Fréttatíminn - 05.11.2010, Síða 72

Fréttatíminn - 05.11.2010, Síða 72
Matreiðslubók Disney skákar Rannsóknar- skýrslu Skýrsla Rann- sóknarnefndar Alþingis hefur verið mest selda bók ársins allt frá því að hún kom fyrst út í apríl. Þau undur og stórmerki gerðust hins vegar í síðustu viku að Stóra Matreiðslubókin frá Disney, sem Edda gefur út, skaust upp fyrir skýrsluna í efsta sætið yfir mest seldu bækur ársins á lista Félags íslenskra bókaútgefenda. Jón Axel Ólafsson hjá Eddu segir í samtali við Fréttatímann að salan hafi verið betri en menn gerðu ráð fyrir. „Við höfum selt um tíu þúsund bækur og hún er uppseld hjá okkur. Undirbúningur að annarri prentun stendur yfir því að við teljum eftirspurnina ennþá vera mikla,“ segir Jón Axel. Spurður um ástæðu þessa góða gengis segir Jón Axel einfald- lega: „Disney virkar.“ Tvíhöfði í sjónvarp Tvíhöfði, gríndúett Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar, gæti verið á leið í sjónvarp. Þetta staðfestir Jón í sam- tali við Fréttatímann. Hann er þó ófáan- legur til að gefa upp hvar þáttur- inn verður sýndur eða hvenær því undirbúningur sé kominn skammt á veg. Tvíhöfði var síðast á útvarpsstöðinni Kananum. Baileys heiðrar Línu, Hörpu og Unu Þrjár íslenskar listakonur, þær Lína Rut, Harpa Einarsdóttir og Una Hlín Krist- jánsdótt- ir, verða heiðr- aðar á listakvöldi Baileys í Sjóminja- safni Reykjavíkur á Grandagarði í kvöld, föstudagskvöld. Eftir því sem fram kemur í tilkynn- ingu fá stöllurnar viðurkenningu fyrir að hafa sett mark sitt á tísku og tíðaranda með dugnaði og framúrskarandi listrænni sýn. Við athöfnina verða verk þeirra þriggja boðin upp. HELGARBLAÐ Hrósið… ... fær Erpur Eyvindarson, Blaz Roca, fyrir að draga meistarann Ragga Bjarna á flot í hinu frábæra lagi Allir eru að fá sér. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Á siminn.is sérðu hvort þitt heimili hefur aðgang að Sjónvarpi Símans. Til að ná Sjónvarpi Símans þarf að hafa ADSL tengingu hjá Símanum. Mesta úrval landsins heima í stofu Það er Fyrir aðeins 790 kr. á mánuði færðu opnu, íslensku stöðvarnar og þrjár erlendar. Einnig færðu SkjáBíó þar sem þú getur leigt þér þúsundir bíómynda og auk þess séð sjónvarpsþætti og úrval efnis á 0 kr. Fáðu þér Sjónvarp Símans í 800 7000, á siminn.is eða í næstu verslun. Sjónvarp Símans Sími Netið Sjónvarp E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 5 5

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.