Kjarninn - 10.10.2013, Page 20

Kjarninn - 10.10.2013, Page 20
06/06 kjarninn Efnahagsmál skaðaði ekki íslenskt efnahagslíf. Því virðist sem „tilboð“ kröfuhafa rími ekki við hugmyndir Seðlabankans. langt frá hugmyndum ríkisstjórnarinnar Það rímar hið minnsta alls ekki við þær hugmyndir sem sitj- andi ríkisstjórn hefur um lausn vandans og afnám hafta. Þótt ríkisstjórnin hafi ekki formlega sýnt á spil sín hefur glitt í þau. Sigmundur Davíð sagði til dæmis í viðtali við Bloomberg í síðasta mánuði að hann vildi að útlendingar gæfu eftir um 3,8 milljarða dala af þeim um átta milljörðum dala sem þeir eiga hérlendis í krónueignum. Gengi það eftir yrði hægt að afnema höft. Sú upphæð sem Sigmundur Davíð vill að útlendingarnir gefi eftir er rúmlega 460 milljarðar króna ef hún er umreiknuð í krónur á gengi Seðlabanka Íslands. Þeim átta milljarðar dala, um 975 milljörðum króna, sem útlendingar eiga í íslenskum krónum má skipta í þrjá hópa: í fyrsta lagi eignir kröfuhafa Glitnis og Kaupþings sem eiga 396 milljarða króna, í öðru lagi kvikar krónueignir í er- lendri eigu sem bundnar eru í íslenskum ríkisskuldabréfum, skuldabréfum á Íbúðalánasjóð og innstæðum, en sá hópur á um 341 milljarð króna, og í þriðja lagi íslenskar eignir kröfu- hafa annarra fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Samningsstaða þeirra sem eiga kviku krónueignirnar er ekki beysin og líklegast verður að teljast að eigendur þeirra verði tilbúnastir allra í samningaviðræður um að gefa eftir stóran hluta eigna sinna. Hinir hóparnir, kröfuhafar fall- inna banka, gætu reynst erfiðari viðureignar. Þeir virðast ekki hafa mikinn áhuga á að gefa mikið af eignum sínum eftir umfram það sem þeir telja nóg til að tryggja fjármála- stöðugleika á Íslandi. Það virðist vera stál í stál og baráttan gæti vel endað fyrir dómstólum. svar seðlabankans við erindi slitastjórnar glitnis

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.