Kjarninn - 10.10.2013, Síða 13

Kjarninn - 10.10.2013, Síða 13
02/03 kjarninn TónlisT M iklar breytingar hafa orðið á markaði með tónlist á heimsvísu á undanförnum árum, ekki aðeins vegna vaxandi sölu á tónlist í gegnum netið heldur hefur sala á vínyl- plötum einnig aukist mikið á skömmum tíma. „Við finnum fyrir vaxandi áhuga á vínylplötunum og fögnum því vitaskuld,“ segir Geir Ingvarsson, einn forsvars- manna tónlistarbúðarinnar Lucky Records við Rauðarár- stíg 10. Verslunin leggur mikið upp úr fjölbreyttu úrvali af vínylplötum, bæði notuðum og nýjum, auk þess að selja geisladiska, DVD-diska og margt fleira. Vínylplötur njóta vaxandi vinsælda á heimsvísu og hefur sala á þeim aukist hratt undanfarin misseri, samhliða aukinni tíðni af útgáfum tónlistarmanna á vínyl. Tónlistin snýr vörn í sókn Endurkoma vínylplötunnar er táknræn fyrir tónlistar- heiminn, þar sem stefnur og stílar eiga það til að fara hring eftir hring. Gamalt efni verður vinsælt aftur mörgum árum eftir útgáfu, nýjar hljómsveitir eru undir áhrifum frá tónlistar mönnum fyrri kynslóða og leiðir til þess að dreifa tónlistinni lifa góðu lífi þrátt fyrir öra þróun, eins og vínyl- platan er til marks um. Áskrift af tónlist Samkvæmt rannsóknum IFPI í London, sem árlega gefur út skýrslu um þróun mála í tónlistarheiminum, var árið 2012 ár mikils viðsnúnings í tónlistarheiminum. Á því ári voru tekjur af seldri tónlist 0,2 prósentum meiri en árið 2011. Þó að vöxtur- inn sé lítill eru tímamótin þau að þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1999 sem sala á tónlist eykst. Útlit er fyrir að vöxturinn verði lítið eitt meiri á þessu ári. Þegar að þessu kemur munar mestu um öran vöxt í áskriftartekjum, svipað og Spotify býður upp á. Samkvæmt gögnum IFPI hefur vöxturinn í þeim leiðum verið mikill milli ára. Árið 2011 námu áskriftarleiðir í niður- hali 14 prósentum af heildar tekjum tónlistar á netinu en sú tala var komin í 20 prósent árið 2012. TónlisT Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.