Fréttatíminn - 05.11.2010, Síða 64

Fréttatíminn - 05.11.2010, Síða 64
64 dægurmál Helgin 5.-7. nóvember 2010  Kauptu stílinn sienna miller HANSKADAGAR Sienna Miller til fyrirmyndar Breska leikkonan Sienna Miller, 29 ára, er þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Alfie og Layer cake. Hún hefur einnig tekið að sér fyrirsætustörf og nýlega kom hún á fót sinni eigin tískulínu, Twenty8twelve. Hún hefur verið mikið í sviðs- ljósinu síðustu ár og er talin vera ein best klædda kona Bretlandseyja. Hún er mikill frumkvöðull og fer sínar eigin leiðir. Nostalgíga 2.000 kr. FöSTudAgur 5. NóveMBer Hjaltalín og Kammersveit Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands Menningarhúsið Hof, Akureyri, kl. 20. Hjaltalín fær Kammersveit Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands og Daníel Bjarnason til liðs við sig. Aðgangur: 4.400 kr. Gítarveisla Bjössa Thor Salurinn, Kópavogi, kl. 21 Fram koma margir af helstu gítarsnillingum Íslands, m.a. Björgvin Gíslason, Gunnar Þórðarson, Guðlaugur Falk, Andrés Þór og fleiri. Björn Thoroddsen er veislustjóri og rifjar upp kynni sín af gestunum. Sérstakur gestur er hollenski gítarleikarinn Robin Nolan. Aðgangur 2.900 kr. Sódóma reykjavík, húsið opnað kl. 22 Í þetta skiptið verður talið í sveitta bar- tónleika. Dúettinn Nolo sér um upphitun. Aðgangur 1.500 kr. Datarock, Retro Stefson og Berndsen Nasa, húsið opnað kl. 23 LAugArdAgur 6. NóveMBer Gítarveisla Bjössa Thor Salurinn, Kópavogi, kl. 21 Wildbirds & Peacedrum, Hjaltalín og Schola Cantorum Fríkirkjan í reykjavík, kl. 20 Tónleikarnir eru hluti af norrænni menningarhátíð, Ting, sem haldin er samhliða þingi Norðurlandaráðs. Aðgangur 3.900 kr. SuNNudAgur 7. NóveMBer Sálmar tímans Hallgrímskirkja, kl. 16 Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og organistinn Gunnar Gunnarsson halda tónleika í Hallgrímskirkju Aðgangur 2.000 kr. Til eru fræ Menningarhúsið Hof, Akureyri, kl. 16 Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi flytur tónleikadagskrá sína Til eru fræ. Aðgangur 1.500 kr. Cristina Andersson og Ilkka Paananen Norræna húsið, kl. 20 Cristina Andersson sópransöngkona og Ilkka Paananen píanóleikari flytja verk um skandinavískar kvenhetjur. Aðgangur 1.500 kr. Á hljómgrunnur.is er að finna að- gengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. Það er óþarfi að hend- ast út í búð og fjárfesta í húfu því núna í ár eru það stóru prjónuðu húfurnar sem sjást mikið. Þær eru hlýjar og halda svo sannar- lega á manni hita. Nú er tíminn til að taka upp prjónana og búa sér til húfu. Nauðsynlegt í kuldanum Nú er veturinn kominn og tími til að klæða sig vel. En það þýðir samt ekki að taka upp gömlu vetrarfötin síðan í fyrra því nýjar og öðruvísi áherslur liggja í tískunni. Stóru pelsarnir hafa ekki misst gildi sitt síðan í fyrra. Þeir eru gríðarlega vinsælir, bæði hlýir og sparilegir og hægt að nota þá við hvert tækifæri. Þeir þurfa ekki að vera dýrir og fást í verslunum, bæði notaðir og nýir. Verslunin Gyllti kötturinn hefur selt notaða pelsa í gegnum árin og hafa þeir aldrei verið vinsælli. Gyllti kötturinn, 28.800 kr. Tískan gengur í hringi eins og sagt er og nú eru hanskarnir aftur orðnir vinsælir. Leðurhanskarnir eru mjög hentugir fyrir veturinn og þeir eru nýjasta tískutrendið í ár. Tösku- og hanskabúðin á Skólavörðustíg selur alls konar dömuhanska úr ekta leðri. Tösku- og hanskabúðin, 7.800 kr. Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Grensásvegi 8 -108 RVK Sími: 517-2040 Góðir skór á börnin www.xena.is St. 20-27 kr. 6.495.- St. 28-35 kr. 6.995.- St. 20-27 kr. 6.495.- St. 28-35 kr. 6.995.-

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.