Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1997, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.11.1997, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 753 Nýr doktor í læknisfræði Óskar Þór Jóhannsson varði þann 3. júní síðastliðinn doktorsritgerð sína „Hereditary Breast Cancer in South Sweden. Early fíndings from studies on the role of BRCA1“ við lækna- deild Háskólans í Lundi. Ritgerðin fjallar um rannsóknir á krabbameinsgeninu BRCAl. Meðfædd stökkbreyting í þessu geni eykur hættuna á að arfberi fái brjósta- og eggja- stokkakrabbamein síðar á ævinni. Ritgerð Oskars lýsir rannsóknum hans og samstarfs- manna hans á gerð og tíðni BRCAl stökk- breytinga í rúmlega 100 sænskum fjölskyldum með háa tíðni brjóstakrabbameins. Kannaðar voru lifunarhorfur þeirra kvenna sem bera BRCAl stökkbreytingu og athugað hvort líf- fræði- og meinafræðiþættir BRCAl tengdra æxla væru frábrugðnir öðrum brjóstaæxlum. Megin niðurstöður rannsóknanna eru þær að stökkbreyting í BRCAl geninu skýri aukna tíðni brjóstakrabbameins í um þriðjungi þeirra fjölskyldna sem rannsóknin tók til. Líkindi þess að BRCAl stökkbreyting sé til staðar ræðst ekki af fjölda brjóstakrabbameina meðal fjölskyldumeðlimanna, heldur af því hve mörg eggjastokkaæxli hafa greinst hjá fjölskyldu- meðlimum. Lifunarhorfur sjúklinga með arf- gengar breytingar í BRCAl reyndust þær sömu og annarra sjúklinga sem hafa greinst með krabbamein í brjóstum eða eggjastokkum. Hins vegar reyndist meinafræði- og líffræðileg hegðun BRCAl tengdra brjóstaæxla frábrugð- in brjóstaæxlum af öðrum uppruna og greindist há tíðni brenglana á litningasvæðum sem sjald- an sjást brengluð í öðrum brjóstaæxlum. Talið er að við myndun illkynja krabbameinsvaxtar þurfi starfsemi fleiri gena en BRCAl gensins að fara úrskeiðis og vonir eru bundnar við að frekari rannsóknir á þessum litningabreyting- um leiði til uppgötvunar slíkra gena. Einnig lýsir ritgerðin nýrri og einfaldri að- ferð sem nota má til þess að greina æxli sem eru tilkomin vegna stökkbreytinga í BRCAl. Leiðbeinendur Óskars voru þeir dr. Hákan Olsson prófessor í krabbameinslækningum og dr. Áke Borg dósent og sameindalíffræðingur við krabbameinslækningadeild Háskólasjúkra- hússins í Lundi. Andmælandi við vörnina var dr. Carl Blomqvist frá krabbameinslækninga- deild Háskólasjúkrahússins í Helsinki. Rann- sóknirnar voru unnar í samvinnu við rannsókn- arhópa í Finnlandi (Tampere), Bandaríkjun- um (University of Berkeley) og frumulíffræði- deild Landspítalans, auk annarra rannsóknar- hópa í Evrópu og Bandaríkjunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.