Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1997, Page 59

Læknablaðið - 15.11.1997, Page 59
Lansóprazól Ungi ástralski læknirinn Barry J. Marshall vakti athygli þegar hann tilkynnti árið 1985 að hann hefði sjálfviljugur innbyrt H. pylori. Með þessu vildi hann sýna fram á að bakterían gæti orsakað ætisár hjá heilbrigðum einstaklingi. Marshall var nokkuð „heppinn“ en fékk slæmar magabólgur sem hurfu án meðferðar. Helicobacter pylori þú færð í magann þegar hún birtist! | Þriðji hver Islendingur sýktur í nýrri íslenskri rannsókn reyndist algengi mótefna gegn H. pylori meðal íslendinga vera að minnsta kosti 35% sem er nokkuð hærra en í nágrannalöndum okkar. 1 Flestir eru einkennalausir____ Flestir þeir sem sýktir eru af H. pylori eru einkennalausir en 10-15% þeirra sem smitast fá ætisár einhvern tímann á ævinni. Sár í maga________________________ Fullsannað þykir að H. pylori veldur nær öllum maga- og skeifugarnarsárum sem ekki eru af völdum lyfja, s.s. NSAID. Nafn scriyfs: Lanzap. SÝRUHJÚPHYLKI; A 02 B C 03. Hvert sýruhjúphylki innihcldur: Lansoprazolum INN 30 mg. Eiginlcikan Lyfið blokkar prótónupumpuna (H+,K+- ATPasa) í paríetalfrumum magans. Lyfið dregur þannig úr framleiðslu magasýru, bæði grunnframleiðslu og við hvers kyns örvun. Lyfið frásogast frá smá- þörmum, en breytist í virkt form í súru umhverfi paríetalfrumnanna. Fylgni er milli áhrifa á sýruframleiðslu og flatarmáls undir blóðþéttniferlinum (AUC), en ekki blóðþéttni hverju sinni. Blóðþéttni nær hámarki 1,5 klst. eftir töku lyfsins. Aðgengi er yfirleitt hátt (80-90%), en er mjög breytilegt milli einstaklinga. Binding við plasmaprótein er um 90%. Helmingunartími í blóði er 1-2 klst. Hann lengist með hækkandi aldri og við skerta lifrarstarfsemi. Lyfið umbrotnar að fullu í lifur og skilst út sem óvirk umbrotsefni, 65% í saur og afgangur í þvagi. Áhcndingan Skammtímameðferð á sársjúkdómi í skeifugöm og maga. Skammtímameðferð á bólgu í vélinda vegna bakfiæðis. Æskilegt er að þessar greiningar séu staðfestar með röntgen eða speglun. Frábcndingan Engar þekktar. Varúð: Við skerta lifrarstarfsemi er helmingunartími lengdur og skammta getur þurft að minnka. Mcðganga og brjóstagjöf: Klínísk reynsla af gjöf lyfsins á meðgöngutíma er lítil. Fósturskemmdir hafa ekki komið fram við dýratilraunir. Ekki er vitað hvort lyfið skilst út í brjóstamjólk. Aukavcrkanir: Algengar (>1%). Miðtaugakerfi: Höfuðverkur, svimi. Meltingarfœri: Niðurgangur, ógleði, magaverkir, hægðatregða, uppköst, vindgangur. Húð: Útbrot. Sjaldgæfar (0,1-1%): Preyta. Millivcrkanir: Lyfið umbrotnar fyrir tilstilli cýtókróm P- 450 enzýma og gæti haft milliverkanir við díazepam, fenýtóín, teófýllín, warfarín, sýrubindandi lyf eða bólgueyðandi gigtarlyf. Skammtastærðir handa fullorðnum: Sýruhjúphylkin verður að gleypa í heilu lagi. Lyfið er ætlað til skammtímameðferðar, mest í 8 vikur. Skeifugamarsár Venjulegur skammtur er 30 mg á dag í 2 vikur. Hafi sárið ekki gróið má halda meðferð áfram í 2 vikur í viðbót. Magasár Venjulegur skammtur er 30 mg á dag í 4 vikur til viðbótar. Bólga í vélinda vegna bak/Jœðis: Venjulegur skammtur er 30 mg á dag í 4 vikur. Hafi bólgan ekki læknast má halda meðferð áfram í 4 vikur til viðbótar. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar og ^ hámarksvcrð 1.9/97: 14 stk. 3.052 kr.; 28 stk. 5.347 kr.; 56 stk. 9.878 kr. Hámarksmagn sem ávísa ^' má með lyfseðli er sem svarar 30 daga skammti. Afgrciöslutilhögun: R Grciðsluþátttaka sjúkratrygginga: E LYFIAVERSLUN ÍSLANDS HF Hcimildin 1) Sci. Am. 1996, Feb: 92-7.2) Læknablaðið 1996,82:366-70. LlljAVL^JLUn ‘JLnnuj 11 1 *

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.