Kjarninn - 10.10.2013, Síða 35

Kjarninn - 10.10.2013, Síða 35
04/05 kjarninn Danmörk mörg önnur tæki á markaðnum er verðið, sem alltaf hefur verið hátt samanborið við vörur annarra framleiðenda. Á uppgangstímum er verð hlutanna kannski ekki það sem öllu ræður, en það eru ekki alltaf uppgangstímar. Undanfarin ár, eftir bankahrunið, hafa einkennst af sam- drætti á flestum sviðum og einkaneysla hefur dregist saman. Fólk, ekki síst á Vesturlöndum, heldur fastar um budduna, kaupir ódýrari vöru, fer sér hægar í að endurnýja heimilis- tæki, bíla og svo framvegis. Þar við bætist svo ný tækni sem fleygir fram með hverju ári. Minnkandi sala um árabil Framleiðendur svonefnds lúxusvarnings hafa margir hverj- ir orðið harkalega fyrir barðinu á samdrættinum og þar er Bang & Olufsen ekki undantekning. Fyrirtækið, sem er með um tvö þúsund manns í vinnu, hefur nú um árabil mátt horfa upp á minnkandi sölu. Færri leggja leið sína í B&O-verslan- irnar og flestir þeir sem þangað koma kaupa ekki. Kannanir sýna að verðið fælir frá. „Af hverju ætti ég að kaupa B&O- sjónvarp þegar ég get fengið prýðilegt tæki fyrir einn fimmta af verðinu?“ er algengt svar þegar spurt er hvers vegna. Á árunum 2011–2012 setti B&O á markaðinn nýja „vöru- línu“ sem nefnd er B&O Play. Hún er bæði einfaldari og ódýrari en áður hefur þekkst frá B&O og er ætlað að mæta þörfum markaðarins eins og einn stjórnenda fyrirtækisins komst að orði. Salan á Play-vörunum gengur að sögn bæri- lega en þótt þær séu ódýrar á hefðbundinn B&O-mælikvarða eru þær þó dýrari en margt sambærilegt á markaðnum. Ekki eru allir jafn vissir um að ákvörðunin um Play-vöru- línuna hafi verið skynsamleg. Sérfræðingur í markaðsmálum og sölugreiningu sem eitt dönsku blaðanna ræddi við sagði að þótt Play-vörurnar gæfu aura í kassann í augnablikinu væri ekki þar með sagt að það yrði svo til frambúðar. Hættan er að mati sérfræðingsins sú að með því að fara inn á ódýrari brautir, eins og það var orðað, geti fyrirtækið glatað sérstöðu sinni og þeirri ímynd sem það hefur öðlast á undanförnum áratugum. Ársfjórðungsuppgjör B&O sem var birt í síðustu viku Smelltu til að kynna þér sérstöðu B&O
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.