Fréttatíminn - 05.11.2010, Side 20
Jóhanna og Óttar
eru ástfangin upp
fyrir haus.
Ljósmynd/Teitur
„Finnst ég hafa svifið á
bleiku skýi undanfarin ár“
H
láturmild, lifandi,
iðandi af fjöri, orku-
bolti, söngkona og
umfram allt einkar
sjarmerandi og eft-
irminnileg. Þeir sem fylgst hafa
með Jóhönnu Þórhallsdóttur, söng-
konu og kórstjóra, í gegnum árin
og notið listsköpunar hennar, gera
sér trúlega ekki ljóst að lífið hefur
ekki alltaf verið henni létt. En það
eru aðeins fáir útvaldir sem vita að
hún hefur gengið í gegnum erfið
átök við samvisku sína, lífsgildin
sem hún var alin upp við og hafði
sett sjálfri sér, auk tilfinninga sem
stundum taka öll ráð af skynsem-
inni. Eigi að síður berjast þessir
tveir þættir í lífi okkar harðri bar-
áttu – já, jafnvel daglega, án þess að
við gerum okkur það ljóst. Glíman
stóð á milli viðtekinna siðferðis-
legra gilda annars vegar og forboð-
innar ástar hins vegar.
Fyrir rúmlega fjórum árum gátu
hún og maðurinn sem hún hafði
elskað í mörg ár loks gert upp hug
sinn, og þau ákváðu að koma fram
sem ein heild, staðráðin í að eyða
ævinni saman.
Maðurinn sem átti hjarta Jóhönnu
er Óttar Guðmundsson, læknir
og rithöfundur, sem skrifað hefur
nokkrar bækur. Óttar er sprottinn
úr jarðvegi þar sem menning var í
hávegum höfð. Steinn Steinarr, Karl
Ísfeld og Svavar Guðnason voru þar
heimagangar. Faðir hans, Guð-
mundur Sigurðsson, vann í banka
og samdi revíur og gamanþætti í frí-
stundum. Hann var afbragðs hag-
yrðingur og margar vísur hans urðu
landsþekktar. Fjóla Haraldsdóttir,
móðir hans, var mikill listunnandi
og vann í heilbrigðisráðuneytinu.
Fjölskyldan bjó í miðbænum; for-
eldrarnir, Óttar og Steinunn syst-
ir hans sem fædd er 17. júní 1944
og er því nákvæmlega jafn gömul
lýðveldinu. „Ég varð læknir fyrir
einhvern misskilning. Mig langaði
mun frekar að læra sagnfræði eða
þýsku. Löngu síðar fór ég til Þýska-
lands, einmitt til að læra sagnfræði
og þýsku, og eftir þá dvöl var ég
bara ánægður með að hafa farið í
læknisfræðina. En það tók liðlega
þrjátíu ár að sætta sig við þá ákvörð-
un. Ég hef alltaf verið lengi að gera
upp hug minn!”
Jóhanna er sprottin úr öðrum
jarðvegi. Hún ólst upp í Háaleitinu
í stórfjölskyldu sem samanstóð
af foreldrum, bræðrum og afa og
ömmu. Foreldrar hennar, Þórhall-
ur Jónsson húsasmíðameistari og
Guðmunda Guðmundsdóttir, voru
gegnir borgarar af millistétt sem
stóðu föstum fótum á jörðinni og þar
var enga bóhema að finna þótt oft
væri glatt á hjalla og mikið sungið.
Jóhanna hefur væntanlega sótt í ein-
hverja forfeður sína listamannseðlið
og bóhemskan lífstíl sem átti ekki
síður við hana en Óttar.
Allt auðvelt með ást og
eldmóði
Óttar og Jóhanna stofnuðu sitt eigið
heimili í Austurborginni. Þar gefur
að líta fjölbreytt safn muna úr ýms-
um áttum eins og oft vill verða þeg-
ar roskið og ráðsett fólk með marg-
ar sambúðir að baki ruglar saman
reytum. Óttar er enn að skrifa og er
að leggja lokahönd á enn eina kyn-
lífsbókina. „Nú á endanlega að gera
upp hjónaband Gunnars og Hall-
gerðar,“ segir Óttar glaður í bragði.
„Mér líður alveg óskaplega vel,
hef aldrei verið eins ástfangin og
hamingjusöm. Þegar ég horfi til
baka hef ég svifið á bleiku skýi
í fjögur ár,“ segir Jóhanna. „Ég
stjórna stærsta kvennakór landsins,
Léttsveit Reykjavíkur sem telur vel
rúmlega hundrað konur, auk þess
að kenna í Söngskóla Sigurðar De-
metz og sjá um barna- og unglinga-
kórana í Bústaðakirkju. Þar er ég
með hundrað börn, takk fyrir, og
held uppi brjáluðu stuði þrjá daga í
hverri viku. Nú ætla ég að láta gaml-
an draum rætast og halda tónleika.
Ég er búin að kalla saman einvala-
lið hljóðfæraleikara, Aðalheiði Þor-
steinsdóttur, Matta Kallio, Gerrit
Schuil, Pál Eyjólfsson, Gunnar
Hrafnsson og Kjartan Guðnason,
auk tveggja söngkvenna, Signýjar
Sæmundsdóttur og Hildigunnar
Einarsdóttur. Saman ætlum við
að gangast fyrir fjölbreyttri söng-
Jóhanna Þórhallsdóttir tón-
listarkona hefur gengið í gegnum
ýmislegt án þess að bera það
með sér. Ástin hefur verið hverful
og henni og manninum, sem átt
hefur hjarta hennar um árabil,
hefur ekki auðnast að ná saman
fyrr en nú. Í einlægu spjalli við
Bergljótu Davíðsdóttur talar hún
um líf sitt, listina, orkuna, súr-
sætu árin og ekki síst aflið sem
ástin er og gaf henni hamingjuna
sem henni auðnaðist að lokum að
höndla með manni lífs síns.
Allt er svo auðvelt þegar maður er fullur af eld-
móði og ást. Við Óttar náðum loksins saman
eftir að hafa þekkst í þrjátíu ár.
20 viðtal Helgin 5.-7. nóvember 2010