Læknablaðið - 15.11.1997, Síða 40
752
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
bundna vanmatið 0,5-0,9 dagar sem vitað var
um í formúlu Persson og Weldner (1,3) og bún
er að öðru leyti eins rétt og sú fyrri. Lagt er til
að breytt verði urn stuðul hér á landi og að
vinnuformúlan verði;
Meðgöngulengd (í dögum) = BPD x 1,2 + FL x
1,00 + 50,5.
Ef deilt er í með 7 fást vikur og dagar taldir í
broti af 10, sem breyta þarf í brot af 7. Lagt er
til að það megi gera þannig að til dæmis 18,1
teljist 18 vikur og einn dagur (skrifað 18+1
vika), 18,2 eða ,3verðil8 vikurog2dagar, 18,4
verði 18 vikur og 3 dagar, 18,5 verði 18 vikur og
4 dagar, 18,6 eða ,7 verði 18 vikur og 5 dagar og
18,8 eða ,9 verði 18 vikur og 6 dagar.
Þessi nýja reikniaðferð hefur nú þegar verið
tekin í notkun á kvennadeild Landspítalans.
Mælt er með að aðrir ómskoðunarstaðir á
landinu breyti einnig sinni aðferð. Nánar er
fjallað um mat á meðgöngulengd í ýtarlegri
yfirlitsgrein eftir undirritaðan (6).
Nýleg rannsókn sem gerð var í Svíþjóð og
Danmörku og birtist í lok síðasta árs (7) hefur
einnig leitt til lítilsháttar breytinga á mati á
vaxtarfráviki síðar í meðgöngunni. Miðað hef-
ur verið við að eitt staðalfrávik í vexti jafngildi
±11% af meðalþyngd barna in utero á hverjum
tíma meðgöngunnar og tvö staðalfrávik væru
því ±22%. í þessari nýju rannsókn fannst að
staðalfrávikið er ±12% og tvö staðalfrávik
jafngilda því ±24%. Þetta er einnig aðeins nær
niðurstöðum eldri rannsókna á fæðingarþyngd
sem hafa sýnt staðalfrávik fyrir fæðingarþyngd
sem er hið sama fyrir allan síðasta þriðjung
meðgöngunnar eða um 18% (8). Staðalfrávikið
verður hinsvegar alltaf þrengra (12% í stað
18%) þegar reiknað er út frá mælingum á fóstr-
um sem enn eru í legholi og teljast heilbrigð,
heldur en þegar öll fædd börn eru talin (18%). í
síðara tilvikinu breikkar staðalfrávikið óhjá-
kvæmilega vegna fæddra barna með vaxtar-
seinkun og fyrirbura. Lagt er til að 12% frávik í
ómmælingum á vexti in utero (og margfeldi af
því, til dæmis 24%, 36% og 48 %) verði notað í
stað 11% til þessa, enda hefur verið breytt um í
þessa veru í Svíþjóð. Áður var sýnt í íslenskri
rannsókn að tölur um fósturvöxt hér eru mjög
svipaðar og í Svíþjóð og öðrum Norðurlöndum
og sömu reikniaðferðir á fósturvexti og þar eru
notaðar má viðhafa hér (9). Þó munurinn í
báðurn tilvikunum sem hér eru rædd sé lítill, þá
er betra að hafa það sem sannara reynist.
HEIMILDIR
1. Persson PH, Weldner BM. Reliability of ultrasound fe-
tometry in estimating gestational age in the second tri-
mester. Acta Obstet Gynecol Scand 1986; 65: 481-3.
2. Geirsson RT. Leiðbeiningar um ómskoðun á meðgöngu.
Læknablaðið/Fréttabréf lækna 1987; 5 (3): 12-3,15. (Ljós-
mæðrablaðið 1986; 64: 170-4).
3. Geirsson RT, Have G. Comparison of actual and ultra-
sound estimated second trimester gestational length in
in-vitro fertilized pregnancies. Acta Obstet Gynecol
Scand 1993; 72: 344-6.
4. Mul T, Mongelli M, Gardosi J. A comparative analysis of
second trimester ultrasound dating formulae in pregnan-
cies conceived by artificial reproductive techniques. Ul-
trasound Obstet Gynecol 1996; 8: 397-402.
5. Ágústsson T, Geirsson RT. Mires G. Obstetric outcome
of natural and assisted conception twin pregnancies is
similar. Acta Obstet Gynecoi Scand 1997; 76: 45-9.
6. Geirsson RT. Ultrasound: the rational way to determine
gestational age. Fetal Maternal Med Review 1997. In
press, 1997.
7. Marsál K, Persson PH, Larsen T, Lilja H, Selbing A,
Sultan B. Intrauterine growth curves based on ultrason-
ically estimated foetal weights. Acta Paediatr 1996; 85:
843-8.
8. Dunn PM. A perinatal growth chart for international
reference. Acta Paediatr Scand 1985; Suppl. 319: 180-7.
9. Geirsson RT, Hreinsdóttir M, Sigurbjörnsdóttir GB,
Persson PH. Fósturvöxtur íslenskra einbura. Læknablað-
ið 1990; 76: 405-10.