Fréttatíminn - 05.11.2010, Page 19

Fréttatíminn - 05.11.2010, Page 19
islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Vaxtasproti er einfalda leiðin til að spara í áskrift Með sparnaði í áskrift getur þú sett þér mark mið, lagt fyrir í hverjum mán uði, safn að vöxt um og átt fyrir því sem þig langar að gera. Hvort sem það er sumar frí fjöl skyld unnar, heimilis tæki sem þarf að endur nýja eða eitt hvað allt annað – þá er ódýrara að safna og eiga fyrir hlut unum en að fá lánað fyrir þeim. Vaxtasproti er sparnaðar­ reikn ingur sem er alltaf laus. Þú getur því bæði safnað þér fyrir einhverju ákveðnu en um leið notað reikn inginn sem vara sjóð til að bregðast við óvæntum útgjöldum. Fyrir hverju langar þig að safna með sparnaði í áskrift? Byrjaðu að spara á islandsbanki.is sem leitað hefur verið leiða til að vinna hag- stæðustu viðskiptahugmyndina fyrir fyrirtæk- ið. „Það eru mismunandi viðskiptahugmyndir í gangi. Við verðum að átta okkur á því að þekk- ing á sölu á orku til Evrópu er ekki fyrir hendi á Íslandi og því erum við að læra allan tímann. Ég geri ráð fyrir að þetta ferli okkar taki tólf til átján mánuði og eftir það vitum við hvert við viljum stefna,“ segir Hörður. Varðandi sæstreng þá eru aðallega tveir kostir í skoðun, að sögn Harðar. „Kostur A er að eigandi strengsins kaupi raforku á íslensku verði og selji hana sjálfur til Evrópu. Kostur B er að Landsvirkjun selji á Evrópuverði og borgi eigendum strengsins rekstrarkostnað. Kostur B er sá sem okkur líst best á og í raun sá eini þar sem Landsvirkjun getur gert sér vonir um eðlilega hlutdeild í hagnaðinum,“ segir Hörður og ítrekar að það sé mikilvægt að negla alla aðkomu og skiptingu hagnaðar strax í undir- búningsfasanum. „Við ætlum að stjórna því hvernig verkefnið er byggt upp og vinna það á okkar forsendum. Þetta er mögulega mjög arðbært verkefni og margir aðilar hafa lýst yfir áhuga á því að taka þátt. Flestir þeirra vilja þó taka kost A, kaupa raforku á íslensku verði og flytja sjálfir út en við ætlum að láta á það reyna hvort hægt er að finna leið til að láta kost B verða að veruleika. Þar liggur okkar raunveru- lega hagnaðarvon. Samhliða því að við skoðum möguleikana á aukinni raforkusölu á Íslandi og berum þá saman við sæstrengshugmyndina,“ segir Hörður oskar@frettatiminn.is Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar. Ljósmynd/Hari Þetta er mögulega mjög arðbært verkefni og margir aðilar hafa lýst yfir áhuga á því að taka þátt. fréttaviðtal 19 Helgin 5.-7. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.