Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1997, Page 64

Læknablaðið - 15.11.1997, Page 64
772 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Götumynd frá gamla bænum í Tallinn. tjöldum á milli. Skrifborð deild- arhjúkrunarfræðingsins var svo í miðið þar sem hún hafði yfir- sýn til allra sjúklinganna. Síðar um daginn héldum við Páll svo til Tallinn í Eistlandi. Alþjóðasamskipti FUL A síðasta aðalfundi FUL var ákveðið að leggja utanríkis- nefnd niður og færa störf henn- ar til formanns. í stað þess að tveir fulltrúar fari á hverja ráð- stefnu (þrjár á ári) fer formaður með fráfarandi formanni á fyrstu ráðstefnuna en einn á seinni tvær. Pannig náum við fram töluverðum sparnaði án þess að minnka mikilvæg al- þjóðleg samskipti okkar að nokkru marki. Þetta fyrirkomu- lag krefst þó töluvert aukinnar vinnu frá hendi formanns og ekki útséð um að það gangi til frambúðar en er þess virði að reyna. Eistland Tallinn er höfuðborg Eist- lands með um 500 þúsund íbúa en þjóðin öll er um 1.500 þús- und. Par af eru Eistlendingar um 60% en Rússar 30%. Á síð- astliðnum árum hefur þjóðinni fækkað um 100 þúsund íbúa sem er talið stafa af flutningi Rússa frá Eistlandi til Rússlands en þeir kvarta margir undan kúgun meirihlutans. Staðreynd er að Eistlendingar hafa skorið upp herör gegn áhrifum Rússa á þjóðlífið og meðal annars heft útbreiðslu rússnesku og gert kröfur um þekkingu á eistnesku fyrir útgáfu ríkisfangs. Verð- bólga hefur fallið úr um 1000% 1992 niður í um 50% 1994 en spár fyrir þetta ár benda til 16% verðbólgu. Þjóðarframleiðsla er vaxandi eftir nokkra lægð en framlög til heilbrigðismála er um 6,3% af þjóðarframleiðslu. Atvinnuleysi er um 2% en ekk- ert atvinnuleysi er meðal lækna. Helstu atvinnuvegir eru verslun og iðnaður ýmiss konar en salt- framleiðsla hefur lengi verið mikil. Þá er Tallinn forn versl- unarborg milli Norðurlandanna og Rússlands. Eistland er eitt þriggja baltnesku ríkjanna við Eystra- salt og öðlaðist nýlega sjálfstæði í annað sinn eftir nokkur hundr- uð ára ósjálfstæði vegna yfir- ráða Rússa og annarra ná- grannaþjóða. Eistlendingar rekja sögu sína langt aftur í aldir en á 13. öld hertóku Danir norð- urhluta landsins og Þjóðverjar syðri hluta þess. Um öld síðar seldu Danir Þjóðverjum sinn hluta landsins, þar á meðal Tall- inn en nafnið er leitt af eist- nesku orði sem merkir „danska borgin“ í kjölfarið voru Eist- lendingar ýmist undir yfirráðum Svía, Þjóðverja eða Rússa en 1918 nýttu þeir sér ringulreiðina í Rússlandi vegna heimsstyrj- aldarinnar fyrri og lýstu yfir sjálfstæði. Sjálfstæðið tryggðu þeir svo með því að sigra Rússa í orrustu um yfirráð landsins 1920. í seinni heimsstyrjöldinni var landið hertekið á ný, fyrst af Sovétmönnum 1940, Þjóðverj- um 1941 og svo Sovétmönnum aftur 1944. Þá flýðu tugþúsundir Eistlendinga en á árunum eftir stríð fóru fram fjöldaflutningar á Eistlendingum til Síberíu. Það var svo ekki fyrr en um 40 árum seinna að óánægja Eistlendinga kom upp á yfirborðið en 1987 fóru fram fyrstu opinberu mót- mælin. Eistlendingar lýstu sig svo sem fullvalda þjóð 1988 og sjálfstæða 1990, fyrst allra sam- bandsríkja Sóvétríkjanna. ís- land var fyrsta erlenda ríkið til að viðurkenna og styðja sjálf- stæði baltnesku ríkjanna. Eistland er nú á hraðferð inn í 21. öldina en þar er ör vöxtur í atvinnulífi og framleiðslu allri, velmegun er vaxandi en framlög til heilbrigðis- og skólamála hafa aukist til muna. Eitt merki

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.