Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 68
774 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Stefnt er að því að breytingarn- ar taki gildi um mitt næsta ár. Aðalfundur PWG Föstudagurinn 2. maí Eftir hádegi á föstudeginum hófst svo aðalfundur PWG með opnunarræðu forseta samtak- anna, danska svæfingarlæknis- ins Jesper Poulsen. Hann gerði vinnutíma ungra lækna að meg- inmáli sínu en hann hefur unnið hörðum höndum undanfarin ár að því að fá Evrópusambandið til að fella lækna í sérþjálfun undir vinnutímalöggjöfina. Lagði hann áherslu á að vænt- anlegri hvítbók yrði fylgt fast eftir með fundaherferð innan sambandsins til að tryggja fram- gang tillagna hennar og lögfest- ingu þeirra í breyttri vinnutíma- löggjöf. Jesper hefur lagt gríð- arlega vinnu í kynningu á störfum ungra lækna innan Evrópusambandsins og hafa evrópskir unglæknar sjaldan haft jafn sterka stöðu þar og nú. Þá fór forsetinn yfir þann farveg sem stefnumótunarvinna sam- takanna um „future medical work“ er sprottin úr, framvindu hennar og þann grundvöll sem hún leggur fyrir væntanlega ráð- stefnu í Köln. Eftir að hafa kynnt samstarf PWG við Evrópusamtök lækna (CP), Evrópusamtök heimilislækna (UEMO) og Evrópusamtök sérfræðilækna (UEMS) kynnti Jesper til sögunnar ítölsku læknafélögin tvö sem sóttu um að verða fulltrúar í samtökun- um. í niðurlagi þakkaði Jesper eistnesku unglæknasamtökun- um fyrir gestrisnina og óskaði þeim til hamingju með hraða uppbyggingu samtakanna. Pað sem eftir lifði dags var farið yfir niðurstöður og skýrslur vinnu- nefndanna og þær samþykktar. Þá voru fjármál yfirfarin og áætlanir gerðar. Um kvöldið var farið með rútu um nágrannasveitir Tall- inns og endað í gömlum en nýuppgerðum kastala. Þar tók kór lögreglumanna á móti gest- um en í kjölfarið var framreidd- ur margréttaður kvöldverður og eistnesk vín í boði eistnesku læknasamtakanna. Formaður þeirra var fyrsti formaður eist- nesku unglæknasamtakanna og einn af stofnendum þeirra. Eftir matinn var boðið upp á eðalvín við píanóundirleik formanns ít- ölsku unglæknanna, Paolo Gi- annini. Hann er taugalæknir en vinnur fyrir sér með píanóleik á veitingastöðum í heimalandi sínu. Þarna um kvöldið styrkt- um við tengsl okkar við helstu vinaþjóðir okkar og kynntumst ágætlega fulltrúum eistnesku og litháensku unglæknasamtak- anna. Laugardagurinn 3. maí Aðalfundinum var framhald- ið daginn eftir en helstu verk- efnin fyrir utan venjuleg aðal- fundarstörf voru val á fulltrúum ítala og kosning nýs formanns. Eftir kynningu ítalanna á sam- tökum sínum voru þau samtök sem samrýmdust best eðli PWG valin. Það félag er hreint félag ungra ítalskra lækna (AMSCE) en hitt félagið (CIMO) hafði bæði sérfræðinga og unga lækna innan sinna vébanda og voru ungir læknar þar í minnihluta. Nýr formaður var kosinn Edu- ardo Marques frá Portúgal en hann, eins og aðrir fulltrúar Portúgala, hefur verið mikill Is- landsvinur og því fengur fyrir okkur að hafa portúgölsku sam- tökin í forystu. I beinu fram- haldi af kosningu formanns var Jesper Poulsen kosinn sérstakur fulltrúi PWG innan Evrópu- sambandsins og skal hann vinna að framgangi breyttrar vinnu- tímalöggjafar þar. Síðast var farið yfir skýrslur unglæknafé- lags hvers lands og fundinum slitið. Um kvöldið var boðið upp á kvöldverð í um 700 ára gamalli kirkju sem staðsett er á ráðhús- torgi gamla bæjarins. Hefð er fyrir því að þetta kvöld haldi hver fulltrúi stutta ræðu á sínu eigin tungumáli en segi svo ein- hverja gamansögu eða lækna- brandara á sameiginlegu tungu- máli. Kvöldið nefnist „night of the speeches" og setur venja þessi mjög skemmtilegan svip á lokakvöldið og undirstrikar um leið alþjóðlegt yfirbragð sam- takanna. Eftirminnilegust var ræða breska fulltrúans en hann flutti hana á máli innfæddra Suður-Afríkubúa þar sem hann ólst upp. Tjáningin minnti helst á einhverja leikfimi frekar en tungumál. í lok kvöldsins voru eistnesku gestgjöfunum og full- trúum dönsku samtakanna færðar gjafir. Heimferð Ferðin til baka gekk áfalla- laust fyrir sig en við Páll ákváð- urn að hittast aftur daginn eftir en þá var svokallaður bank holi- day í Bretlandi og almennur frí- dagur. Þrátt fyrir fallegan vor- dag var breska þjóðfélagið enn postelectal eftir nýafstaðnar þingkosningar. Með okkur Páli um kvöldið voru Vigdís Þóris- dóttir og Inga Þráinsdóttir. Vig- dís er við nám í bæklunarlækn- ingum við King’s College Hosp- ital og lét mjög vel af dvölinni og þjálfuninni þar. Inga hafði aftur á móti verið á faraldsfræðileg- um námskeiðum í vetur við ann- an spítala í London og lét einnig mjög vel af sinni dvöl. Skemmt- um við okkur konunglega við líflegar samræður um heilbrigð- ispólitík á íslandi við undirleik eðalvína og osta að hætti Páls Matthíassonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.