Fréttatíminn - 05.11.2010, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 05.11.2010, Qupperneq 2
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Gjaldþrotum fækkar en fjárnámum fjölgar í nýjum tölum sem Creditinfo hefur tekið saman kemur fram að gjaldþrot í ár eru 25% færri en í fyrra. Á sama tíma hefur hins vegar árangurslausum fjárnámum fjölgað um 17%. Í samantektinni bendir Creditinfo á að vandræði íslenskra fyrir- tækja kristallist frekar í fjölda árangurs- lausra fjárnáma heldur en gjaldþrotum og því þurfi að finna úrræði fyrir þau. 25% Fækkun gjaldþrota Frá árinu áður Creditinfo Selur mömmu sinni lúxusvillu á Laufásvegi jón ásgeir seldi húsið á 107 milljónir til að eiga fyrir himinháum lögfræðikostnaði vegna málaferla við skilanefnd glitnis í new York  Dómsmál lögfræðikostnaður a thafnamaðurinn Jón Ásgeir Jó-hannesson hefur selt lúxusvillu sína á Laufásvegi. Kaupandinn er móðir hans, Ása Karen Ásgeirsdótt- ir, og kaupverðið er 107 millljónir sam- kvæmt þinglýstum kaupsamningi. „Ég þurfti að selja húsið til að mæta lögfræðikostnaði vegna málaferlanna í New York. Mamma hljóp undir bagga þannig að ég þurfti ekki að selja húsið á brunaútsölu núna. Það er í gildi leigu- samningur til 31. október 2011 og ég geri ráð fyrir að húsið verði selt þegar hann rennur út,“ segir Jón Ásgeir í samtali við Fréttatímann. Hann segist vinna að því að selja allar eignir sínar á Íslandi til að eiga fyrir lög- fræðikostnaði sem er að sliga hann, að hans sögn. Húsinu glæsilega á laufásvegi verður haldið innan fjölskyldunnar í bili að minnsta kosti. Ljósmynd/Teitur Á húsinu hvílir kyrrsetningarbeiðni frá skilanefnd Glitnis upp á 192 milljón- ir og sagði Jón Ásgeir söluna á húsinu gerða með vitund og vilja skilanefnd- ar Glitnis. Kyrrsetningin verður felld niður við fullnaðargreiðslu af húsinu hinn 15. nóvember næstkomandi. Jón Ásgeir keypti húsið árið 1999. Það er 362 fermetrar að stærð og var byggt árið 1929. Hann bjó í húsinu í nokkur ár áður en hann flutti inn til núverandi eiginkonu sinn- ar, Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur. Síðan þá hefur húsið verið í út- leigu. Fyrst til athafna- mannsins Magnúsar Ármanns og síðan raf- bílakóngsins Gísla Gíslasonar sem býr í því í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Ég þurfti að selja húsið til að mæta lögfræðikostnaði vegna málaferlanna í New York. Mamma hljóp undir bagga þannig að ég þurfti ekki að selja húsið á brunaútsölu núna. Jón Ásgeir Jó- hannesson segist hafa verið neyddur til að selja laufás- veginn til að borga lögfræðikostnað. Stórir bílar hækka í verði Ný lög um kerfisbreytingu á koltvísýringi gera það að verkum að vörugjald á stórum jeppum, sem losa mikinn koltvísýring, mun hækka um allt að 750 þúsund krónur. um er að ræða bíla á borð við Mitsubishi Paj- ero, Porsche Cayenne og Ford Expedition. að sama skapi mun vörugjald lækka á bílum á borð við toyota aygo, toyota Yaris og Skoda octavia. -óhþ Ekkert fréttist af Sjóvá Enn er beðið eftir svari Más guðmunds- sonar Seðlabankastjóra við tilboði fjárfestahóps undir forystu Heiðars Más guðjónssonar og ársæls Valfells í Sjóvá. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst vantar aðeins svar Más en búist var við því að lokasvar kæmi í þessari viku. -óhþ Segja Sérstakan ekki hafa leyfi til að rannsaka og ákæra lögmenn jóns þorsteins jónssonar, ragn- ars Zophaníasar guðjónssonar og Styrmis Bragasonar, sem ákærðir eru af embætti Sérstaks saksóknara fyrir umboðssvik í tengslum við milljarðs lánveitingar Byrs til Exeter Holdings, hafa farið fram á frávísun í málinu. rök þeirra eru að Sérstakur saksóknari hafi ekki leyfi samkvæmt lögum um embættið til að rannsaka þetta sérstaka mál þar sem það falli ekki undir þá skilgreiningu að hafa á nokkurn hátt tengst setningu neyðarlaganna 6. október 2008. -óhþ neytendastofa skoðar orkuna neytendastofa skoðar nú hvort auglýsingar orkunnar um orkuvernd, þar sem fyrir- tækið lofar lægsta verði í landshlutanum, standist lög. glöggur viðskiptavinur tók eftir því um helgina að bæði Skeljungur, móðurfélag orkunnar, og olís voru með fimm krónum lægra verð á bensínlítranum en orkan í garðabæ. -óhþ leiðrétting Í viðtali við Heiðar Már guðjónsson í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag var greint frá því að ágúst Valfells væri í hópnum sem vildi kaupa Sjóvá. það er ekki rétt því ársæll Valfells er í hópnum. Er beðist velvirðingar á þessu. Framlög bæjarfélaga á hvert barn í sjálf- stætt reknum grunnskólum var 73% af kostnaði við skólana sem þau ráku sjálf árið 2008. Sama ár voru greiðslur í sjálfstætt reknum leikskólum 86% af greiðslum til leikskóla bæjarfélaganna, sé tekið tillit til aldurs. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Hagfræðistofn- un Háskóla Íslands vann fyrir Samtök sjálfstæðra skóla og Samtök verslunar og þjónustu. „Fölmargir halda að sjálfstætt starf- andi skólar snúist um gróðabrall en hér gerum við okkar hluti fyrir minni pen- inga en nokkurt sveitarfélag,“ segir Mar- grét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla og fræðslustjóri Hjallastefnunnar. „Þetta eru ódýrustu skólar landsins og við erum stolt af því að segja án þess að hika að við höfum ekki tapað neinu í gæðum,“ segir Margrét Pála og bendir á að þeir séu reknir af hugsjón: „Sjálf- stætt reknir skólar eru ekki munaður vel stæðra foreldra.“ Í skýrslunni stendur að meðalkostn- aður á nemanda í öllum grunnskólum sem íslensk sveitarfélög reka hafi að mati Hagstofunnar verið um 1.150 þús- und krónur árið 2008 en greiðslur bæjar- félaga á hvern nemanda í sjálfstætt rekn- um grunnskólum um 840 þúsund krónur árið 2008. „Mín hugmynd er að það eigi að vera ávinningur fyrir alla að sjálfstætt reknir skólar starfi,“ segir Margrét en ítrekar að sambland af einkareknum og opin- berum skólum fari vel og að sveitarfé- lögin verði að hagnast á því að að láta aðra sjá um rekstur skólana. „Þá finnst mér að foreldrar eigi að hafa val - þeir hagnast á því.“  skólar rekstur einkaskóla Einkareknir skólar fjórðungi ódýrari Skólastjórinn með krökkunum sínum í skóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð. Ljósmynd/Hari 2 fréttir Helgin 5.-7. nóvember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.