Fréttatíminn - 05.11.2010, Side 8

Fréttatíminn - 05.11.2010, Side 8
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd Úrval nuddsæta - verð frá 23.750 kr. Verið velkomin í verslun okkar og prófið. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 4. - 6. nóvember fimmtudag til laugardags Opið fimmtudag og föstudag kl. 10-18, laugardag kl. 11-17 Verslunarmiðstöð í hjarta hafnarfjarðar Barna- dagar © 2010-1 1 — H ön nu na rh ús ið e hf . Fjöldi tilboða í verslunum Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Spil og jóladagatöl með þínum myndum. Hannaðu þín eigin spil eða jóladagatal á oddi.is O líudreifing hefur kært til umhverf-isráðuneytisins þá niðurstöðu Umhverfisstofnunar að neita álveri Alcan í Straumsvík um að nota verk- smiðjuolíu. Synjun stofnunarinnar hefur víðtækari áhrif því hún fór ofan í saumana á endurvinnslu Olíudreifingar í Örfirisey og telur að farga eigi olíunni – hún sé úr- gangsolía. Áhrifin láta ekki á sér standa; kostnaður fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn rýkur upp um milljónir króna á ári, staðfestir Rafn Jóns- son, rekstrarstjóri þar. „Við höfum blandað þessari endurunnu olíu saman við svartolíu og náð þannig að spara umtalsvert því við erum í þeirri aðstöðu hér að geta ekki notað rafmagn til framleiðslunnar.“ Olían endurunna segir hann að sé á bilinu 15 til 20 krónum ódýrari en svartolían sem annars standi til boða. Hann kaupi á bilinu 1.000 til 3.000 tonn af olíu á ári og sú endurunna sé um 40% magnsins. „Miðað við síðasta ár erum við því að tala um tólf millj- ónir króna,“ segir hann: „Þessi olía er til staðar í landinu nú þegar og það er vand- fundin betri leið til að eyða henni.“ Ekki síðri olía en sú svarta Gestur Guðjónsson, sérfræðingur í ör- yggis- og umhverfismálum hjá Olíudreif- ingu, er ósáttur við niðurstöðu stofnunar- innar: „Það er verið að banna okkur að nota betri og í raun umhverfisvænni olíu en svartolíuna sem nú þarf að sækja fyrir þessi fyrirtæki sem nota hana,“ segir  Viðskipti púsluspil VinkVenna í fæðingarOrlOfi Hugmyndin varð til við brjóstagjöf „Hugmyndin varð til eina nóttina þegar ég var að gefa brjóst og hefur þróast síð- an,“ segir Guðrún Heimisdóttir en hún stofnaði í ágúst síðastliðnum fyrirtækið Puzzled by Iceland með vinkonu sinni, Þóru Eggertsdóttur. Fyrirtæki þeirra hannar og framleiðir púsluspil með myndum af íslenskum náttúruperlum og dýrum. Fimm fyrstu púslin koma til landsins á mánudaginn og fara strax í sölu, m.a. í Eymundsson, Islandiu, Iðu, Minju og Spilavinum, auk Fríhafnarinn- ar í Leifsstöð og hótelverslana. Púslmyndinar eru af Hvítserki, Þeista- reykjum, Öxarárfossi, íslenska hestinum og lambi. Guðrún segir þau bæði ætluð Íslendingum og erlendum ferðamönnum en upplýsingar um púslmyndirnar er að finna á íslensku og ensku í kössunum utan um púslin. Þau eru annars vegar 500 bita og hins vegar 48 bita og passa þau minni á matarborð í flugvélum. Guðrún og Þóra eignuðust báðar tvö börn með 13-14 mánaða millibili og sáu ekki fram á að fara strax í vinnu annars staðar að loknu framlengdu fæðingaror- lofinu. Þær voru samtímis í viðskipta- fræði í HR, bjuggu yfir grunni til rekst- urs fyrirtækis og vantaði því aðeins hugmynd – sem varð til við brjóstagjöfina. Þær eru strax farnar að huga að frekari framleiðslu en púslin og kassarnir eru framleidd í Kína. Þær standa í viðræðum við fleiri verslanir um sölu púslanna og verða á Skarfa- bakka í vor þegar skemmtiferða- skipin koma. Minni púslin eru 48 bita og passa á matarborð í flugvélum. Þóra Eggertsdóttir með börn sín, Egget Aron 10 mánaða og Alexöndru Björk 23 mánaða, en hjá Guðrúnu Heimis- dóttur sitja börn hennar, Kári 21 mánaðar og Hulda Lovísa 7 mánaða.  OlíuVinnsla umhVerfisstOfnun stöðVar sölu á endurunninni Olíu Olíukostnaður fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins á Þórshöfn rýkur upp um milljónir króna, staðfesti umhverfisráðuneytið úrskurð Umhverfisstofnunar um að stöðva endurvinnslu olíu í landinu. Stofn- unin flokkar hana sem úrgang en Olíudreifing segir hana vel nothæfa. Gestur Guðjónsson bíður ákvörðunar umhverfisráðuneytisins vegna þeirrar niðurstöðu Umhverfisstofnunar að stöðva fimm ára endurvinnslu Olíudrefingar. Blikur á lofti með olíu- endurvinnslu í landinu hann og bendir á að til að mynda sé minni brennisteinn í henni og hún sé tugum prósentna ódýrari en svartolían. Staðfesti umhverfisráðuneytið úrskurð stofnunar- innar þurfi Olíudreifing undanþágu til að senda olíuna úr landi í stað þess að endurvinna hana – því bannað er að senda úrgang á milli landa. Gestur segir að þar fari verksmiðjuolían á uppboð og verði notuð af öðrum. „Við hjá Olíudreifingu höfum farið í miklar fjárfestingar síðustu fimm ár til að hreinsa olíuna. Það er því afar slæmt ef kippa á löppunum undan starfseminni og veldur okkur fjárhagslegum skaða og þeim fyrirtækjum sem hafa notið góðs af olíunni,“ segir hann. Ákvörðunin tók tíu mánuði Það tók stofnunina tíu mánuði að komast að niðurstöðu. Alcan sendi beiðnina 17. desember síðastliðinn en synjunin lá fyrir á fimmtudaginn var. Stofnunin baðst af- sökunar á því hve langan tíma afgreiðslan tók enda hefði hún útheimt víðtæka upp- lýsingaöflun og yfirlegu. Rafn segir að nú þurfi Umhverfisstofn- un að benda á betri leiðir en verksmiðja hans og sambærilegar vinnslur hafa notað til að brenna olíunni, því enn sem fyrr vilji til að mynda bíleigendur og aðrir skipta um olíu á bílum sínum og losa sig við hana. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Það er verið að banna okkur að nota betri og í raun umhverf- isvænni olíu. 8 fréttir Helgin 5.-7. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.