Kjarninn - 10.10.2013, Page 47
04/07 kjarninn viðtal
kynþokkafullar og ósjálfbjarga konur
„Ég held að tölvuleikjaframleiðendur hugsi mjög mismikið
um kyn. Það er mjög óalgengt að aðalsöguhetja í tölvuleik
sé kona og þykir sérstakt. Hérna innanhúss eru menn mjög
ánægðir með Faith, sem er bara töff stelpa án þess að nokkuð
sé gert úr því. Fyrir þennan leik er bara eðlilegt að sögu-
hetjan sé kona.“ Þetta er undantekningin frá reglunni því
konur eru sjaldnast í aðalhlutverki í tölvuleikjum. Þegar það
gerist er gjarnan gert út á kynþokka og ýkta líkamsbyggingu,
eins og í tilviki Löru Croft í Tomb Raider-leikjunum. „Það
vill því miður verða þannig að það er ekki mikil breidd í
persónusköpun kvenna í tölvuleikjum. Kannski má skýra
það annars vegar með því að karlmenn eru meirihluti þeirra
sem spila þessa leiki og hins vegar eru leikjahönnuðirnir að
langstærstum hluta karlmenn. Og þá er spurningin sú hvort
þetta sé vandamálið með hænuna og eggið. Er ástæðan fyrir
því að færri konur spila leiki á leikjatölvum sú að þeir eru
hannaðir af körlum fyrir karla frekar en að þær hafi ekki
áhuga á að spila tölvuleiki? Því að þegar allur tölvuleikja-
heimurinn er skoðaður er það augljóslega ekki rétt.“
Sigurlína bendir á að þessi umræða hafi eflst á síðustu
árum og ekki hvað síst eftir að Anita Sarkeesian fór að skoða
afþreyingariðnaðinn og birta myndbönd og greinar um hann
á vef sínum Feminist Frequency. „Þegar hún tilkynnti að
hún ætlaði að fara að skoða konur í tölvuleikjum varð allt
vitlaust. Ákveðinn hópur karla sem spilar tölvuleiki varð
brjálaður, upplifði þetta sem árás á sig og brást við með því
að ráðast á hana við öll tækifæri. Það vakti hins vegar miklu
umdeild birtingarmynd kvenna í tölvuleikjum
„Þessi birtingarmynd kvenna í tölvuleikjum er einna
skýrust í áðurnefndum Grand theft auto. Þar eru í
raun engar reglur og spilarinn getur gert það sem
honum sýnist, meðal annars drepið fólk og nauðg-
að konum. Framleiðendur leikjarins hafa reyndar
neitað því að um nauðgunarsenu sé að ræða þegar
karlmaður sem er ber að neðan liggur á konu á
meðan annar beinir að henni vopni. Mennirnir hafi
ekki ætlað að nauðga henni, heldur éta hana. Þetta
hafi því bara verið mannætur en ekki nauðgarar.
Með þessu atriði vilji þeir gefa spilaranum kost á að
taka siðferðislega afstöðu til þess hvort hann komi
konunni til bjargar eða ekki.“