Kjarninn - 10.10.2013, Page 49

Kjarninn - 10.10.2013, Page 49
geti valið kyn. Hún segir að það sé flóknara en flestir haldi. Oftast sé búið til ákveðið mót sem sérstakar hreyfingar séu svo hannaðar fyrir. Þess vegna séu persónur í tölvuleikjum oftast jafn háar og hreyfi sig eins, því um sömu grunn- hreyfingar sé að ræða. Því meiri mun sem hönnuðir vilji hafa, þeim mun meiri vinnu þurfi að leggja í hönnunina. „Ef þú ætlar að vera með karla og konur sem eru aðgreinan- legar persónur þarftu að vera með tvöfalt sett af hreyfingum. Mjaðmagrindin á konum er öðruvísi og konur hreyfa sig öðruvísi en karlmenn. Þess vegna kemur ekki vel út að nota sömu mót og hreyfingar fyrir bæði kyn og það myndi auka framleiðslukostnaðinn umtalsvert að búa til tvo grunna. Hins vegar má spyrja sig hversu miklu máli það skiptir að hreyfingarnar séu fullkomnar þegar hinn kosturinn er sá að útiloka annað kynið.“ Hugsanlega sé auðveldara að réttlæta það í stríðsleikjum að karlmenn séu í nær öllum hlutverkum því þannig sé það líka í raunveruleikanum. Í flestum öðrum tilfellum eigi þetta ekki við. Þegar við göngum um skrifstofur DICE er auðvelt að átta sig á hversu karllægur heimur þetta er. Fyrir utan Sigur línu sé ég tvær konur, sem vinna báðar í afgreiðslunni. 06/07 kjarninn viðtal leikjaveröld „Ef þú ætlar að vera með karla og konur sem eru aðgreinanlegar persónur þarftu að vera með tvöfalt sett af hreyfingum. Mjaðma- grindin á konum er öðruvísi og konur hreyfa sig öðruvísi en karlmenn.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.