Læknablaðið - 15.11.1997, Síða 44
HYLKI; N02AX02 A RE
Hvert hylki inniheldur: Tramadolum INN, klórfð. örkristallað, 50 mg.
Eiginleikar: Sterkt verkjalyf, sem verkar á svipaðan hátt og morfín. Lyfið
tengist mý, delta og kappa viðtökum í miðtaugakerfi svipað og morfín, en
hemur þar að auki endurupptöku noradrenallns og serótóníns í taugaendum.
Lyfið hefur einnig hóstastillandi verkun, en áhrif á öndun, þarmahreyfingar
og blóðrásarkerfi eru mjög lítil eftir venjulega skammta. Þolmyndun og
ávanahætta eru hverfandi.
Lyfið frásogast vel eftir inntöku og nær verkun hámarki eftir 1-2 klst. Lyfið
skilst út í þvagi, óbreytt og sem umbrotsefni. Helmingunartími í blóði er 5-7
klst., nokkru lengri hjá öldruðum og um helmingi lengri hjá sjúklingum með
verulega skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi.
Áhendingar: Miklir eða meðalsvæsnir verkir.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Eitrun eða
ofskömmtun með efnum, sem hafa slævandi áhrif á miðtaugakerfið.
Aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin er ógleði (6%).
Algengar (>1%):
Almennar: Aukin svitamyndun, svimi, höfuðverkur, þreyta, deyfð.
Hjarta- og æðakerfi: Stöðubundinn lágþrýstingur.
Meltingarfæri: Munnþurrkur, ógleði, uppköst.
Sjaldgæfar (0,1-1%):
Almennar: Syfja.
Hjarta- og æðakerfi: Hraður hjartsláttur, háþrýstingur.
Miðtaugakerfi: Vöðvatitringur, órói.
Meitingarfæri: Hægðatregða, niðurgangur, kviðverkir, meltingartruflanir.
Húð: Kláði.
Þvagfæri: Þvaglátatruflanir.
Augu: Sjóntruflanir.
Eyru: Suð fyrir eyrum.
Mjög sjaldgæfar (<0,1 %):
Almennar: Hiksti.
Miðtaugakerfi: Skyntruflanir, rugl, þunglyndi.
Meitingarfæri: Aukinn loftgangur, truflanir á bragðskyni, bólga í munni,
útbrot.
Húð: Útbrot.
Milliverkanir: Gjöf lyfsins samtímis notkun sterkra geðlyfja getur leitttil
krampafloga. Lyfið á ekki að gefa sjúklingum sem nota MAO- hamlandi lyf
eða hafa notað þau á sfðustu tveimur vikum. Címetidín getur seinkað
umbroti lyfsins og karbamazepín getur stytt verkunartíma.
Eiturverkanir: Einkenni um ofskömmtun eru uppköst, veikur púls, skert
meðvitund eða dásvefn, krampaflog og öndunarlömun.
Meðferð: Tafarlaus vistun á gjörgæslu til að meðhöndla öndunarlömun.
Naloxón dregur úr öndunarlömun og díazepam dregur úr krömpum.
Varúð: Lyfið er ekki nothæft til að draga úr fráhvarfseinkennum morffns.
Hætta á ávana og fíkn er hverfandi við venjulega notkun lyfsins, en ekki er
hægt að útiloka slíka hættu við langvarandi meðferð og hjá sjúklingum með
tilhneigingu til lyfjamisnotkunar. Lyfið verður að nota með varúð hjá
sjúklingum með höfuðáverka, hækkaðan þrýsting I miðtaugakerfi, mikið
skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi, flogaveiki eða lost. Sérstakrar varúðar
verður að gæta, ef lyfið er gefið sjúklingum með skerta lungnastarfsemi
eða þeim, sem taka lyf með öndunarslævandi verkun. Lyfið dregur úr
viðbragðsflýti og ber því að forðast akstur vélknúinna farartækja og
stjórnun véla þegar lyfið er tekið.
Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið á ekki að nota á meðgöngutíma. Lyfið
skilst út I mjólk I svo litlu magni (um 0,1 % af gefnum skammti) að það er
væntanlega skaðlaust fyrir barn á brjósti.
Skammtastærðir handa fullorðnum: Skammta þarf að stilla eftir eðli
verkja og næmi sjúklings. Venjulegir skammtar eru 50-100 mg 3-4 sinnum á
sólarhring. Yfirleitt er ekki þörf á stærri sólarhringsskammti en 400 mg, en
gefnir hafa verið sólarhringsskammtar allt að 800 mg og hafa sjúklingar
þolað þá vel.
Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum innan
15 ára aldurs.
Pakkningar og hámarksverð 1. okt. 1997:
Hylki: 20 stk. 962 kr.
Hylki: 100 stk. 3.699 kr.
LYFJAVERSLUN ÍSLANDS H F