Kjarninn - 10.10.2013, Page 24

Kjarninn - 10.10.2013, Page 24
03/04 kjarninn skipulagsmál þjónustustig. Til að anna framtíðarumferð er því tvennt í stöðunni; að hækka þjónustustigið með umfangsmiklum umferðarmannvirkjum eða auka hlutdeild annarra sam- göngumáta innan borgarinnar og skapa þannig forsendur til að fresta framkvæmdum stórra umferðarmannvirkja. Síðar nefndi kosturinn gefur borginni kost á að vaxa án þess að bílaumferð aukist og samkvæmt samgönguáætlun frá 2011–2022 hefur sá kostur orðið fyrir valinu hjá yfirvöldum. Á tímabilinu stendur til að fjárfesta í innviðum fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur fyrir rúma fimm milljarða króna og öðrum níu milljörðum verður varið í rekstur almennings- samgangna. Til samanburðar verður um sex milljörðum varið í önnur umferðarmannvirki. Forsendurnar eru þétting byggðar Þarna er um gríðarlega háar upphæðir að ræða og því eðli- legt að líta á þessa stefnubreytingu í samgöngumálum út frá hagkvæmnissjónarmiðum. Fjöldinn allur af rannsóknum bendir til þess að aukin hlutdeild almenningssamgangna, hjólreiða og gönguferða lækki raunkostnað umferðar. Hins vegar þurfa ákveðnar grunnforsendur að liggja að baki því að fjárfestingar líkt og nú á að ráðast í á höfuðborgar svæðinu skili þeirri hlutdeildaraukningu sem til þarf. „Í dag býr um helmingur borgar búa í heiminum í borg- um þar sem íbúafjöldi er um 100 til 500 þúsund og innan við tíu prósent búa í svokölluðum „megaborgum“ þar sem íbúar eru fleiri en tíu milljónir.“ smelltu til að sjá aðal- skipulag Reykjavíkur

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.