Kjarninn - 10.10.2013, Side 14

Kjarninn - 10.10.2013, Side 14
03/03 kjarninn TónlisT Sérstaða vínylplötunnar Sala á vínylplötum er enn sem komið er óverulegur hluti af heildartekjum vegna tónlistar. Vöxtur hefur verið þó nokkur en það eru ekki síst áhrif á ýmsa aðra geira sem hafa farið vaxandi. Þannig hefur það færst í vöxt víða erlendis að kaffihús séu á sama stað og vínylplötuverslanir, sérstökum verslunum fyrir ákveðna tegund tónlist- ar sem gefin er út á vínyl hefur fjölgað, til dæmis sér stökum verslunum fyrir djass, sálartónlist og þungarokk. Sérstaða vínylsins felst ekki síst í því hversu stór plötuumslögin eru og oft mikið lagt í útlit þeirra. Á stöðum þar sem vínylplötur eru í hávegum hafðar eru húsakynnin oftar en ekki skreytt með umslögunum, eins og sjá má meðal annars í versluninni Lucky Records. „Við kaupum inn víða að, meðal annars frá Hollandi og Banda- ríkjunum. Framboðið er mikið og í sjálfu sér hægt að finna áhugavert efni víða. Ísland er það lítill markaður að við verð- um að geta boðið upp á flestar tegundir tónlistar,“ segir Geir. Frekari möguleikar Helsti vaxtarmöguleiki fyrir tekjur tónlistarinnar er í gegnum nýjar leiðar sem eru sambærilegar við áskriftar- leiðirnar, samkvæmt skýrslu IFPI. Er meðal annars vitnað til þess að mörg minni hugbúnaðarfyrirtæki vinni að gerð búnaðar sem beintengdur er við samfélagsmiðla og kaup á tónlist í boði. Stóru samfélagsmiðlafyrirtækin, Facebook, Twitter og Google, hafa fylgst náið með þessari þróun en ekki komið fram með nýjungar í þessum efnum enn. Ef marka má rannsókn IFPI eru töluverðar líkur á að svo verði innan skamms tíma, með tilheyrandi áhrifum á tónlistargeirann. Þungarokk! Nýjar vínylplötur eru síður en svo ókeypis enda mikið lagt í útgáfurnar, falleg umslög meðal annars. Hér er stór- virkið Börn Loka með íslensku þungarokkshljómsveitinni Skálmöld uppstillt í verslun Lucky Records. Hún kostar ríflega sex þúsund krónur út úr búð. Mynd/MH

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.