Fréttatíminn - 05.11.2010, Qupperneq 21
skemmtun í Iðnó á morgun, laugar-
daginn 6. nóvember, kl. 17 og taka
allt prógrammið á einu bretti; fadó,
salsa, ljóð og latínó. Það eru 35 ár
síðan ég kom fyrst fram með Diabo-
lus in Musica og nú er í tísku að
halda upp á öll slík afmæli með tón-
leikum og endurkomu.
Allt er svo auðvelt þegar maður er
fullur af eldmóði og ást. Við Óttar
náðum loksins saman eftir að hafa
þekkst í þrjátíu ár. Hann og bróðir
minn voru saman í læknisfræðinni á
sínum tíma og ég sá hann fyrst með
hvítan stúdentskollinn þegar ég var
ellefu ára. Leiðir okkar lágu sund-
ur og saman og við stungum hvort
annað af inn í mislöng hjónabönd,
sambúðir eða sambönd. Annars á
Óttar vinninginn á því sviði.“
Fékk nóg af leynirómantíkinni
„Fyrir fjórum árum skildi Óttar
og við tókum saman og ákváðum
að láta slag endanlega standa. Nú
væri komið nóg af allri leyniróman-
tík. Það fór erfiður tími í hönd enda
voru margir sárir eins og alltaf þeg-
ar ráðsett fólk ákveður að brjóta
upp allt sitt líf og fara á byrjunar-
reitinn einu sinni enn. En þetta er
sem betur fer allt að jafna sig og
mestu skiptir að við erum sátt við
bæði Guð og menn og reynum að
njóta hvers dags. Á okkar heimili
er bannað að tala um fortíðina eða
hugsa í „bara ef“-frösum og harma
löngu teknar ákvarðanir. Lífið er
núna; enginn veit hvað morgundag-
urinn ber í skauti sér og fortíðinni
verður ekki breytt.“
Jóhanna var um árabil við söng-
nám í Royal Northern College of
Music í Manchester í Englandi,
en þangað fór hún með barns-
föður sínum og sambýlismanni til
margra ára, Einari K. Einarssyni
gítarleikara og dóttur þeirra Hildi-
gunni (sem syngur með á tónleik-
unum í Iðnó) árið 1983. Þær mæðg-
ur fluttu heim árið 1988 og við tók
brauðstrit og brjáluð vinna eins og
gerist og gengur. „Mér hefur sem
betur fer aldrei leiðst vinna og hvað
þá að vinna við músík, þótt stundum
hafi mig dreymt um frama á erlendu
stóru leiksviði,“ segir Jóhanna.
„Ég var búin að vera með söng-
bakteríuna frá því ég var krakki og
langaði alltaf að læra að syngja og
leika, en ég gerði ekki ráð fyrir að
ég gæti haft tónlistina að lifibrauði,“
segir hún brosandi. „Því var ekki
um annað að velja en koma sér á
framfæri og það var hörkuvinna.“
Síðan telur hún upp verkefnin sem
hún tók að sér og átti fyrir salti í
grautinn og gott betur. „Enda vann
ég mikið og lengi, en hefði líklega
aldrei komist í gegnum alla vinn-
una ásamt því að hugsa um dóttur
mína, ef ekki hefði verið fyrir að-
stoð foreldra minna. Ég var litla
stelpan þeirra, bræður mínir tals-
vert eldri og búnir að koma sér fyrir
með konur og börn eins og gerist
og gengur.“
Viðskiptavinum í Vildarþjónustu Byrs býðst 15% afsláttur á
Caruso, yndislegum ítölskum veitingastað í miðborg Reykjavíkur.
Gefðu þér gæðastund á Caruso.
Ekki er veittur afsláttur af drykkjum eða með öðrum tilboðum.
Vertu í Vildarþjónustu Byrs og fáðu aukin fríðindi, persónulega þjónustu og sjálfvirkar lausnir sem
veita þér betri yfirsýn yfir fjármálin. Þannig færðu tíma fyrir það sem skiptir máli. Að auki færðu
ýmis sértilboð hjá samstarfsaðilum.
Gefðu þér tíma fyrir gæðastund
VILDARÞJÓNUSTUTILBOÐ - CARUSO
BYR | Sími 575 4000 | www.byr.isKynntu þér kostina á byr.is
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
VILDARÞJÓNUSTA BYRS
Fyrir fjórum árum
skildi Óttar og við
tókum saman og
ákváðum að láta slag
endanlega standa. Nú
væri komið nóg af
allri leynirómantík.
Árið 1995 eignaðist hún síðara
barn sitt, Guðmund Þóri Hjaltason,
og tekur skýrt fram að hún hafi ekki
verið einstæð móðir, heldur sjálf-
stæð móðir. „Það fór í taugarnar á
mér þetta orð, „einstæð“, enda var
ég það ekki. Fjölskylda og vinir voru
allir af vilja gerðir til að létta undir
með mér á meðan ég var að koma
undir mig fótunum. Ég var líka
ákveðin í því að börnin mín þyrftu
ekki að líða fyrir það að búa með
mér einni án feðra sinna og því lagði
ég mig alla fram um að vera tveggja
manna maki hvað börnin varðaði.
Ég ætlaði mér líka að eiga hús og
búa eins og mig langaði, rétt eins
og aðrar konur á mínum aldri, og
lét það aldrei á mig fá að ég væri
ekki með karlmann mér við hlið.
Við Óttar eigum samtals sex börn
og sex barnabörn svo að þetta er
góður hópur, eitt knattspyrnulið og
þjálfari.“
Ágreiningur um ást á Þjóð-
verjum
„Árið 1992 fór ég til meira söng-
náms á Ítalíu, lagði stund á ítölsku,
kynntist ítalskri matargerð og varð
mjög ástfangin af Ítalíu og öllu sem
ítalskt er. Þangað er ég búin að fara
með ótal kóra í söngferðalög og allt-
af tekið á móti okkur með rauðum
dreglum og spagettí. Ég skil ekki
af hverju ég fæddist ekki á Ítalíu.
Eiginlega er það eina stóra ágrein-
ingsmálið í sambandi okkar Óttars
að hann dáir Þjóðverja öllum þjóð-
um meira og vill eiginlega ekkert
fara nema til Berlínar. Ég skil ekki
hvers vegna slíkur smekkmaður dá-
ist svona mikið að Þjóðverjum. Alla
vega kunna þeir ekki að elda mat,
blessaðir. Sauerkraut með Brat-
wurst er skelfilegur matur.
Svo ætlum við að telja í á tón-
leikunum á laugardaginn,“ segir
Jóhanna og augun skjóta gneist-
um. „Ég er uppfull af orku eins og
vera ber þegar maður er nýgiftur
og hamingjusamur. Ég er síung og
mun syngja alls konar perlur frá
söngferlinum. Ég ætla meira að
segja að syngja á þýsku fyrir hann
Óttar minn þótt meirihlutinn verði
á siðmenntuðum tungumálum eins
og ítölsku, portúgölsku, frönsku og
íslensku.
Fyrir konu eins og mig, sem er
alltaf að kenna og stjórna kórum,
er nauðsynlegt að koma öðru hvoru
fram með sjálfa sig og sýna hvað í
manni býr. Þannig fær maður í sig
orkuna til að gefa áfram.“
Blaðamaður gengur út í kvöldið
og áttar sig á því í heimreiðinni að
Jóhanna minntist aldrei á krepp-
una og bölsótaðist ekki út í íslenskt
samfélag eins og nú er hvað mest í
tísku. Þorlákur biskup helgi hafði
fyrir vana að formæla aldrei veðrinu
enda var sagt að hann fengi alltaf
blíðviðri hvert sem hann fór. Kona
eins og Jóhanna kveður kreppuna
í kútinn með því að skeyta ekki um
hana heldur einbeita sér að því sem
jákvætt er í lífinu. Þetta eiga þau
sammerkt, hún og heilagur Þor-
lákur.
viðtal 21 Helgin 5.-7. nóvember 2010