkdómi við hverja hækkun á tHcy um 5 pmól/L var 1,6 fyrir karlmenn og 1,8 fyrir konur eða álíka og við hækkun á kól- esteróli um 0,5 mmól/L. Svipaðar niðurstöður fengust varðandi blóðþurrðarsjúkdóma í heila. tHcy virtist enn öflugri áhættuþáttur fyrir út- æðasjúkdóm en sú niðurstaða byggðist á fáum rannsóknum (48,49,71). Nýleg stór framskyggn rannsókn var byggð á Tromsö Health Study (72). Hún var frábrugðin the Physicians' Health Study að því leyti að hún náði yfir almennt þýði, bæði konur og karla, og viðmiðunarhópurinn var fjórum sinn- um stærri en sjúklingahópurinn. tHcy sjúk- lingahóps (12,7±4,7 pmól/L) reyndist mark- tækt hærri en tHcy viðmiðunarhóps (11,3±3,7 pmól/L) (p = 0,002). Þannig reyndist munur- inn á milli hópa 12,4% eða talvert meiri en í the Physicians Health Study. Ekki greindist neitt þröskuldargildi tHcy fyrir áhættu og tHcy var óháð öðrum áhættuþáttum. Ofangreindar rannsóknir könnuðu samband tHcy og fylgikvilla æðakölkunar. Nýlega birt- ust í fyrsta sinn niðurstöður rannsóknar sem beindist að sambandi tHcy og dánartíðni kransæðasjúklinga (73). Fimmhundruð áttatíu og sjö sjúklingum með staðfestan kransæða- sjúkdóm var fylgt eftir. Eftir fjögur ár voru 3,8% þeirra sem upphaflega höfðu tHcy undir 9 umól/L dánir, 8,6% þeirra sem höfðu tHcy 9-14,9 umól/L en 24,7% þeirra sem höfðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.