Fréttatíminn - 05.11.2010, Page 49

Fréttatíminn - 05.11.2010, Page 49
HELGARBLAÐ Takk! Samkvæmt könnun Capacent mælist Fréttatíminn nú með 65% lestur á höfuðborgarsvæðinu. 100 90 80 70 40 60 30 50 20 10 Fréttatíminn Fréttablaðið heilsa 49Helgin 5.-7. nóvember 2010  hugleiðsla Ingibjörg Stefánsdóttir rekur jógastöðina Yoga Shala Reykjavík þar sem kennd er hugleiðsla. Hún segir að í fyrsta lagi skapi hugleiðsla innri ró. „Hugurinn er svo öflugur og margar hugsanir oft í gangi. Fólk upplifir að hugurinn verður skarpari þegar það stundar hug- leiðslu. Þá hefur hug- leiðsla jákvæð áhrif á til- finningar, getur minnkað streitu og dregið úr þung- lyndi og kvíða.“ Ingibjörg segir að niður- stöður rannsókna hafi sýnt að hugleiðsla geti aukið minni og breytt svæði í heilanum – því svæði sem ræður meðal annars titilfinningum. Hvað líkamann varðar nefnir Ingibjörg að hug- leiðsla geti dregið úr spennu í vöðvum og minnkað verki. Hún segir að til séu marg- ar aðferðir við að hugleiða. „Við erum misjöfn og hver og einn þarf að leita eftir hvað hentar honum. Það er til dæmis hægt að hug- leiða í göngutúr – ganga meðvitað og finna hvernig maður hreyfir sig og taka vel eftir umhverfinu. Taka eftir smáatriðunum – blómunum, steinunum og lyktinni; því smáa og fallega í umhverfinu.“ -SJ Jákvæð áhrif á tilfinningar Ingibjörg Stefánsdóttir. Ljósmynd/Hari Rannsókn hefur leitt í ljós hverjir veikjast fyrst, þ.e. hafa aðdráttarafl fyrir kvef. Haustinu fylgja kvefpestir. Samt viljum við flest komast hjá því að liggja rauðeyg með nefrennsli undir sæng, með kamillute og snýtuklúta á náttborðinu. Það eru mörg ráð til þess að forðast kvefið, eins og að klæða sig vel og þvo sér um hendurnar. En bandarísk rannsókn, sem birt var í tímaritinu PloSOne, sýnir athyglisverða niðurstöðu. Það eru þeir vinsælu sem veikjast fyrst. Þeir kvefast u.þ.b. tveimur vikum fyrr en aðrir. Skýringin er sú að vinsæla fólkið er í meira návígi við aðra en þeir sem síður blanda geði. Þetta á bæði við á vinnustöðum og á samkomum. Hinir vinsælu draga að sér fólk og um leið vírusa og bakteríur sem smita þá. -jh Þessir veikjast fyrst

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.