Læknablaðið - 15.11.1997, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83: 751-2
751
Fræðilegar ábendingar
Breytingar á útreikningi
meðgöngulengdar og mati á
fósturvexti
Reynir Tómas Geirsson
Frá árinu 1986 hefur hér á landi verið mælt
með notkun sænskrar aðferðar Persson og
Weldner (1) ti! að reikna meðgöngulengd út frá
ómskoðun við 18-19 vikna meðgöngu. Þvermál
höfuðs á fóstri (biparietal diameter, BPD) og
lengd lærleggs (femur length, FL) voru í rann-
sókn þeirra mæld í nákvæmri athugun á 14
heilbrigðum konum með reglulega 28 daga
tíðahringi og hjá öllum konunum var vitneskja
um egglostíma út frá breytingum á lfkamshita.
Formúla til að lýsa vexti fóstranna var reiknuð
með aðhvarfsgreiningu og síðan sannreynd hjá
44 konum þar sem tæknisæðingu hafði verið
beitt og hjá 2021 konu sem fór í ómskoðun við
16-17 vikna meðgöngu og fæddu án fæðingar-
aðgerða af nokkru tagi. Formúlan til að reikna
meðgöngulengd var: Meðgöngulengd (í dög-
um) = BPD x 1,21 + FL x 1,02+ 49. Þessi
formúla hefur verið notuð á Norðurlöndunum,
þar með talið á íslandi (2), til að reikna með-
göngulengd við 18-19 vikna skoðunina (frá um
það bil 12 vikum upp í 22) með góðum árangri í
nákvæmri forspár um hvenær barns væri að
vænta. Hér sem annars staðar hefur hún reynst
áreiðanleg og hefur gjörbreytt mati á með-
göngulengd frá því sem áður var, þegar stuðst
var við dagsetningu síðustu tíða, sem oft er
ónákvæm. Formúlan er einföld í notkun og
reikna má meðgöngulengdina með venjulegri
vasatölvu með þessu móti. Að nota bæði þver-
mál höfuðs og lengd lærleggs var best og bætti
nákvæmni matsins lítillega umfram það að
Frá fósturgreiningardeild (sónardeild) kvennadeildar Land-
spítalans.
nota aðeins þvermál höfuðs (1). Formúlan
hafði kerfisbundna tilhneigingu til að vanmeta
lengd meðgöngu um 0,57 daga, en í reynd
skipti sá hálfi dagur engu meginmáli. Aðal-
atriðið var að gott mat fékkst á meðgöngu-
lengd og væntanlegum fæðingardegi og 95%
öryggismörkin voru ±5-6 dagar. Formúlan var
athuguð nokkru síðar á fóstrum sem höfðu
orðið til við glasafrjóvgun og það var gert hér á
landi (3). Sama nákvæmni fannst og hjá Pers-
son og Weldner og kerfisbundið vanmat á
lengd meðgöngu sást einnig. Það nam 0,86
dögum í rannsókn okkar.
Nú hefur þessi sænska formúla og allar aðrar
tiltækar formúlur verið endurmetnar í nýrri
athugun frá Englandi (4) þar sem upplýsingar
um 64 konur sem farið höfðu í glasafrjóvgun
voru lagðar til grundvallar. Þessi athugun var
vandlega gerð. Lagt var mat á áhrif hugsan-
legra skekkjuvalda og þess að mælingar voru
gerðar á tveimur stöðum. Enginn munur hefur
fundist á börnum hvort sem getnaður var með
náttúrulegum hætti eða tæknifrjóvgun (5). All-
ar formúlurnar reyndust góðar til mats á með-
göngulengd, en sama tilhneiging til vanmats
fannst og áður. Vanmatið á sér orsakir í því
hvernig heilar og hálfar vikur eru reiknaðar við
úrvinnslu. Besta formúlan reyndist nauðalík
formúlu Persson og Weldner, en stuðullinn
(konstant) sem bætt er við í formúlunni er
aðeins hærri og formúlan verður: Meðgöngu-
lengd (í dögum) = BPD x 1,21 + FL x 1,00 +
50,5. Öryggismörkin voru svipuð því sem áður
fannst (1,3). Með þessari nýju formúlu bætist
rúmur einn dagur við útreikning meðgöngu-
lengdar. Þessi formúla ætti því að laga kerfis-