Kjarninn - 10.10.2013, Page 61

Kjarninn - 10.10.2013, Page 61
03/03 kjarninn Dómsmál viðskipta félaga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þetta félag fékk 4,5 milljarða yfirdráttarlán hjá Landsbankanum í Lúxem borg til þess að kaupa hlutabréf í Landsbankans, seint í septembermánuði 2008, skömmu fyrir fall bankanna. Bruce Assets var í eigu bræðranna Ólafs Steins og Kristjáns Guðmunds sona og fékk það lán frá Landsbankanum til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Félagið Sigurður Bollason ehf. var í eigu Sigurðar Bolla- sonar fjárfestis og fékk um 3,5 milljarða lán frá Lands- bankanum til þess að kaupa bréf í Landsbankanum. Kaup á lánasafni Eitt þeirra mála sem beðið er gagna um er tengt kaupum Landsbankans á Íslandi á lánasafni Landsbankans í Lúxem- borg, en samtals voru þessi viðskipti upp á 784 milljónir evra samkvæmt upplýsingum úr skýrslu RNA. Þá eru kaup félaga sem héldu á kauprétti starfsmanna Landsbankans, á hlutabréfum í Landsbankanum, einnig undir í þessum rannsóknum. Stór mál enn eftir Langt er í að rannsóknum embættis sérstaks saksóknara á málum er tengjast hruni fjármálakerfisins ljúki. Sé mið tekið af því hversu langur tími líður frá því að mál eru tekin fyrir í dómstólum og niðurstaða liggur fyrir eiga mörg ár til við bótar eftir að líða þar til öll kurl verða komin til grafar í málum er tengjast hruninu. Upphaflega var ráð fyrir því gert að embætti sérstaks saksóknara yrði að störfum út árið 2014 en í ljósi þess að það hefur verið sameinað efnahagsbrota- deild Ríkislögreglustjóra hafa forsendur fyrir þeim áformum breyst. Enn fremur blasir við sú staða að fjölmörg mál eru ekki komin nægilega langt í rannsókn til að raunhæft sé að ljúka þeim á næsta ári. Samkvæmt fjárlögum fyrir næsta ár nema heildarfjárveitingar til embættisins 559,1 milljón króna.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.