Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1997, Side 25

Læknablaðið - 15.11.1997, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 737 tHcy 15 iimól/L eða hærra (p<0,001). Þannig hafði tHcy marktækt spágildi fyrir dánartíðni. Sama gilti um nýgengi kransæðastíflu. Hins vegar var sambandið veikt á milli tHcy og út- breiðslu kransæðasjúkdóms (fjölda æða). Að lokum er rétt að nefna að niðurstöður meþíónín-hleðsluprófs hafa stundum verið notaðar sem mælistærð jafnframt tHcy eða í stað tHcy enda uppgötvast þá jafnan fleiri ein- staklingar sem hafa truflaðan hómósysteinbú- skap (74,75). Fylgni er á milli mælistærðanna og fylgir þeim svipuð áhætta (3,67,74). Tengsl orsaka hækkaðrar tHcy og æðakölk- unar: Arfgengar truflanir á hvatavirkni hómó- systeinbúskapar: Enn leikur vafi á hvort auk- inn fjölda arfblendinna fyrir systaþíónín-þ-syn- þasa skorti sé að finna meðal þeirra sem þjást af fylgikvillum æðakölkunar (3). Sömuleiðis er umdeilt hvort arfblendnir eigi fremur á hættu að fá æðasjúkdóma (76-79). Eftir uppgötvun TT arfgerðar meþýlentetra- hýdrófólat redúktasa þótti líklegt að fundinn væri arfgengur áhættuþáttur æðakölkunar enda bentu sumar rannsóknir til þess (27-29). Á árinu 1996 birtust niðurstöður 12 rannsókna þar sem borið er saman algengi TT arfgerðar hjá æðasjúklingum og viðmiðunarhópum (27- 29, 80-88). Ef niðurstöður þessara rannsókna eru teknar saman sést að enginn munur er á milli 2538 æðasjúklinga og 2433 viðmiðunar- einstaklinga varðandi algengi arfgerðar TT (12,6% og 12,9%) (89). Rannsókn á 555 ein- staklingum með staðfestan kransæðasjúkdóm sýndi ekkert samband á milli arfgerðar meþýl- enterahýdrófólat redúktasa og útbreiðslu sjúk- dómsins, sögu um kransæðastíflu eða nýrra æðaþrengsla eftir æðavíkkun (90). Franskir vísindamenn fundu heldur engan mun á al- gengi TT arfgerðarinnar hjá einstaklingum eldri en 100 ára borið saman við einstaklinga á aldrinum 20-70 ára (91). Þannig hefur ekki tekist að sýna fram á að TT arfgerð meþýlen- tetrahýdrófólat redúktasa sé áþættuþáttur æðakölkunar. Vitamínskortur: í sumurn rannsóknum en ekki öllum hefur fundist fylgni milli fylgikvilla æðakölkunar og þéttni fólínsýru, vítamíns B12 og pýridoxal-5-fosfats (3,92). Nýrnabilun: Dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma er mjög há hjá nýrnabiluðum sjúklingum (93,94) enda fjölmargir áhættu- þættir algengari. Nokkrar smáar rannsóknir á þessum sjúklingahópi sýndu marktækt hærri tHcy hjá þeim sem fengið höfðu fylgikvilla æðakölkunar en hinum sem einkennalausir voru (38,39,95). Tengsl hómósysteins, æðasjúkdóma og við- urkenndra áhættuþátta æðakölkunar: Margir tugir rannsókna hafa verið framkvæmdir til að kanna hugsanlegt samband milli tHcy og fylgi- kvilla æðakölkunar. Oft hefur verið athugað í leiðinni hvort fylgni væri milli tHcy og viðtek- inna áhættuþátta. I nokkrum smáum rann- sóknum fannst fylgni milli tHcy og einstakra slíkra þátta (3). Tölfræðileg úrvinnsla hefur þó að jafnaði sýnt tHcy sem sjálfstæðan áhættu- þátt og er vægi hinna framskyggnu rannsókna mest hvað þetta varðar. Niðurstöður nýbirtrar rannsóknar á 750 sjúklingum og 800 manna viðmiðunarhópi staðfestu sjálfstæði tHcy sem áhættuþáttar (73). Auk þess komu í ljós sam- verkandi áhrif tHcy annars vegar og háþrýst- ings og reykinga hins vegar á áhættuhlutfall. í norskri rannsókn var kannað samband tHcy og viðurkenndra áhættuþátta æðakölk- unar (96). Þátttakendur voru 7591 karl og 8585 konur á aldrinum 40-67 ára, án sögu um háþrýsting, sykursýki eða fylgikvilla æðakölk- unar. Eins og áður hafði verið sýnt fram á var tHcy nrarktækt hærri hjá körlum en konum og hækkaði með aldri. Hins vegar kom á óvart að finna sterkt samband á milli tHcy og reykinga. Einnig var bein fylgni milli tHcy og heildar- þéttni kólesteróls í blóðvökva, blóðþrýstings (slagbils og lagbils) og hjartsláttarhraða. Tengsl hómósysteins og blóðsega í bláæðum: Sjúklingar með hómósystínmigu eiga ekki síð- ur á hættu að fá blóðsega í bláæðar en slagæð- ar. Aftur á móti hafa tengslin milli bláæðasega og vægrar hækkunar á tHcy tiltölulega Iítið verið athuguð. í einni rannsókn fundust engin slík tengsl (97) en nokkrar athuganir hafa sýnt hækkaða tHcy hjá sjúklingum sem hafa fengið bláæðasega á unga aldri, einu sinni (98,99) eða oftar en einu sinni (100). Nýlega birtust niður- stöður hollenskrar rannsóknar á sambandi tHcy og blóðsega í bláæðum almenns þýðis (101). Hækkun á tHcy yfir nítugustu og fimmtu hundraðsmörk reyndist helmingi algengari hjá 269 sjúklingum sem voru að fá sinn fyrsta blóð- sega miðað við jafnmarga viðmiðunareinstak- linga. Breyttust niðurstöðurnar lítið þó sleppt væri sjúklingum með viðurkennda áhættuþætti bláæðasega eins og skort á prótíni C, prótíni S eða andþrombíni, viðnámi gegn virku prótíni C, þungun og neyslu getnaðarvarnatöflu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.