Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 50
758 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Guðrún Guðmundsdóttir varaformaður Félags ungra lækna Langlundargeð okkar er þrotið Ljósm. Lbl. Langvinnt vinnuálag ung- lækna, Iág grunnlaun og við- bragðsleysi heilbrigðisyfirvalda valda því að meginþorri ung- lækna hefur sagt störfum sínum lausum. „Á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hafa 95% unglækna sagt upp“, segir Guðrún Guðmunds- dóttir varaformaður Félags ungra lækna. Guðrún er deildarlæknir á heila- og taugaskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavikur í Foss- vogi, en ástandið þar er ekkert einsdæmi. Alls eru um 150 ung- læknar starfandi í landinu; á stóru sjúkrahúsunum tveimur í Reykjavík, Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri og Sjúkra- húsi Akraness. Á Akranesi hafa allir sagt upp og unglæknar á Akureyri eru að segja upp. „Hver og einn læknir segir upp á eigin forsendum“, segir Guðrún, „en almenna ástæðan er sú að við sjáum ekki fram á að fá laun í nokkru samræmi við vinnuframlag okkar eða að vinnuálag minnki. Við erum úrvinda eftir sumarið. Lokanir deilda leiddu til innlagna á ganga og gífurlegs álags á starfs- menn. Það álag og áhugaleysi stjórnvalda á því að bæta kjör lækna eru þeir dropar sem fylla mælinn." Kjarasamningar sjúkrahús- lækna hafa verið lausir í 10 mán- uði og lítið hefur þokast. Fyrir skömmu fór deilan til ríkissátta- semjara en viðræður til þess tíma skildu lítið áþreifanlegt eftir, að sögn Guðrúnar. En unglæknar hafa ekki ein- göngu sagt upp, frá og með 1. Guðrún Guðmundsdóttir. desember ætla þeir ekki að vinna meiri yfirvinnu en þeim ber samkvæmt tilskipun EES um vinnutímalengd, en íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að virða þá tilskipun. „Kjarasamningar okkar eru þannig að okkur ber að vinna 90 yfirvinnutíma, sé þess þörf. Við megum neita að vinna fleiri en það er ekkert hámark á yfir- vinnu. Það er enginn lögbund- inn hvíldartími á sólarhring þó svo við fáum svefndag eftir sól- arhringsvaktir. Á Akranesi er vaktaskipulag til dæmis þannig að þar eru 80 stunda vaktir, frá klukkan átta á föstudagsmorgni til klukkan fjögur síðdegis á mánudegi. Þetta er virkur vinnutími aðra hverja helgi.“ Eftir að hafa unnið svona í fimm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.